Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 22
22 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ V ið verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfest- ingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Skömmu eftir hrun- ið höfðu forráðamenn lífeyrissjóða stór orð um að flytja fjárfest- ingar sínar úti í löndum til Íslands. Með fallandi mörkuðum um allan heim má gera því skóna að þar hafi stefna þeirra líka laskast. Innanlands hafa þeir ekki sætt mikilli gagnrýni enda eru lífeyris- sjóðir landsmanna illu heilli lokaðar stofnanir, hafa um langt skeið verið í höndum þröngs hóps miðaldra karlmanna, og sjóðfélagar hafa ekki haft nema takmarkaðan aðgang að gerðum þeirra. Þeir eru nánast eins og ríki í ríkinu. Lífeyrissjóðirnir eru of margir, rekstrarkostnaður þeirra of hár. Laun þar hafa verið fjarri öllum sæmandi mörkum og þótt stjórn- endur þeirra hafi sætt launalækkunum er það ekki nóg. Útlána- stefna þeirra til lífeyrissjóðsfélaga hefur sætt málefnalegri gagn- rýni en lítið hefur farið fyrir vörnum eða svörum. Það ber því allt að sama brunni: kerfið verður að skoða og stokka það upp á nýtt. Stjórnir lífeyrissjóða eru í flestum tilvikum skipaðar fulltrúum launþega, sjóðsfélaganna, og atvinnurekenda sem hafa heimtað þar sæti sitt í ljósi þess að launagreiðendur eiga samningsbundna skyldu um greiðslur fyrir launþega í sjóðina. Það er óskynsamlegt vald og lyktar af forræðishyggju atvinnurekenda fyrir hinum raun- verulegu eigendum sjóðanna: Vinnandi menn – almúginn – hefur ekki vit á peningum: „Við“ – atvinnurekendur – höfum fyrirhyggju og þekkingu á fjármálum. Sem hefur illilega sannast að er ekki raunin. Atvinnurekendur í landinu eru með skítinn upp á bak, hafa keyrt fyrirtækin í offjárfestingar, sogið þau eigin fé og veikt þau úr hófi. Breyta verður stjórnum lífeyrissjóðanna og færa allt vald yfir þeim í hendur eigenda. Atvinnurekendur geta slegist um sæti í skemmtiklúbbnum Verslunarráði. Hugsa verður fjárfestingarstefnu sjóðanna upp á nýtt nú þegar fjármagnskerfinu er þrotinn kraftur og endurfjármögnun þess á að verða með skattheimtu á almenningi, fyrst kerfið má ekki fara í gjaldþrot. Hér verður sú stefna að lúta að því að byggja upp að nýju atvinnurekstur, styrkja samgöngur sem vit er í, byggja upp innviði samfélagsins. Sjóðina verður að setja undir fáa hatta, auka gegnsæi í starfsemi þeirra og lýðræði í stjórnun, endurskoða regluverkið svo þeir megi nýtast eigendum sínum best. