Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 58
38 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið lengi á hlið- arlínunni sökum erfiðra axlarmeiðsla. Það er loksins að birta til hjá hörkutólinu og hann byrjaði að æfa með félögum sínum í Flensburg í síðustu viku. Reyndar má hann ekki fara í neinar snertingar enn sem komið er enda tekur Flensburg ekki neina áhættu með öxlina á honum. Alexander fór í aðgerð á hægri öxlinni nú í nóvem- ber og getur því kastað þar sem hann er örvhentur. Hann hafði lengi verið að hlaupa einn áður en hann fékk að koma á æfingar og hann neitar því ekki að vera fullur óþreyju yfir að komast almennilega af stað. „Þetta er búinn að vera frekar erfiður tími. Fyrstu tveir mánuðirnir voru alveg hræðilegir. Ég gat ekki hreyft hendina, svaf ekki neitt og var bara ónýtur,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í gær en hann hitti lækni í gærkvöldi og var að vonast eftir að fá grænt ljós á að geta farið að æfa almennilega í næstu viku. „Ég fór svona smám saman að sjá ljós við enda gangsins. Öxlin fór að styrkjast og ég gat farið að hreyfa mig. Hún er samt enn mjög veik og ég þarf að passa hana. Það er raunhæft að segja að ég geti farið að spila á ný í byrjun maí,“ sagði Alexander sem gengur oft undir nafninu vélmennið enda vílar hann ekki fyrir sér að spila meiddur. Hann spilaði til að mynda kjálkabrotinn eitt sinn með landsliðinu. „Ég er að vonast til þess að geta spilað með lands- liðinu í sumar. Ég sá leikinn við Makedóníu heima og samgladdist strákunum sem stóðu sig frábærlega. Ég var allur á iði í sófanum og hreyfði hendurnar með sama hvort liðið var í vörn eða sókn. Ég var á staðnum en samt ekki. Þessi úrslit eru mögnuð og sýnir hvað við erum með frábæran þjálfara,“ sagði Alexander kátur. Alexander og unnusta hans, Eivor Pála Blöndal, eiga von á barni eftir þrjár vikur, öðrum syni. „Ég er að safna slagsmálahundum í íslenska landsliðið,“ sagði Alex og hló létt. „Það verður nóg að gera hjá okkur næstu mánuði sem ALEXANDER PETERSSON: SÉR FRAM Á BJARTARI TÍMA MEÐ BETRI HEILSU OG ÖÐRU BARNI Get vonandi spilað með landsliðinu í sumar Skiptum um bremsuklossa strax í dag hjá Max1. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel. Og ódýrt einnig. Eru bremsurnar búnar? Fáðu fast verð hjá Max1 í dag Skoðaðu verðdæmin hér að neðan. Komdu við hjá Max1 í dag og fáðu þér kaffi. Max1 verðdæmi – bremsuklossaskipti að framan: Toyota Yaris 1,3 Árg. 2002–2007 Varahlutir og vinna: 13.013 kr. Nissan Almera 1,4 Árg. 1995–2007 Varahlutir og vinna: 12.685 kr. VW Golf V Plus 1,4 16v Árg. 2005–2007 Varahlutir og vinna: 14.541 kr. Honda Civic HB 1,6 16v Árg. 1991–1995 Varahlutir og vinna: 14.472 kr. Ford Focus 1,6 Árg. 1999–2004 Varahlutir og vinna: 14.536 kr. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt, vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Iceland Express-deild karla Snæfell - Stjarnan 73-71 Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Þorvaldsson 17 (9 fráköst), Hlynur Bæringsson 14 (12 fráköst), Lucious Wagner 10 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Magni Hafsteinsson 6, Slobodan Subasic 4, Atli Hreinsson 2. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 16, Justin Shouse 16 (8 stoðsendingar), Ólafur Sigurðsson 13, Fannar Freyr Helgason 11 (10 fráköst), Guðjón Lárusson 8, Kjartan Atli Kjartansson 7. NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 22. mars: KR - Keflavík Mánudagur 23. mars: Grindavík - Snæfell UEFA-bikarkeppnin: Metalist Kharkov - Dynamo Kiev 3-2 Dynamo Kiev komst áfram á útivallarmörkum. Shakhtar Donetsk - CSKA Moskva 2-0 Shakhtar Donetsk vann samanlagt, 2-1. Zenit St. Pétursborg - Udinese 1-0 Udinese vann samanlagt, 2-1. Galatasaray - Hamburger SV 2-3 Hamburger SV vann samanlagt, 4-3. Tveimur leikjum var ólokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. ÚRSLIT > Björgólfur búinn að semja Björgólfur Takefusa hefur gengið frá samningi við KR sem gildir til loka næstu leiktíðar. