Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 10
SVALUR SELUR Baikalvatns-selurinn
Billy leikur listir sínar í heitum potti í
sædýrasafni í Hakone í Japan.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEILBRIGÐISMÁL Níu karlmenn, af
sautján manna hópi, fengu mat-
arsýkingu eftir að hafa snætt
saman hádegismat á veitinga-
húsi á Norðurlandi. Fengu þeir
niðurgang, ógleði, uppköst og
hita.
Einn var lagður inn á sjúkra-
hús, en veikindin töldust þó ekki
alvarleg. Frá þessu er sagt í Far-
sóttafréttum Landlæknisemb-
ættisins.
Heilbrigðisfulltrúi á Norður-
landi tók sýni sem send voru í
rannsókn og veitingastaðurinn
var skoðaður til að komast að rót
sýkingarinnar.
Engin skýring hefur hins
vegar fundist á veikindum hóps-
ins. Ekki hefur frést um frekari
veikindi og svo virðist sem sýk-
ingin sé liðin hjá. - shá
Matarsýking á Norðurlandi:
Níu veiktust en
engin skýring
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu stöðvaði umfangs-
mikla kannabisræktun í íbúð í
Kópavogi í fyrrakvöld. Við húsleit
fundust um 300 kannabisplöntur
á ýmsum stigum ræktunar. Íbúð-
in var undirlögð af þessari starf-
semi. Í kjölfarið var gerð húsleit í
íbúð í Breiðholti. Þar fannst tals-
vert af marijúana, eða vel á annað
hundrað grömm. Tveir karlar á
þrítugsaldri voru yfirheyrðir í
tengslum við rannsóknina.
Lögreglan minnir enn á fíkni-
efnasímann 800-5005. Í hann má
hringja nafnlaust til að koma á
framfæri upplýsingum um fíkni-
efnamál. - jss
Höfuðborgarsvæðið:
Kannabisrækt-
un í Kópavogi
SKIPULAGSMÁL Bandaríkjamenn
fá ekki að víggirða sendiráð sitt á
Laufásvegi frekar en nú er vegna
andstöðu nágrannanna.
Sótt var um í fyrrahaust að fá
að reisa vegg og hækka girðingu
og hlið við sendiráðið á Laufás-
vegi 21-23 auk þess að setja rimla
fyrir glugga og koma fyrir klifur-
hindrun á ljósastaur. Nágrannarnir
á Laufásvegi 19 harðneita að sam-
þykkja þetta. Að því er kemur fram
í umsögn lögmanns skipulags- og
byggingarsviðs er umsókn sendi-
ráðsins því hafnað.
Í tölvupóstsamskiptum kemur
fram að sendiráðsmenn telja sig
órétti beitta. Nágrannarnir hafi
hafnað því að eiga með þeim fund
og hafi uppi rangar fullyrðingar.
„Ef þetta er vonlaust mál þá vill
sendiráðið fá skýrt skjal þar sem
fram kemur hvað það er sem ekki
fæst leyfi fyrir og hvers vegna – í
Bandaríkjunum eru regl-
urnar allt aðrar svo það
þarf að koma skýrt fram
hverjir eigi réttinn.
Þetta skjal vilja þeir
gjarnan stimplað og á
ensku,“ segir í tölvu-
pósti Söru Axelsdótt-
ur hjá Arkís til
skipulags-
og bygg-
ingar-
sviðs. Nágrannarnir segja meðal
annars að núverandi hlið hafi aldrei
verið samþykkt og að þeir yrðu inn-
lyksa kæmi til eldsvoða. „Það ligg-
ur því ljóst fyrir að fundur íbúa
hússins og sendiráðsins um þetta
mál þjónar engum tilgangi,“ segir í
bréfi formanns húsfélagsins á Lauf-
ásvegi 19, Steinunnar Birnu Ragn-
arsdóttur, til borgarinnar. - gar
Borgin synjar Bandaríkjamönnum um framkvæmdir í varnarskyni á Laufásvegi:
Sendiráðið má ekki hækka girðingu
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR
Formaður húsfélagsins á Laufásvegi
19 segir fyrirhugaðar framkvæmdir
við sendiráð Bandaríkjamanna
myndu loka íbúana í bruna-
gildru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Nemendum
í tíunda bekk, sem hafa
orðið ölvaðir á síðustu
30 dögum, hefur fækkað
verulega ef niðurstöður
rannsókna fyrirtækisins
Rannsóknir og greining
eru bornar saman. Árið
1998 hafði tæplega annar
hver nemandi orðið ölv-
aður síðasta mánuðinn en
í fyrra var það innan við
fimmti hver tíundabekkingur.
