Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 10

Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 10
10 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Minnisblað sem Davíð Oddsson, þáverandi formað- ur bankaráðs Seðlabankans, rit- aði eftir símtal við Geir H. Haar- de, þáverandi forsætisráðherra, síðastliðið sumar er persónulegt minnisblað Davíðs. Seðlabankinn hefur á þeim forsendum neitað Fréttablaðinu um afrit af því. Davíð upplýsti í Kastljósi Sjón- varpsins 24. febrúar að hann hefði fundið minnisblaðið við tiltekt á skrifborði sínu. Það hafi hann ritað eftir símtal í júní 2008, þar sem hann hafi varað þáverandi forsætisráðherra við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins. Geir H. Haarde hefur sagt að hann muni ekki eftir því sam- tali sem Davíð vísaði í. Hafi slíkt samtal átt sér stað hafi það í það minnsta ekki verið formlegt sam- tal þar sem stefna Seðlabankans hafi verið látin í ljós. Fréttablaðið óskaði eftir afriti af minnisblaðinu 25. febrúar. Seðlabankinn hefur nú svarað erindinu og hafnað því að afhenda afrit af minnisblaðinu. Í svari Seðlabankans segir: „Þar sem hér er um persónulegt minnisblað formanns banka- stjórnar að ræða, sem er í vörslu hans sjálfs, er ekki unnt að verða við beiðni yðar um afhendingu þess.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðing- ur um opinbera stjórnsýslu, segir flókið að meta hvort umrætt minnisblað eigi að teljast per- sónuleg eign starfsmannsins eða eign Seðlabankans. „Fólk hripar ýmislegt hjá sér í vinnunni, en það sem mér finnst orka meira tvímælis er að minn- ast á þetta í viðtalinu. Ef þetta var bara til minnis fyrir hann persónulega hefur þetta auðvit- að ekkert gildi,“ segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að hafi skjalið ekki verið vistað formlega hjá bankanum sé ekkert sem sanni að minnisblaðið hafi verið skrifað á þeim tíma sem haldið hafi verið fram. Þá hafi það enga þýðingu og sanni hvorki eitt né neitt. Fréttablaðið óskaði einnig eftir afriti af upptöku af símtalinu. Í svari Seðlabankans segir að ein- ungis símtöl alþjóða- og mark- aðssviðs bankans séu hljóðrituð. Tilgangurinn sé að eiga upptökur af viðskiptum ef ósætti komi upp. Símtöl úr síma formanns banka- stjórnar séu ekki hljóðrituð. Fréttablaðið hefur kært synj- un Seðlabankans á ósk um afrit af minnisblaðinu til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. brjann@frettabladid.is Minnisblað Davíðs er persónulegt gagn Minnisblað fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans um símtal hans við þáverandi forsætisráðherra er persónulegt minnisblað og ekki í vörslu bankans. Orkar tvímælis að minnast á slíkt óformlegt plagg í viðtali, segir sérfræðingur. VIÐTAL Davíð Oddsson sagðist hafa varað Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, við yfirvofandi bankahruni í símtali í júní 2008. Geir hefur ekki kannast við slíkt samtal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN URRRR Kasper, þriggja mánaða gamall hvítur ljónsungi, bítur í hárið á Nödju Radovic, gæslumanni sínum, í dýra- garðinum í Belgrad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Framfaraflokkurinn í Noregi mælist nú stærsti stjórn- málaflokkur landsins, með 30,9 prósenta fylgi. Verkamanna- flokkurinn tapar hins vegar fylgi; hann fengi 28,4 prósent ef kosið yrði nú, samkvæmt könnun Opin- ion fyrir fréttastofuna ANB. Samkvæmt könnuninni fengju hægriflokkarnir 96 þingmenn, 14 fleiri en í síðustu kosningum. Þó er fylgisaukning Framfaraflokks að nokkru á kostnað Hægriflokks- ins, sem tapar 3,5 prósentum og mælist nú með 13,2 prósent. Vinstrisósíalistar í flokki Kristinar Halvorsen fjármála- ráðherra, SV, tapa einnig fylgi og mælast nú aðeins með 6,1 prósent samkvæmt könnun Sentio fyrir Dagens Næringsliv. - aa Stjórnmál í Noregi: Framfaraflokk- urinn stærstur SIV JENSEN Leiðtogi Framfaraflokksins en flokkurinn mælist stærstur í Noregi. Bæjarráð Voga ætlar að endurskoða ákvörðun bæjarstjóra um að taka alla yfirvinnu af starfsmanni í félagsþjón- ustu bæjarins enda sé hún ekki í samræmi við samþykkt bæjarráðsins sem veitti bæjarstjóranum heimild til að ræða við bæjarstarfsmenn um fimm til tíu prósenta lækkkun á yfirvinnu. KJARAMÁL Starfsskerðing endurskoðuð FJÖLMIÐLAR Ísafoldarprentsmiðja og 365 miðlar hafa endurnýjað samning um prentun Frétta- blaðsins. Samningurinn gildir til næstu tíu ára. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir samninginn gerðan í framhaldi af því að Samkeppnis- eftirlitið hafnaði samningi 365 og Árvakurs um kaup Árvakurs á Fréttablaðinu og Pósthúsinu, dreififyrirtæki þess. „Mér þykir súrt í brotið að þetta hafi endað þannig og er enn áhugasamur um að finna fleti til að fá náð yfir- valda fyrir samstarfi á dreifingu og jafnvel prentun. Ef uppruna- legi samningurinn hefði fengið að standa hefði ekki komið til þess að ríkisbankar væru að afskrifa um þrjá milljarða hjá Árvakri, eins og komið hefur fram í frétt- um. Það er tjón sem stjórnvöld ákveða að skattgreiðendur taki á sig,“ segir Ari Edwald. - kg Fréttablaðið og Ísafold: Nýr samningur til tíu ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.