Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 10
10 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Minnisblað sem Davíð Oddsson, þáverandi formað- ur bankaráðs Seðlabankans, rit- aði eftir símtal við Geir H. Haar- de, þáverandi forsætisráðherra, síðastliðið sumar er persónulegt minnisblað Davíðs. Seðlabankinn hefur á þeim forsendum neitað Fréttablaðinu um afrit af því. Davíð upplýsti í Kastljósi Sjón- varpsins 24. febrúar að hann hefði fundið minnisblaðið við tiltekt á skrifborði sínu. Það hafi hann ritað eftir símtal í júní 2008, þar sem hann hafi varað þáverandi forsætisráðherra við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins. Geir H. Haarde hefur sagt að hann muni ekki eftir því sam- tali sem Davíð vísaði í. Hafi slíkt samtal átt sér stað hafi það í það minnsta ekki verið formlegt sam- tal þar sem stefna Seðlabankans hafi verið látin í ljós. Fréttablaðið óskaði eftir afriti af minnisblaðinu 25. febrúar. Seðlabankinn hefur nú svarað erindinu og hafnað því að afhenda afrit af minnisblaðinu. Í svari Seðlabankans segir: „Þar sem hér er um persónulegt minnisblað formanns banka- stjórnar að ræða, sem er í vörslu hans sjálfs, er ekki unnt að verða við beiðni yðar um afhendingu þess.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðing- ur um opinbera stjórnsýslu, segir flókið að meta hvort umrætt minnisblað eigi að teljast per- sónuleg eign starfsmannsins eða eign Seðlabankans. „Fólk hripar ýmislegt hjá sér í vinnunni, en það sem mér finnst orka meira tvímælis er að minn- ast á þetta í viðtalinu. Ef þetta var bara til minnis fyrir hann persónulega hefur þetta auðvit- að ekkert gildi,“ segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að hafi skjalið ekki verið vistað formlega hjá bankanum sé ekkert sem sanni að minnisblaðið hafi verið skrifað á þeim tíma sem haldið hafi verið fram. Þá hafi það enga þýðingu og sanni hvorki eitt né neitt. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af upptöku af símtalinu. Í svari Seðlabankans segir að ein- ungis símtöl alþjóða- og mark- aðssviðs bankans séu hljóðrituð. Tilgangurinn sé að eiga upptökur af viðskiptum ef ósætti komi upp. Símtöl úr síma formanns banka- stjórnar séu ekki hljóðrituð. Fréttablaðið hefur kært synj- un Seðlabankans á ósk um afrit af minnisblaðinu til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. brjann@frettabladid.is Minnisblað Davíðs er persónulegt gagn Minnisblað fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans um símtal hans við þáverandi forsætisráðherra er persónulegt minnisblað og ekki í vörslu bankans. Orkar tvímælis að minnast á slíkt óformlegt plagg í viðtali, segir sérfræðingur. VIÐTAL Davíð Oddsson sagðist hafa varað Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, við yfirvofandi bankahruni í símtali í júní 2008. Geir hefur ekki kannast við slíkt samtal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN URRRR Kasper, þriggja mánaða gamall hvítur ljónsungi, bítur í hárið á Nödju Radovic, gæslumanni sínum, í dýra- garðinum í Belgrad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Framfaraflokkurinn í Noregi mælist nú stærsti stjórn- málaflokkur landsins, með 30,9 prósenta fylgi. Verkamanna- flokkurinn tapar hins vegar fylgi; hann fengi 28,4 prósent ef kosið yrði nú, samkvæmt könnun Opin- ion fyrir fréttastofuna ANB. Samkvæmt könnuninni fengju hægriflokkarnir 96 þingmenn, 14 fleiri en í síðustu kosningum. Þó er fylgisaukning Framfaraflokks að nokkru á kostnað Hægriflokks- ins, sem tapar 3,5 prósentum og mælist nú með 13,2 prósent. Vinstrisósíalistar í flokki Kristinar Halvorsen fjármála- ráðherra, SV, tapa einnig fylgi og mælast nú aðeins með 6,1 prósent samkvæmt könnun Sentio fyrir Dagens Næringsliv. - aa Stjórnmál í Noregi: Framfaraflokk- urinn stærstur SIV JENSEN Leiðtogi Framfaraflokksins en flokkurinn mælist stærstur í Noregi. Bæjarráð Voga ætlar að endurskoða ákvörðun bæjarstjóra um að taka alla yfirvinnu af starfsmanni í félagsþjón- ustu bæjarins enda sé hún ekki í samræmi við samþykkt bæjarráðsins sem veitti bæjarstjóranum heimild til að ræða við bæjarstarfsmenn um fimm til tíu prósenta lækkkun á yfirvinnu. KJARAMÁL Starfsskerðing endurskoðuð FJÖLMIÐLAR Ísafoldarprentsmiðja og 365 miðlar hafa endurnýjað samning um prentun Frétta- blaðsins. Samningurinn gildir til næstu tíu ára. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir samninginn gerðan í framhaldi af því að Samkeppnis- eftirlitið hafnaði samningi 365 og Árvakurs um kaup Árvakurs á Fréttablaðinu og Pósthúsinu, dreififyrirtæki þess. „Mér þykir súrt í brotið að þetta hafi endað þannig og er enn áhugasamur um að finna fleti til að fá náð yfir- valda fyrir samstarfi á dreifingu og jafnvel prentun. Ef uppruna- legi samningurinn hefði fengið að standa hefði ekki komið til þess að ríkisbankar væru að afskrifa um þrjá milljarða hjá Árvakri, eins og komið hefur fram í frétt- um. Það er tjón sem stjórnvöld ákveða að skattgreiðendur taki á sig,“ segir Ari Edwald. - kg Fréttablaðið og Ísafold: Nýr samningur til tíu ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.