Hlutfallslega hefur dregið úr
daglegum reykingum nemenda í
tíunda bekk ef tölur frá 1998 eru
bornar saman við tölur frá því í
fyrra. Fyrir ellefu árum reykti
fjórði hver nemandi daglega. Í
fyrra reykti aðeins tíundi hver
nemandi í tíunda bekk daglega.
Dregið hefur hlutfallslega úr
þeim nemendum í tíunda bekk sem
hafa prófað hass. Í kynningu hjá
Háskólanum í Reykjavík,
sem haldin var nýlega,
kemur fram að árið 1998
höfðu innan við fimmti
hver nemandi prófað
hass en í fyrra var það
vel innan við tíundi hver
nemandi.
Inga Dóra Sigfúsdóttir,
deildarforseti við Háskól-
ann í Reykjavík, segir að
eftirlit foreldra, stuðning-
ur og tími sem foreldrar verja með
börnum sínum og vinum þeirra
dragi úr líkum á vímuefnaneyslu
og auki líkur á góðum námsár-
angri. Þátttaka í skipulögðu tóm-
stundastarfi og íþróttum sé mikil-
væg forvörn.
Rifrildi og ofbeldi á heimilum
eykur líkurnar á þunglyndi og reiði
meðal ungmenna. Erjur milli for-
eldra geta einnig haft áhrif á vímu-
efnanotkun ungmenna. - ghs
INGA DÓRA
SIGFÚSSON
Færri unglingar reykja og prófa hass:
Dregur úr unglingadrykkju
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin ætlar
að taka upp kynjaða hagstjórn og
stefnir að því að ljúka stefnumót-
un og undirbúningi innan eins
árs. Með kynjaðri hagstjórn er
átt við að skoða hagstjórnarað-
gerðir, fjárlagaaðgerðir og aðrar
aðgerðir af hálfu hins opinbera
með hliðsjón af áhrifum þeirra á
stöðu kynjanna.
Á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun samþykkti ríkisstjórnin
tillögu fjármálaráðherra um að
skipa verkefnisstjórn til stefnu-
mótunar og undirbúnings því að
taka upp kynjaða hagstjórn hér
á landi. Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra segir að óskað
verði tilnefninga frá félagsmála-
ráðuneytinu, Jafnréttisstofu og
Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum við HÍ auk þátt-
töku jafnréttisfulltrúa frá öllum
ráðuneytum. Fjármálaráðuneyt-
ið muni leiða verkefnið. Allir hafi
tekið því vel að koma að þessari
vinnu. Færa megi rök fyrir því að
aldrei hafi verið brýnna en nú að
horfa til slíkra hluta.
„Ég geri ráð fyrir því að þetta
komist í gang á næstu dögum,“
segir Steingrímur og telur líklegt
að fyrir liggi álit og tillögur um
að koma á þessu verklagi innan
árs. Hann bendir á að víða erlend-
is vinni menn eða séu komnir vel
áleiðis í að vinna eftir kynjaðri
hagstjórn. Hann segir að þetta sé
alþjóðlega viðurkennd aðferð og
löngu tímabært að Íslendingar
taki hana upp.
Ríkisstjórnin kynnti í gær nýtt
yfirlit yfir íslenskan þjóðarbú-
skap og ríkisfjármál. Þar kemur
meðal annars fram að áætlaðar
heildarskuldir ríkissjóðs verða
um 1.100 milljarðar króna í árs-
lok og að vaxtakostnaður verði
87 milljarðar á þessu ári. Óvissa
sé hversu mikið falli á ríkissjóð
vegna Icesave en samkvæmt nýj-
asta mati skilanefndar Lands-
bankans verði það 73 milljarðar
króna.
Steingrímur segir að þetta sé
sett fram með fyrirvara um að
„jafnvel seinna í þessari viku
komi ný gögn frá Seðlabankanum
sem breyti þessu í litlum mæli“.
Rúmlega þrjátíu mál bíða
afgreiðslu í þinginu, þar á meðal
eru lög um gjaldþrotaskipti og
greiðsluaðlögun, nauðungarsölu
og skattaundanskot, hlutabætur
og embætti sérstaks saksóknara.
„Þannig að við sjáum ekki enn
til lands í því hvenær hægt er að
fresta þingi,“ segir Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra.
ghs@frettabladid.is
Kynjuð hag-
stjórn tekin
upp eftir ár
Hagstjórnar- og fjárlagaaðgerðir verða skoðaðar með
hliðsjón af áhrifum á stöðu kynjanna þegar kynjuð
hagstjórn verður tekin upp. Ríkisstjórnin stefnir að
því að ljúka undirbúningsvinnunni innan árs.
RÍKISSJÓÐUR SKULDAR 1.100 MILLJARÐA Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
kynntu í gær nýtt yfirlit yfir íslenskan þjóðarbúskap og ríkisfjármál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM