Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 4

Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 4
4 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 600190 x 63 x 39 cm340 L54.900.- VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 11° 14° 9° 9° 12° 12° 12° 7° 7° 21° 14° 16° 26° 3° 15° 18° 4° 7 14 12 8 9 7 13 15 97 Á MORGUN 3-13 m/s stífastur vestan til FÖSTUDAGUR 3-13 m/s stífastur vestan til 6 7 8 6 8 8 6 8 8 6 4 5 5 5 5 4 5 5 5 3 5 7 MILT FRAM YFIR HELGI Eindregin hlýindi verða á landinu fram á sunnudag. Dálítil úrkoma verður í dag sunnan og vestan til en frá síðdeginu í dag til sunnudags verður yfi rleitt úrkomulítið á landinu síst þó á Vestfjörðum. Bjart og fallegt veður verður hins vegar á Norður- og Austurlandi næstu daga. Hægur vindur verður á landinu en á sunnudag má reyndar búast við strekkingi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FÉLAGSMÁL Kaup á vændi verða gerð refsiverð fyrir komandi kosningar, að sögn félagsmálaráðherra. Það sama gildir um nektardans, sem til stendur að banna með öllu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær. „Mansal er eitt viðurstyggileg- asta form alþjóðlegrar og skipu- lagðrar glæpastarfsemi sem um getur í heiminum í dag og ábati glæpamanna jafnast aðeins á við gróðann af fíkniefnasölu og ólöglegri vopnasölu,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra við kynningu áætlunarinnar í gær. Með lagabreytingu árið 2007 var vændi gert löglegt svo fremi sem þriðji aðili hagnist ekki á því. Atli Gíslason talaði síðan fyrir frum- varpi um bann við kaupum á vændi á þingi í gær. Að því standa nokkr- ir stjórnarþingmenn auk kvenna úr Framsóknarflokki. „Í þessu máli má segja að fulln- aðarsigur hafi áunnist í áralangri baráttu fjölda kvennasamtaka og annarra félagasamtaka – og ekki síst þingmanna, sem hafa oft lagt fram á Alþingi frumvörp í þessu skyni. Ég er ein þeirra og þess vegna er dagurinn í dag mér sér- stakur gleðidagur,“ sagði Ásta Ragnheiður þegar hún ræddi um þá ákvörðun að fara svokallaða sænska leið í málinu. Þá hefur allsherjarnefnd einnig til umræðu frumvarp þess efnis að fella úr lögum undanþáguheimild frá banni við nektardansi, þannig að allur nektardans verði eftirleið- is bannaður á Íslandi. Ásta Ragn- heiður á von á að bæði frumvörpin verði afgreidd sem lög fyrir kosn- ingar. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga móta, átti sæti í starfshópn- um sem vann áætlunina. Hún segir um mikinn og táknrænan sigur að ræða. „Loksins erum við komin með verkfæri til að taka á þessum málum á Íslandi og það er pólitískt þor í þessari áætlun sem við fögn- um ákaflega,“ segir hún. Ásgeir Davíðsson, sem rekur nektardansstaðinn Goldfinger, segist ekki búast við að þurfa að loka staðnum út af þessu. Fram að þessu hafi einungis þeir starfs- menn hans dansað naktir sem það hafi viljað, en nú þurfi bara að tryggja að þeir séu í nærfötum. stigur@frettabladid.is Nektardans og vændi bannað fyrir kjördag Stefnt er að því að gera kaup á vændi refsiverð og leggja blátt bann við öllum nektardansi fyrir komandi kosningar. Félagsmálaráðherra kynnti í gær aðgerða- áætlun gegn mansali. „Mikill og táknrænn sigur“ segir talskona Stígamóta. Aðgerðaáætlunin er í 25 liðum. Nokkrir þeirra eru: ■ Fullgilding alþjóðlegra samninga gegn skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun. ■ Stofnun sérfræðiteyma sem haldi utan um mansalsmál og komi fórnarlömbum þeirra til aðstoðar. ■ Fórnarlömb mansals fái tíma- bundið dvalarleyfi, skjól og fjárhagslega og félagslega aðstoð á meðan þau gera upp hug sinn um framtíðardvalarstað og sam- starf við lögreglu. ■ Þolendum mansals verði tryggð örugg endurkoma til heimalands og endurhæfing. ■ Komið verði á fót sérhæfðum lögregluteymum um mansal, verklagsreglur lögreglu endur- skoðaðar og heimildir til forvirkra rannsóknarheimilda endurskoð- aðar. ■ Vitnavernd og nafnleynd fórnar- lamba. ■ Fræðsluherferð beint að kaup- endum vændis, kláms og annarr- ar kynlífsþjónustu. ■ Tryggt að kaup fulltrúa íslenskra stjórnvalda á kynlífsþjónustu verði ekki liðin. NOKKRIR ÞÆTTIR ÁÆTLUNARINNAR Á SÚLUSTAÐ Nektardans og vændiskaup verða líkast til ólögleg einhvern tíma í næsta mánuði eða svo. NORDICPHOTOS / AFP VINNUMARKAÐUR Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra segir að tillaga stjórnar HB Granda um að greiða út arð sé siðlaus. „Það er siðlaus ákvörðun í svona árferði eins og við erum í að skammta sjálfum sér arð- greiðslur á sama tíma og launafólk er látið skera niður,“ segir hún. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi enga sérstaka aðkomu að málinu aðra en þá að þetta veki furðu og sé siðlaust með öllu. Forystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar hafa sagt arðgreiðslurnar hleypa frestun á endurskoðun kjarasamninga fram í júní í uppnám en forystumenn Starfsgreinasam- bandsins og Samtaka atvinnulífsins komust að samkomulagi um frestunina nýlega. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, segir að „mikil und- iralda“ sé í samfélaginu út af þessu máli. Miðstjórnarfundur verður hjá ASÍ í dag og segist Vilhjálmur búast við að arðgreiðslur HB Granda verði þar til umræðu. „Ég vil láta kanna lagalegar forsendur fyrir því hvort hægt sé að rifta samkomu- lagi um frestun á endurskoðun kjarasamn- inga. Það er ekki hægt að eigendur fyrir- tækja greiði út arð á sama tíma og launafólk er látið fresta kjarasamningum,“ segir hann og bendir á að landsbyggðarfélögin sex sem hafi verið á móti frestun kjarasamninga hafi bent á að sum fyrirtæki gætu staðið við samningana. Það hafi nú komið í ljós. „Við megum þakka fyrir að búið er að afnema búsáhaldabyltinguna og skila bús- áhöldunum í Þjóðminjasafnið. Ég held að hver Íslendingur sjái að arðgreiðsla er væg- ast sagt óheppileg.“ - ghs Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um tillögu stjórnar HB Granda: Tillaga HB Granda um arðgreiðslu siðlaus VEÐUR Fimm hús voru rýmd í Bolungarvík um hádegi í gær vegna snjóflóðahættu. Veður- stofan lýsti yfir hættustigi undir fjallinu Traðarhyrnu í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörð- um. Rýming húsa í gær var við Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð. Húsin eru fyrir neðan Traðargil þar sem er verið að setja upp snjóflóðavarnargarð, sem ekki er tilbúinn. Ástæða rýmingarinnar er vegna skyndilegra hlýinda. Þetta er í fjórða sinn á stuttum tíma sem íbúarnir þurfa að flýja hús sín. - shá Hús rýmd í Bolungarvík: Hláka veldur snjóflóðahættu VIÐ TRAÐARLAND Flest hús eru rýmd við götuna Traðarland í Bolungarvík. MYND/BIRGIR FRAKKLAND, AP Áform Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að láta Frakka ganga á ný til liðs við herstjórn- arkerfi NATO, sem þeir hafa staðið utan við í 43 ár, fara mjög fyrir brjóstið á sumum fulltrú- um á Frakk- landsþingi. Þingmenn á báðum vængj- um stjórnmálanna óttast að þetta skref grafi undan sjálfstæði Frakka sem kjarnorkuvopna- vædds herveldis. Svo mjög mis- líkar þeim að þeir báru upp van- trauststillögu á ríkisstjórnina af þessu tilefni í gær. Tillagan var felld, en hún var til merkis um hve mjög sumum Frökkum þykir stefnan á fulla þátttöku í samstarfinu innan NATO særa þjóðarstoltið. - aa Frakkland og NATO: Vantrausts- tillaga á þingi NICOLAS SARKOZY Klamydía algeng á Íslandi Samtals greindust 1.834 klamydíutil- felli á árinu 2008 og er það svipaður fjöldi og síðastliðin ár. Sýkingin var algengust meðal fólks á aldrinum 15–29 ára og greindist oftar hjá konum en körlum. Árið 2008 greind- ust hlutfallslega flest tilfelli á Íslandi samanborið við aðrar Evrópuþjóðir. HEILBRIGÐISMÁL 26 með lekanda Alls greindust 26 einstaklingar með lekanda á árinu 2008 samkvæmt jákvæðum ræktunum á sýkladeild Landspítalans. Þar af voru 12 konur og 14 karlar, á aldrinum 19 til 63 ára. Árið 2005 fór að bera á fjölgun lekandatilfella. Það ár greindust 19 einstaklingar með lekanda en flest hafa tilfellin orðið 31, árið 2006. BRETLAND, AP Ný skoðanakönnun sýnir að Íhaldsflokkurinn í Bret- landi hefur nú um tíu prósentu- stiga forskot á Verkamannaflokk- inn, en það er minni munur en mældist í síðasta mánuði. Samkvæmt könnun Ipsos MORI- stofnunarinnar segjast nú 42 pró- sent Breta styðja Íhaldsflokkinn en 32 prósent Verkamannaflokk- inn. Í hliðstæðri könnun í febrúar mældist Íhaldsflokkurinn með 20 prósenta forskot á stjórnarflokk- inn núverandi. Ánægja með störf Gord ons Brown mælist líka meiri nú en síð- ustu mánuði; nú segist þriðjung- ur sáttur við störf hans en í lok síðasta árs var aðeins rétt rúmur fjórðungur á þeirri skoðun. - aa Könnun í Bretlandi: Forskot Íhalds- flokks enn mikið JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR VILHJÁLMUR BIRGISSON GENGIÐ 17.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 182,9372 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,77 115,31 161,71 162,49 149,28 150,12 20,022 20,140 16,90 17,00 13,589 13,669 1,1628 1,1696 169,67 170,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.