Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 28
2 föstudagur 20. mars núna ✽ syngjandi í rigningunni augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Garðyrkjunámskeið Ræktun í sumarhúsalandinu Miðvikudaginn 25/3 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 6.500.- Ræktun ávaxtatrjáa Tvö kv. mán. 30/3 og 6/4 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 12.500.- Ræktun berjarunna og -trjáa Þriðjudaginn 30/3 kl. 17:00-18:30. Verð kr. 3.750.- Matjurtaræktun Tvö kvöld, þri. 31/3 og 7/4 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 12.500.- Kryddjurtaræktun Þriðjudaginn 31/3 kl. 17:00-18:30. Verð kr. 3.750.- Klipping trjáa og runna Miðvikudaginn 1/4 kl. 19:00-21:30. Verð kr. 6.500.- Rósir og blómstrandi runnar Mánudaginn 6/4 kl. 17:00-19:30. Verð kr. 3.750.- Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen, garðyrkjufr. Jón Guðmundsson, garðyrkjufr. Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi SOFFÍA SVEINSDÓTTIR VEÐURFRÉTTAMAÐUR „Á laugardagsmorguninn ætla ég á Esjuna með nokkrum MH-ingum og banda- rískum ungmennum sem eru í heimsókn og um kvöldið verður tjúttað ær- lega á vorfagnaði Boot Camp. Líklega fer ég á hestbak á sunnudeginum en annars ætla ég að slappa af og hlaða rafhlöðurnar fyrir næstu viku.“ helgin MÍN SAKLEYSISLEG Söngkonan Lily Allen var heldur sak- leysisleg þegar hún mætti í ljósbleik- um kjól með hvítt Chanel-veski á Chanel Ready-to-Wear A/W 2009 sýninguna á tískuvikunni í París á dögunum. Innilegur á plötuumslagi Þó svo að Idolkeppandinn Georg Alexander Valgeirsson hafi ekki enn gefið út sína eigin sólóplötu má segja að hann sé kominn langleið- ina því hann prýðir umslag safn- plötunnar 100 íslenskar ballöður. Utan á kassanum situr hann fyrir ásamt Ragnheiði Guðfinnu Guðna- dóttur, fyrrum Ungfrú Ísland, og á plötuumslögun- um fjórum innan í kassanum má sjá fleiri innilegar myndir af þeim saman. Ragnheiður Guðfinna var kjörin Ungfrú Ísland árið 2002, en Georg er ekki alls ókunn- ur fegurðarsamkeppnum því hann tók þátt í Herra Ísland árið 2007 þar sem hann hafnaði í öðru sæti. M yndin er nokkurs konar „snapshot“ af fatahönnuðum á Íslandi eins og þeir eru í dag,“ segir Gunnar Hilmarsson hjá Fata- hönnunarfélagi Íslands um myndina Mögu- leikar 2009: Sjónvarpsmynd um íslenska fata- hönnuði. Gunnar vann að myndinni ásamt Þorsteini J. fjölmiðlamanni í tilefni af fyrsta norræna tískutvíæringnum, Nordic Fashion Biennale. Þorsteinn segir myndina fjalla um möguleika og Gunnar tekur undir: „Myndin fjallar um möguleika íslenskra fatahönn- uða inn á við sem og út á við enda eru margir íslenskir fatahönnuðir með alls konar starfsemi í útlöndum. Möguleikar er stórt orð en möguleikarnir eru líka stórir og margir. Þetta er í rauninni nokkurs konar heimsókn til fatahönnuða og gefur ágætis mynd af breiddinni og stemningunni í fag- inu,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi verið hissa á hversu ólíkir fatahönnuðirnir eru og hversu vel hverjum og einum hefur tekist að byggja upp sitt eigið merki. „Það er kominn ákveðinn þroski í fagið og það er skemmtilegt að ræða við þá sem byrjuðu fyrir kannski tíu árum. Það er svo margt búið að gerast og meðbyr í hönnun er mikill.“ Þorsteinn segist hafa haft gaman af gerð myndarinnar en myndin verður sýnd á Skjá- einum í næstu viku. „Það er alltaf skemmtilegt að spjalla við fólk um hugmyndir og mögu- leika frekar en að einblína á það sem vantar eða er að. Það er nóg af því.