Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 4
4 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR NEYTENDUR Talsmaður neytenda kallaði fulltrúa fjögurra fjármögn- unarfyrirtækja til fundar við sig í síðustu viku. Tilefnið eru kvart- anir vegna starfshátta fyrirtækj- anna um skilmála bílalánasamn- inga og forsendur uppgjöra. Nægt tilefni þótti til að halda samráðs- fund vegna eðlis þeirra kvartana sem bárust. Fulltrúar fyrirtækjanna fjög- urra, Lýsingar, Avant, SP-fjár- mögnunar og Íslandsbanka fjármögnunar, hittu talsmann neytenda, fulltrúa Félags íslenskra bifreiðaeigenda og fulltrúa Neyt- endastofu á miðvikudag í síðustu viku. Gísli Tryggvason, talsmað- ur neytenda, segist vera að fara yfir málið og vill ekkert segja um möguleg viðbrögð. Verið sé að skoða hvort starfsemin sé í sam- ræmi við samkeppnisjónarmið og almennar neytendareglur. „Það eru nægilega mörg tilvik til að skoða málið,“ segir Gísli. Sé pottur brotinn í starfsemi fyrirtækjanna segir Gísli að send séu út tilmæli um úrbætur, ýmist formleg eða óformleg. Vakni hins vegar grunur um grófari brot sé málinu vísað til stofnana sem fari með eftirlit á því sviði. Þar er Neytendastofa nærtækust, en hún getur úrskurðað um bann og stjórnvaldssektir. Verið er að skoða hvort einhver tilvik gefi til- efni til slíkra aðgerða. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent viðskiptaráðherra erindi, þar sem vakin er athygli á starfsháttum fjármögnunar- fyrirtækja. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri segir marga félagsmenn hafa leitað til félagsins. Algengast sé að menn kvarti yfir óeðlilega háum kröfum, til dæmis vegna viðgerðarkostnaðar. „Þá er fólk óánægt með þá skil- mála sem það fær: bréf frá lög- fræðistofu og mikinn viðbótar- kostnað. Þegar haft er samband við fyrirtækin segja þau þetta vera ítarkröfur til umræðu. Staða þeirra sem eru í vandræðum er hins vegar oft það slæm að þeir bera ekki hönd fyrir höfuð sér.“ Runólfur hefur bent á að sam- kvæmt samningarétti sé hægt að hverfa frá ákvæðum samnings ef hægt er að sýna fram á að við- skiptahættir raski mjög högum lántakenda. „Það verður að vera jafnvægi á réttindum samningsað- ila og það virðist vera misbrestur á því.“ kolbeinn@frettabladid.is Starfshættir við bílalán til skoðunar Talsmaður neytenda hefur starfsemi fjármögnunarfyrirtækja til skoðunar. Skoðað er hvort neytendareglur og samkeppnisjónarmið séu brotin. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent viðskiptaráðherra erindi vegna málsins. BÍLAR Gríðarlegur fjöldi bíla hefur verið fluttur inn til landsins á síðustu árum. Margir hafa tekið bílaláan hjá fjármögnunarfyrirtækjum til bílakaupa og eru starfshættir slíkra fyrirtækja nú til skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÍSLI TRYGGVASON RUNÓLFUR ÓLAFSSON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 11° 9° 9° 8° 10° 9° 7° 7° 7° 22° 13° 8° 26° 4° 11° 10° 6° Á MORGUN 5-10 m/s SUNNUDAGUR 8-15 m/s 6 13 12 5 12 10 8 8 9 8 7 8 6 4 6 4 4 7 13 10 13 10 4 5 6 66 1 2 3 43 HELGARHORFUR Smám saman kólnar á landinu um helgina. Á morgun verður fremur hæg suðvest- anátt með skúrum og síðar éljum um mest allt land en þó verður þurrt og bjart með köfl um austast á landinu. Á sunnudag verður vindur fremur stífur af vestri, 8-15 m/s en hvassari í námunda við fjöll og á hálendinu. Él verða víðast hvar, síst þó á Austurlandi. Eftir helgina frystir víðast á landinu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barna- verndarlögum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm héraðsdóms. Niðurstaðan er léttir, eins og fyrir alla sem bornir eru slíkum sökum, segir Kristinn Bjarnason, verjandi séra Gunnars. Hann segir niðurstöðuna þó ekki hafa komið á óvart. Sú háttsemi sem sannað hafi verið að átt hafi sér stað hafi ekki getað talist saknæm. Sannað var að séra Gunnar hafi faðmað tvær sextán ára unglingsstúlkur sem lögðu fram kæru gegn honum. Hann kyssti einn- ig aðra þeirra á báðar kinnar og strauk bak hinnar utan klæða. Hæstiréttur taldi ósannað að þessi háttsemi teldist kynferðis- leg áreitni, ósiðleg eða særandi samkvæmt skilningi laganna. Séra Gunnari var vikið tímabundið frá störfum sem sóknarprestur á Selfossi þegar ákæran kom fram. Kristinn segist reikna með því að það gangi til baka eftir dóm Hæstaréttar. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagð- ist í gær ekki geta tjáð sig um málið, enda dómur nýfallinn. Engin ákvörðun hafi verið tekin varðandi störf séra Gunnars. Séra Gunnar vildi ekki veita viðtal vegna málsins í gær, en vísaði á verjanda sinn. - bj Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms og sýknaði séra Gunnar Björnsson: Niðurstaðan kom ekki á óvart SÝKNAÐUR Faðmlag, kossar og strokur séra Gunnars Björnssonar voru hvorki kynferðisleg áreitni né ósiðleg eða særandi, samkvæmt dómi Hæstaréttar. NOREGUR, AP Framtíð ísbjarna veltur á því að hlýnun jarðar takist að stöðva. Þetta er niður- staða fulltrúa þeirra þjóða sem eiga land að norðurpólnum, Bandaríkjanna, Kanada, Rúss- lands, Danmerkur og Noregs, en þeir funda um þessar mundir í Tromsö í Noregi. Heimamenn höfðu óskað eftir því að samþykkt yrði ákall til loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, sem haldin verður í desember, um beinar aðgerðir en ekki náð- ist samstaða þar um. Norðmenn telja að ísbjörnum muni fækka um 60 prósent til ársins 2050 verði ekkert að gert. - kóp Heimskautaþjóðir sammála: Ísbirnir í hættu vegna hlýnunar Í HÆTTU Norðmenn telja að ísbjörnum muni fækka um 60 prósent fyrir 2050 verði ekkert að gert í loftslagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Danmörk hefur nú bæst í raðir þeirra landa þar sem sam- kynhneigðum pörum er heimilt að ættleiða börn. Það gerðist með lagabreytingu sem meirihluti danska þjóðþingsins samþykkti, þrátt fyrir að það væri stefna allra flokkanna þriggja sem að baki ríkisstjórnarmeirihlutans standa að heimila ekki þessa breytingu á ættleiðingarlögunum. Meirihluti fékkst samt fyrir tillögunni þar sem sex þingmenn Venstre, flokks Anders Fogh Rasmussens forsætisráðherra, „sviku lit“ og studdu breytinguna. Tillagan fékkst þannig samþykkt með 62 atkvæðum gegn 53. - aa Lagabreyting í Danmörku: Samkynhneigð- ir mega ættleiða JERÚSALEM, AP Ísraelsher hefur ráðið einkaspæjara til að njósna um einstaklinga sem grunaðir eru um að reyna að komast hjá herskyldu. Eftirlitið hófst í fyrra og hafa 520 konur verið gómaðar við að ljúga því til að þær séu strangtrúaðar, til að komast hjá herskyldu. Árið 1991 komust 21 prósent kvenna hjá herskyldu vegna trú- arskoðana en í fyrra var talan komin upp í 36 prósent. Þykir það furðulegt í ljósi þess að einungis 20 prósent Ísraela teljast trúuð. Mikill fjöldi karlmanna kemst einnig hjá herskyldu með þessu móti, enda eru talsvert fleiri karlmenn strangtrúaðir en konur. - ams Konur í Ísrael: Vilja komast hjá herskyldu Viðurkenning Seltjarnarness Lyfjastofnun og leikskólarnir Mána- brekka og Sólbrekka fengu í gær jafnréttisviðurkenningu Seltjarnarnes- bæjar. Á öllum stöðunum er starfað eftir jafnréttisáætlun. Viðurkenningin er veitt einu sinni á kjörtímabili. JAFNRÉTTISMÁL Rændu ræningjana Tveir menn sem rændu skartgripasala í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum voru rændir þegar þeir reyndu að komast undan. Til átaka kom þegar tveir menn sátu fyrir ræningjunum. Lögregla handtók alla fjóra mennina, en ránsfengurinn fannst ekki. BANDARÍKIN Eignaspjöll í mótmælum Um 460 eignaspjöll voru skráð í janúar, þegar mótmælin stóðu sem hæst. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum Ríkislögreglustjóra. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 19.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 185,5835 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,94 113,48 161,80 162,58 152,50 153,36 20,463 20,583 17,521 17,625 14,008 14,090 1,1814 1,1884 170,19 171,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.