Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 54
34 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is „Við verðum örugglega með rauðan dregil,“ segir Þór Elís Pálsson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Gott silfur gulli betra sem verður forsýnd í Kringlubíói í kvöld. Þar verður mikið um dýrðir því íslenska handboltalandsliðið sem vann B-heimsmeistarakeppnina fyrir tuttugu árum mætir á staðinn ásamt landslið- inu sem keppir við Eista á sunnudaginn í undankeppni EM. Væntanlega verður því glatt á hjalla þegar handboltakapp- arnir fræknu bera saman bækur sínar og rifja upp skemmtilegar stundir. Myndin fjallar um frækilega frammistöðu silfurdrengjanna á Ólymp- íuleikunum í sumar og er þetta fyrsta heimildarmynd Þórs um íþróttir. „Ég hef alltaf fylgst með handboltanum. Hann hefur alltaf verið mín uppáhaldsbolta- íþrótt,“ segir hann. „Myndin spannar allt árið 2008, frá því að þeir byrja á EM í Noregi og þau leiðindi sem urðu þar og svo framhald- ið. Þessi saga hefur bæði toppa og dali en hún endar mjög vel.“ Hann ákvað að gera myndina eftir að hinn glæsilegi árangur í Kína var í höfn. Vann hann myndina í samvinnu við RÚV, ÍSÍ og HSÍ. „Tilgangurinn með myndinni er fyrst og fremst að kynn- ast strákunum og hvernig þeir upp- lifðu þetta. Við tökum viðtöl við alla strákana og starfsfólkið í kringum þá sem heldur þeim gangandi. Þetta er skemmtileg mynd og jákvæð, sem er ekki vanþörf á í dag.“ Valgeir Guðjónsson, höfund- ur handboltaslagarans Við gerum okkar besta, samdi alla tónlistina í myndinni. - fb B-meistarar hitta silfurdrengi SILFURDRENGIRNIR Kristján Arason verður væntanlega viðstaddur forsýn- ingu á Gott silfur gulli betra. „Mér fannst þessar greinar í bæði Portfolio og Van- ity Fair algjörlega út í hött og ákvað að svara þeim,“ segir Jonas Moody, bandarískur blaðamaður sem búsettur er á Íslandi. Jonas sendir hinum virta Michael Lewis tóninn í grein sem birtist í New York Magazine fyrir skömmu og telur upp átta vitleysur sem Lewis skrif- ar sem staðreyndir í grein sinni fyrir Vanity Fair. Grein Lewis vakti mikla athygli þegar hún kom út fyrr í þessum mánuði og mörgum þótti blaða- maðurinn skauta nokkuð létt yfir svellið. „Þessum Lewis virðist eitthvað uppsigað við íslenska karl- menn, hann lendir í einhverjum leiðindum í flug- vélinni á leiðinni hingað og endar á því að vera kvikindislegur í garð þeirra og kennir þeim alfarið um kreppuna,“ segir Moody sem sjálfur er giftur íslenskum manni. Lewis gangi jafnvel svo langt að segja íslenska karlmenn óaðlaðandi í augum kven- kynsins og það sé meðal annars ein af ástæðum kreppunnar. Moody telur upp átta atriði í grein Lewis sem hann segir að ekki eigi við rök að styðjast. Þannig séu bílasprengjur og skíðlogandi Range Roverar ekki daglegt brauð í Reykjavík, Íslendingar séu ekki úrkynjaðasta þjóð heims heldur hafi einfaldlega haldið vel utan um ætterni sitt og að ekki sé til álfa- ráð á vegum ríkisstjórnarinnar. „Ekki nema Lewis haldi að við förum með Hogwart-hraðlestinni í vinn- una á morgnana,“ skrifar Moody. Og töluvert af athugasemdum hafa birst við grein Moodys á vef New York Magazine. Einum Íslendingnum sárnaði töluvert þegar hann las grein Lewis í Vanity Fair. „Ég hef aldrei orðið eins móðg- aður og þegar ég sá blaðið,” segir viðkomandi. Annar bætir því við að hann hafi ekki trúað sínum eigin augum þegar hann sá Lewis lýsa Íslendingum sem einsleitum. „Ég hef komið til Reykjavíkur og þar eru ljóshærðar, fallegar konur á hverju strái, mér leið eins og ég væri í Stokkhólmi.