Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 8

Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 8
8 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR Heimilisbókhald Viðtöl við starfsfólk Sparisjóðsins Hefðbundin Greiðsluþjónusta Netgreiðsluþjónusta Komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og fáðu frekari ráðgjöf um þín fjármál. A T A R N A Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Skoðið tilboðin á heimasíðu okkar, www.sminor.is. Tæki færi í mars Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is 1. Hvað heitir forstjóri HB Granda? 2. Forseti hvaða lands vill öll hjálparsamtök úr landi? 3. Hvað heitir veitingastaður- inn sem var opnaður nýlega í Glæsibæ? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 Auglýsingasími – Mest lesið AUSTURRÍKI, AP Elisabeth Fritzl, sem faðir hennar hélt fanginni í gluggalausri kjallaraholu í 24 ár og gat með henni sjö börn, gaf vitnisburð sinn í rétt- arhaldinu yfir föðurnum á myndbandsupptöku sem spiluð var fyrir kviðdóm í dómsalnum í Sankt Pölt en í Austurríki í gær. Hinn 73 ára gamli Josef Fritzl, sem sætir ákæru fyrir barnsmorð, frelsissviptingu, að hneppa mann- eskju í þrældóm, sifjaspell og nauðgun, fylgd- ist grannt með vitnisburði dótturinnar og svaraði spurningum saksóknara, kviðdóms og dómara, að því er talsmaður dómsins, Franz Cutka, greindi frá. Sjálft réttarhaldið var lokað fjölmiðlum. Þeir sem viðstaddir voru réttarhald gærdagsins fengu líka að sjá myndbandsupptöku af vitnisburði Haraldar Fritzl, bróður Elisabeth, að því er Cutka greindi frá. Fritzl hefur aðeins játað á sig hluta ákæruatrið- anna, en verði hann sakfelldur á hann ævilangt fangelsi yfir höfði sér. Búist er við að dómur falli jafnvel strax á fimmtudag í þessu sérstæða máli sem heimsbyggðin hefur fylgst grannt með allt frá því það kom fyrst upp fyrir tæpu ári. - aa SÝNDI ANDLITIÐ Fritzl huldi ekki andlitið er hann var leiddur í dómsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Réttarhaldið í máli Josefs Fritzl hélt áfram í Austurríki í gær: Hlýtt á vitnisburð dótturinnar VEISTU SVARIÐ? EFNAHAGSMÁL „Skoðanir sjóðsins endurspegla einungis tæknilega greiningu og eru ekki af stjórn- málalegum toga,“ segir talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að Mark Flanag- an, fulltrúi AGS, hafi í raun verið að bakka upp ríkjandi stjórnvöld sem styðji ekki hugmyndir Fram- sóknarflokksins um flata 20 pró- senta niðurfellingu skulda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrekar að slík aðgerð yrði mjög dýr bönkum og ríkissjóði, auk þess sem nýleg greining Seðla- banka sýni að stór hópur fólks, sem þyrfti ekki aðstoð myndi hagnast á niðurfellingunni. - ss Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Er ekki í pólitík FJÖLMIÐLAR „Ég er mjög ánægður með myndirnar í ár; mynd ársins og í raun alla myndaröðina hans Kristins Ingvarssonar sem var einnig verðlaunuð,“ segir Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Frétta- blaðsins, sem vann til verðlauna fyrir fréttamynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Pjetur á eina mynd á sýning- unni. „Þegar ég kom á sýning- una tók forsetinn [Ólafur Ragn- ar Grímsson] mig tali og spurði hvort það væri ekki allt fullt af myndum eftir mig,“ segir Pjet- ur. „Ég sagði honum að það væri reyndar bara ein. Hann hló því mikið þegar hann veitti mér verð- launin fyrir þá mynd andartaki síðar.“ Sýningin er í Gerðarsafni og stendur til 3. maí næstkomandi en þeir sem ekki komast í Gerðar- safn geta séð verðlaunamyndirnar á vefnum pressphoto.is. - jse Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi: Verðlaunamyndir sýndar MYND ÁRSINS Myndin var hluti mynd- raðar ársins. MYND/ KRISTINN INGVARSSON VERÐLAUN Nafn Flokkur Miðill Kristinn Ingvarsson mynd ársins/myndaröð Morgunblaðið Pjetur Sigurðsson fréttamynd Fréttablaðið Golli íþróttamynd/ Morgunblaðið skoplegasta mynd/ mynd úr daglegu lífi Júlíus Sigurjónsson portrettmynd ársins Morgunblaðið Vera Pálsdóttir tímaritamynd/umhverfismynd Birtíngur Guðmundur R. Guðmundsson þjóðleg mynd Morgunblaðið NEYTENDAMÁL Neytendastofa hefur beint þeim tilmælum til Símans að fyrirtækið stöðvi auglýsingar sínar sem birtar hafa verið undir yfir- skriftinni „Aðgerðaráætlun Sím- ans fyrir fólkið og fyrirtækin“. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri neytendaréttarsviðs, segir ástæðuna vera þá að Nova, Og fjar- skipti og Vodafone hafi kvartað yfir henni og því sé mælst til þess að birting auglýsinganna verði stöðvuð meðan á meðferð málsins stendur. Kvartað er vegna nokkurra atriða. Nova segir auglýsinguna villandi því fullyrt sé að Síminn bjóði upp á lægsta mínútuverðið en það standist ekki, að þeirra mati. Upphafsgjaldsins sé ekki getið í auglýsingunni en sé það tekið með í reikninginn reynist mínútuverðið ekki það lægsta. Þessu eru fulltrúar Símans ósammála. „Við teljum auglýsing- arnar okkar ekki vera villandi,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans. „Í öllum til- fellum talar Síminn um lægsta mín- útuverðið á landinu óháð kerfi sem er 11,90 krónur. Það kemur skýrt fram í öllu auglýsingaefni Símans í blöðum og sjónvarpi og á á vefnum okkar siminn.is. Samkeppnisaðilar bjóða hins vegar upp á eftirfarandi mínútuverð óháð kerfi: Nova 14,5 krónur mínútan, Vodafone 14,80 krónur mínútan og Tal 14,90 krón- ur mínútan.“ Aðspurð vhort Síminn muni verða við tilmælum Neytendastofu og stöðva birtunguna segir hún að haft hafi verið samband við Neyt- endastofu í fyrradag og þá fengust þau svör að ekki væri ástæða til að banna auglýsingarnar. „Við höfum óskað eftir rökfærslum fyrir til- mælum Neytendastofu og bíðum svara þaðan og munum síðan meta stöðuna,“ segir hún. - jse Neytendastofa bregst við kvörtun vegna auglýsingar: Vill Símaauglýsingu í salt FRÁ EINNI AF VERSLUNUM SÍMANS Nýjasta auglýsing Símans hefur hreyft við sam- keppnisaðilunum sem hafa lagt inn kvörtun til Neytendastofu. FRÉTTAMYND ÁRSINS Myndin var tekin við mótmæli vörubílstjóra síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.