“ Aðspurður hvort hann hafi mikið vitað um tísku áður en hann hóf vinnu við gerð myndarinnar segist hann ekki einn af þeim sem liggja á kafi í tískublöð- um. „Ég gæti trúað að flest sem ég veit um tísku sé komið frá Gunnari, ég hef fylgst með honum síðan hann var með GK og fylgist núna með því sem hann er að gera með Andersen & Lauth.“ Varðandi Andersen & Lauth segir Gunnar nóg að gera. „Við erum að af- henda vorlínu 2009 en hanna vorlínu 2010. Einhver myndi kannski kalla þetta kaos en við köllum það stemningu. “ - iáh Þorsteinn J. og Gunnar Hilmarsson gera mynd um íslenska fatahönnuði: MIKLIR MÖGULEIKAR Í FATAHÖNNUN „Við erum ekki að leita að löngum eða lærðum hugleiðingum heldur stemningu, einlægni og hispursleysi,“ segir Kristín Birgisdóttir hjá Sölku forlagi sem undirbýr nú gerð dagatalsbókarinnar Konur eiga orðið allan ársins hring fyrir árið 2010, en daga- talsbækurnar 2008 og 2009 seldust upp á mettíma. „Konum er í sjálfvald sett hvað þær skrifa, svo lengi sem það er frá þeirra eigin brjósti. Við förum svo yfir allar innsendar hugleiðingar og veljum þær sem okkur finnst henta best í bókina. Eftir að hafa valið 64 hug- leiðingar, í byrjun hverrar viku og hvers mánaðar, látum við viðkomandi vita hvort hann hafi orðið fyrir valinu,“ segir Kristín og vonar að sem flestar konur sendi inn hugleiðingu á krist- in@salkaforlag.is eða kria@internet.is. - ag Kristín Birgisdóttir gerir dagatalsbók: Konur eiga orðið Gefur út í Bretlandi Söngvarinn Seth Sharp hefur nú sent frá sér nýtt lag sem heitir Happiness is taking over. Seth var beðinn um að syngja og vera meðhöndur í laginu ásamt D- Reflection, en útgáfan er í höndum Adaptation Music Label í Bretlandi. Lagið hefur hlotið góða dóma frá nokkrum af stærstu nöfnum dans- tónlistarbransanum og fjallar um að finna hamingjuna innra með sér, frekar en í efnislegum hlutum og á því vel við um þess- ar mundir. Seth seg- ist stefna á frekari út- gáfu danstónlistar í nánustu framtíð, enda í samstarfi við dans- tónlistarmenn úti um allan heim. „Við erum búnar að finna aðra framleiðsluverksmiðju í París,“ segir Ásta Kristjánsdóttir spurð um eftirmálann af deilum sem upp komu milli E-label og Svövu Jo- hansen hjá NTC. Þá taldi Ásta Svövu hindra samstarf E-label við franska verksmiðju sem framleitt hefur fatnað fyrir NTC. „Málið er enn í vinnslu hjá lögfræðingum, en það var mikilvægt fyrir okkur að segja frá þessu. Fólk er al- mennt ekki með svona viðskipta- siðferði og við finnum fyrir miklum stuðningi meðal fatahönnuða og verslana á Laugaveginum. Við hjá E-label komumst alveg í gegnum þetta og erum tvíefld fyrir vikið.“ Fundu aðra framleiðsluverksmiðju Tvíefld Ásta í E-Label segist finna fyrir mikilli samstöðu meðal fatahönnuða og verslana á Laugaveginum. Vorlína Gunnar segir nóg að gera hjá Andersen og Lauth þar sem vorlína 2010 er í vinnslu. Sló í gegn á skjánum Fyrsti þáttur Karls Bernd- sen, Nýtt útlit, virðist hafa vakið mikla lukku meðal áhorf- enda Skjáseins síðastliðinn þriðju- dag því heillaóskunum rignir nú yfir Facebook-síðu Karls. Í þættinum fær venjulegt fólk algjöra útlitsbreytingu, allt frá förðun, og er haft á orði að hann gefi þátt- um á borð við Gok‘s fashion fix og Ex- treme make over ekkert eftir. þetta HELST Klassísk Steinunn Sigurðar- dóttir er orðin heimsfræg fyrir hönnun sína. Vinsælt Íslenska merkið Nikita nýtur mikilla vinsælda út um allan heim. Kristín undirbýr nýja dagatalsbók sem Myrra Leifsdóttir mun myndskreyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.