“ Bandaríkja- maður blandar sér í umræðuna og segir að ef banda- ríska þjóðin væri alltaf að leiðrétta alla vit leysuna sem skrifuð er um hana hefði hún fátt annað að gera en að skrifa greinar eins og Moody. - fgg Íslandsgrein Vanity Fair út í hött ÓSÁTTUR Jonas Moody er ósáttur við grein Michaels Lewis í Vanity Fair og sendir honum tóninn í grein sem birtist í New York Magazine. Auður Tinna Aðalbjarnar- dóttir hefur vakið eftirtekt í liði MH í Gettu betur. Hún er eina stúlkan sem eftir er í keppninni og gæti orðið sú fyrsta frá upphafi til að vera í sigurliði. „Þetta er alveg ótrúlega skemmti- legt. Ég held að fólk geri sér bara ekki grein fyrir því hvað þetta er skemmtilegt,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, liðsmaður Gettu betur-liðs MH sem keppir í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna á laugardag- inn. MH dróst á móti grönnum sínum í Verslunarskóla Íslands og má fastlega búast við hörðum slag í sjónvarpssal. Stífar æfing- ar standa nú yfir og Auður viður- kennir að þátttaka í Gettu betur sé svolítið tímafrek. „Ef maður ætlar að æfa sig vel fyrir keppnina, já, þá er hún það. Annars fer mestur tíminn í að lesa sér til fróðleiks en ekki æfingarnar sjálfar.“ Mikla athygli vakti í átta liða úrslitunum að MH-ingar mættu í sjónvarpssal klæddir í efnafræði- sloppa. Auður segir að næsti bún- ingur verði kannski ekki alveg jafn einsleitur en þau hafi þó sam- ráð um flíkurnar. Auður er eina stelpan sem eftir er í keppninni og ef lið MH fer alla leið getur hún orðið fyrsta konan í sögu spurningakeppninnar sem fer með sigur af hólmi. „Ég hef alltaf litið upp til MH hvað þetta varð- ar því undanfarin tólf ár hefur alltaf verið stelpa í liðinu þeirra nema í fyrra,“ segir Auður. Auk þess er hún eini fyrsta árs nem- inn í liðunum fjórum en hún seg- ist ekki vera neitt sérstaklega stressuð þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta venst. Ég var smá stressuð fyrst en svo rjátlast þetta bara af manni.“ Þrátt fyrir reynsluleysi á framhaldsskólastigi ætti Auður að koma með dýrmæta sigurhefð frá spurningakeppni grunnskólanna enda var hún í sigurliði Hagaskóla í þeirri keppni á síðasta ári. Auður segist hafa horft á Gettu betur frá barnsaldri og hún hafi alltaf haft gaman af því að leggja fánýtan fróðleik á minnið. „Mamma sagði stundum við mig að ég ætti örugglega eftir að enda í Gettu betur en ég trúði því aldrei. Það var ekki fyrr en í 10. bekk að ég sá að þetta gæti verið raunhæf- ur möguleiki.“ Auður fór í gegnum árleg inntökupróf sem haldin eru á haustin í MH en sex efstu eru síðan metnir inn í liðið. Auður vill hins vegar ekki gefa upp hvert sé henn- ar sérsvið, fólk ætti hins vegar að koma auga á það þegar það horfir á þáttinn. freyrgigja@frettabladid.is Undrabarnið í Gettu betur HORFÐI ALLTAF Á GETTU BETUR Auður Tinna segist hafa horft á Gettu betur frá unga aldri og mamma hennar hafi spáð því að hún myndi örugglega sóma sér vel í þeirri keppni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > MÁ EKKI GIFTA SIG Foreldrar Kelly Osbourne hafa bannað henni að giftast unnusta sínum, Luke Worrall, næstu fimm árin. Kelly er nýkomin úr þriðju meðferð sinni við áfengis- og eiturlyfjafíkn og þarf að taka sig saman í andlitinu að mati for- eldranna. „Hvorugt þeirra er til- búið í hjónaband,“ segir Sharon Osbourne og bóndi hennar, rokkarinn Ozzy, er innilega sam- mála. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.