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, í samtali við Fréttablaðið. Björgólfur var efins um hvort hann ætlaði að halda áfram í knattspyrnu eftir að síðasta tíma- bili lauk en eins og hann sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrir nokkru vaknaði áhuginn á ný nú á vormánuðunum. sport@frettabladid.is HANDBOLTI Íslenska handbolta- landsliðið kom til landsins skömmu fyrir kvöldmatarleytið í gær eftir langt og strangt ferða- lag frá Makedóníu. Það hófst með því að þeir fóru frá hótelinu í Skopje klukkan þrjú um nóttina, flugu til Búdapest og þaðan til Frankfurt og loks heim. „Þetta var 15-16 tíma ferðalag,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „Og við náðum auðvitað ekkert að sofa. Við misstum einfaldlega úr eina nótt. Við erum því nokkuð þreyttir.“ - esá Landsliðsmenn komnir heim: Sváfu ekkert ÞJÁLFARINN Á æfingu með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJORIVIC HANDBOLTI Það er nú ljóst að Arnór Atlason verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Eist- landi á sunnudaginn. Arnór meiddist á læri á æfingu lands- liðsins á mánudaginn og er einnig meiddur á hné. „Ég fer til læknis í fyrramálið (í dag) og gæti jafnvel komið til greina að fara í speglunaraðgerð á hnénu. Hnéð er bólgið þó svo að ég hafi fengið bólgueyðandi sprautu fyrir nokkrum vikum. Það þýðir að eitthvað er að þó svo að ekkert óeðlilegt hafi sést í myndatökum,“ sagði Arnór. Meiðslin á lærinu gera það að verkum að hann verður frá næstu 2-3 vikurnar. - esá Arnór Atlason meiddur: Ekki með gegn Eistlandi KÖRFUBOLTI Óvíst er hvort Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, getur spilað með sínum mönnum í undanúrslitum úrslitakeppni Ice- land Express-deildar karla. Bradford féll í yfirlið eftir að hafa fengið sprautu í hnéð vegna meiðsla. Hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að hann rotaðist og sauma þurfti tólf spor í andlit hans. Friðrik Ragnarsson, þjálf- ari Grindavíkur, sagði í samtali við Frétta- blaðið að talið sé að blóðþrýsting- u r Brad fords hafi hríðfall ið með fyrrgreindum afleiðingum. „Hann skall bara með andlitið á undan sér á flísarnar. Ég var með hann í fanginu með opin augun og hann fékk krampakast í kjölfar- ið. Ég vissi ekki hvort maðurinn væri að fá hjartaáfall eða hvað. Hann fékk stóran skurð á hökuna og það blæddi úr eyrunum á honum, svo ég var mjög smeykur,“ sagði Friðrik. Bradford gisti á spítala í fyrrinótt og er líðan hans góð eftir atvikum. „Ég er að gera mér vonir um að hann spili með okkur á manudaginn. Hann er merkilega brattur þrátt fyrir allt.“ - esá, bb Nick Bradford, Grindavík, tæpur fyrir úrslitakeppnina: Rotaðist og þurfti tólf spor í andlitið KÖRFUBOLTI Snæfellingum tókst loksins að vinna leik þegar tíma- bilið var undir þegar þeir unnu 73-71 sigur á Stjörnunni í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Snæfell hafði tapað fjórum slíkum leikjum í röð fyrir leikinn í gær og um tíma í lokin var eins og félagið ætlaði að kasta frá sér leiknum. Snæfellsliðið var með frum- kvæðið allan leikinn en baráttu- glaðir Stjörnumenn gáfust aldrei upp og Hólmurum ætlaði síðan aldrei að takast að landa sigrinum á lokasekúndunum sem drógust á langinn. „Þessi leikur var alveg stór- merkilegur og þessi endir var alveg fáránlegur. Fyrst náðu þeir að plata dómarana til þess að láta mig taka vítin. Það var gott trix hjá þeim því ég var ekki búinn að hitta mikið af þeim undanfarið. Þá byrjaði ein- hver atburðarrás þar sem alltaf var verið að stoppa og bæta við tímann. Þetta ætlaði ekki að klárast,“ sagði Hlynur Bæringsson, annar þjálfara Snæfells, eftir leikinn. „Ég var kannski ekki nógu stressaður fyrir leikinn því mér er alveg sama þótt við hefðum dottið út á móti Stjörnunni. Ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við ekkert átt í Grindavík að gera. Takmarkið hjá mér er bara að vinna titilinn og tímabilið hjá mér er ekk- ert betra sama hvort ég fer í úrslit eða undanúrslit,“ sagði Hlynur Bæringsson sem sér alltaf hlutina á sinn einstaka hátt. Snæfell mætir Grindavík í undanúrslitunum. Stjörnumenn voru með frum- kvæðið framan af leik og voru 14- 12 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Snæfellsliðið náði þá góðum og löngum spretti. Stjörnuliðið skor- aði bara þrjú stig á átta mínútum og á meðan breyttu Hólmarar stöð- unni úr 12-14 í 30-17. Snæfell var ellefu stigum yfir í hálfeik, 38-27. Stjörnumenn komu grimmir inn í seinni hálfleikinn, fóru að hitta betur og komu sér inn í leikinn. Það virtist þó vera sem mis- tök Justins Shouse 1 mínútu og 55 sekúndum fyrir leikslok væru að kosta Garðbæinga leikinn. Justin lét Hlyn stela af sér boltanum og fékk síðan á sig óíþróttamanns- lega villu. Jón Ólafur Jónsson setti bæði vítin niður og Snæfell var komið með 7 stiga forskot, 70- 63, og boltann. Slobodan Subasic gekk þá eiginlega í lið með Stjörnumönn- um með því að stoppa klukkuna, braut þrisvar af sér í röð og endaði á að brjóta á Fannari Frey Helga- syni í þriggja stiga skoti og áður en heimamenn vissu af voru Stjörnu- menn komnir með möguleika á að senda þá í sumarfrí. Sóknarleikur Snæfells í seinni hálfleik var hægur og vandræða- legur og Hlynur gerir sér grein fyrir að þar þarf liðið að bæta sig. „Við vorum svolítið í basli með sóknarleikinn í þessari seríu. Við þurfum að finna einhver svör til þess að fá betra flæði í þetta. Við þurfum kannski að hringja í Geof [Kotila, fyrrum þjálfara Snæfells] til að fá svörin við þessu því við erum að láta hanka okkur á smá- atriðum sem eru að frysta sókn- arleikinn hjá okkur,” sagði Hlyn- ur. Hann viðurkenndi að þeim hefði gengið hræðilega að dekka sinn gamla félaga Justin Shouse sem kom nánast að öllum körfum Stjörnuliðsins í seríunni. „Það er alltaf erfitt að tapa síð- asta leiknum en það gerðust marg- ir góðir hlutir hjá liðinu í vetur. Vonandi fara þeir sem lengst í úrslitakeppninni og láta okkur líta betur út,“ sagði Justin eftir leik- inn Hann var skiljanlega svekkt- ur eins og þjálfarinn því það mun- aði svo litlu hjá þeim í lokin en það var líka auðvelt fyrir þá að vera ánægðir með tímabilið. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum. Andrúmsloftið var mjög dauft þegar ég kom í desem- ber en núna er þetta árið sem þessi strákar muna eftir allavega er það svoleiðis fyrir mig. Ég er ofboðs- lega sáttur með veturinn. Það vantar ekki mikið í þetta lið til þess að það komist í fremstu röð,“ sagði Teitur Örkygsson, þjálfari Stjörnunnar. ooj@frettabladid.is SIGURÐUR ÞORVALDSSON Skoraði sautján stig fyrir Snæfell í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við þurfum kannski að hringja í Geof Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deildar karla á móti Grindavík eftir 73-71 sigur í spennandi oddaleik á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Hólminum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.