Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 38

Fréttablaðið - 18.03.2009, Page 38
 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR Mitsubishi Outlander - Kraftmikill sportjeppi Kostir Mitsubishi Outlander eru afgerandi. Hann hefur mestu veghæð í sínum flokki, stærsta farangursrýmið, öflugt fjórhjóladrif og frábæra aksturseiginleika. Komdu í HEKLU - Notaða bíla á Kletthálsi og skoðaðu næstum nýjan Mitsubishi Outlander, kraftmikinn, rúmgóðan og ríkulega búinn bíl fyrir alla fjölskylduna, tilvalinn í ferðalagið. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is DÆMI ÚR SÖLUSKRÁ Mitsubishi Outlander Intense, árgerð 2008 ekinn 5.000 km. Sjálfskiptur, bensín. Verð: 4.280.000 kr. Yrsa Þöll Gylfadóttir þræddi sundlaugar höfuð- borgarsvæðisins og gerði könnun á skapaháratísku kvennaklefanna. Eða öllu heldur hversu algengt það væri að konur létu fjar- lægja öll skapahár. Lausleg niðurstaða var sú að sú tíska er frekar bundin við hverfi utan hins gamla kjarna borgar- innar. „Ég tók eftir þessari þróun eftir að ég hafði sjálf verið mikið í sundi heilt sumar,“ segir Yrsa. Niðurstöður og grein Yrsu birt- ust í síðasta tölublaði Stúdenta- blaðsins. Yrsu segist hafa grunað að þessi tíska væri mun algeng- ari eftir því sem fólk byggi í nýrri hverfum. „Ég hafði tekið eftir því sjálf og manni virðist sem það sé ákveðið samasemmerki milli hugsunarháttar hjá fólki sem vill til að mynda heimkynni sín öll ný, há glans, sprautulökkuð og flekk- laus og að finnast það sjálft eiga að vera einhver óflekkuð marmara- stytta. Svo í miðbænum má til að mynda finna fólk sem vill vernda gömlu húsin og hallast því kannski um leið að því að huga að „upprun- legri“ mynd líkamans.“ Yrsa er sjálf talskona þess að líkaminn sé ekki skrumskældur til að þóknast staðalímyndum og segir að í gríni hafi hún því fengið leyfi hjá mági sínum, sem sé með- limur í Torfusamtökunum, til að kalla sín „samtök“ fyrir verndun skapahára Torfusamtökin 2. Þessa dagana er Yrsa í Frakk- landi að undirbúa sig undir dokt- orsnám en hún var einmitt á dög- unum fyrsti nemandinn til að ljúka meistaraprófi í frönsku við Háskóla Íslands. Yrsa segir að það hafi enginn gert veður út af athugunum henn- ar enda hafi hún rétt rennt augun- um yfir svæðið og skráð tölurnar í huganum – hve margar voru búnar að fjarlægja öll skapahár og hverj- ar voru með „mjóa rönd“. „Ég var nú ekkert að stara en hins vegar átti litla frænka mín ekki orð yfir mig og sagði að ég væri perri – hún hefði séð mig stara á aðra konu í sturtunni!“ - jma Kannaði leyndarmál- in í kvennaklefum LITLA FRÆNKAN AGNDOFA Yrsa Þöll segir að litla frænkan sín hafi kallað sig perra, hún hefði séð hana stara á aðra konu í sturtu. HEIMSÓTTI NÍU SUNDLAUGAR Yrsa Þöll heimsótti sundlaugar höfuðborgarsvæðisins og rannsakaði skapaháratísku. MYND/SIGURJÓN folk@frettabladid.is „Mig langaði til að spyrja hvort ég mætti sitja með honum á fyrsta farrými. Mig hefði aldrei grunað að ég ætti eftir að hitta Grammy verðlaunahafa, hvað þá að vinna tvenn Grammy verðlaun sjálf.“ ADELE Um viðbrögð sín þegar Sir Paul McCartney gaf sig á tal við hana á flugvelli. „Mér finnst að mari- júana ætti að vera leyft með lögum. Ekki svo fólk sé í vímu út um allt, heldur svo dreif- ingu þess geti verið stjórnað.“ RHYS IFANS um eiturlyfjalög í Bretlandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.