Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 20
20 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 56 Velta: 201 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 234 +4,25% 605 +5,12% MESTA HÆKKUN ATLANTIC 12,77% ÖSSUR +9,55% FØROYA BANKI +2,75% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -0,69% MAREL -0,65% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 265,00 +12,77% ... Bakkavör 1,44 -0,69% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 112,00 +2,75% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 46,10 -0,65% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 80,30 +9,55% Nær öllu starfsfólki Straums var sagt upp eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur veitti fjárfestingabankanum heimild til greiðslustöðvunar í gær. Tilgangur greiðslustöðvunarinnar er að koma nýrri skipan á fjármál félags- ins og gera það rekstrarhæft á ný í sam- vinnu við lánardrottna. Heimildin gild- ir til 11. júní næstkomandi en hana má framlenga að gefnu samþykki kröfu- hafa. Um 300 manns störfuðu hjá Straumi áður en heimildin lá fyrir. Þar af voru um 110 hérlendis. Þrjátíu og átta starfs- menn Straums hér hættu strax í gær en tilkynnt var að nær allir hætti á næstu þremur mánuðum. Þá var 41 starfsmanni sagt upp í Bretlandi og Danmörku. Ein og hálf vika er síðan skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lykla- völdin í bankanum en stjórn bankans hafði í bígerð að óska eftir heimild til greiðslustöðvunar. William Fall for- stjóri sagði starfi sínu upp í kjölfarið og hefur Óttar Pálsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri lögfræðisviðs Straums, tekið við því. Flestar eignir Straums eru í söluferli. Sumar hafa þegar verið seldar en lík- legt er að aðrar verði seldar fljótlega. Á meðal þeirra eru dönsku verslanirnar Illum og Magasin du Nord, sem Straum- ur fékk úr búi Baugs auk breska verð- bréfamiðlarans Teathers og franska flugfélagsins XL Holdings. - jab STJÓRNARFORMAÐURINN Straumur fékk heimild til greiðslustöðvunar í gær. Nær öllu starfsfólki var sagt upp í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nær öllum sagt upp hjá Straumi „Fullyrða má að þessi breyting muni létta mörgum fyrirtækjunum lífið,“ segja Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um lagabreytingar sem leiða til þess að gjalddagar virðisaukaskatts vegna innflutnings og vörugjalda breytast. „Þá skiptir verulegu máli að gjalddögum er breytt og verður því ekki um neinar vaxtagreiðslur að ræða eins og upphaflega stóð til,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Gjalddögum virðisaukaskatts vegna hvers uppgjörstímabils er dreift á þrjá daga og gjalddögum vörugjaldsins skipt í tvennt. „Ekki tókst að ná fram breytingu á gjald- dögum virðisaukaskatts vegna inn- anlandssölu og er það miður. Engu að síður verður að fagna þessari lagasetningu sérstaklega,“ segja talsmenn SVÞ og telja stjórnvöld koma þarna til móts við atvinnu- lífið með myndarlegum hætti. - óká Greiðsluað- lögun léttir lífið Breski einkaframtakssjóðurinn Montagu og fleiri til hafa átt í viðræðum við William Dem- ant Invest, Eyri Invest og stjórnendur Össur- ar um kaup á hlutabréfum þeirra í stoðtækja- framleiðandanum. Þá mun Össur Kristinssyni, stofnanda fyrirtækisins, hafa fengið tilboð í hluti sína. Hann á 8,4 prósenta hlut í gegnum Mallard Holding. Eftir því sem næst verður komist er tilboð- ið gert með vitund og vilja stærsta hluthafa félagsins. William Demans Invest á 34 prósenta hlut í Össuri en Eyrir Invest tæpan fimmtung. Gengju kaupin eftir yrði kaupandi að gera öðrum hlut- höfum boð um yfirtöku. Viðskipti með hlutabréf Össurar voru stöðv- uð í gær eftir að fréttaveitan AMX greindi frá viðræðunum. Þar sagði að tilboðið hljóðaði upp á einn Bandaríkjadal á hlut. Gengi bréfa Össurar stóð í 73,3 krónum á hlut í byrjun dags. Það jafn- gildir 63 sentum. Á sama tíma í fyrra var verðið um einn dalur á hlut. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um tæp tíu prósent í fjórtán viðskipt- um í gær. Öll viðskipti voru á söluhliðina. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar í gær. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, vildi ekki tjá sig. Bæði stjórn Össurar og Eyris sendu tilkynningu frá sér í gær vegna málsins. Í tilkynningu stjórnar Öss- urar sagði að engar ásættan- legar tillögur hefðu borist og ætti hún ekki von á viðskipt- um á þeim nótum sem nefnd hefðu verið. Í tilkynningu Eyris sagði að fyrirtækið hefði hafn- að tilboðunum enda endurspegluðu þau ekki virðisaukninguna fram undan. Eyrir Invest hefur verið meðal stærstu hlut- hafa Össurar síðastliðin fimm ár. Fjárfesting- arfélagið hefur mikla reynslu af yfirtökum en stjórnendur tóku sér tvö ár í kaup á hollensku iðnsamsteypunni Stork sem gekk í gegn í fyrra. jonab@markadurinn.is Bretar reyna yfirtöku á Össuri Erlendir fjárfestar hafa mikinn áhuga á Össuri. Hlutabréfaverðið er hagstætt í dölum eftir fall krónunnar. HAGKVÆMUR KOSTUR Stoðtækjafyrirtækið Össur finnur minna fyrir efnhagsástandinu en sambærileg félög nú um stundir. Kennitölur fyrirtækisins hafa þó lækkað hlutfallslega meira en sambærileg fyrirtæki og eru þær nú afar hagstæðar, samkvæmt spá IFS Greiningar. IFS gerir ráð fyrir nokkuð minni vexti hjá Össuri en almennt er spáð en miðgildi saman- burðarfélaga er 3,4 prósent á þessu ári. Gert er ráð fyrir að sala Össurar aukist um 2,8 prósent á þessu ári og skili félaginu hagnaði upp á 26,7 milljónir dala samanborið við 28,5 milljónir í fyrra. Hagur félagsins mun batna talsvert eftir það, að mati IFS. JÓN SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.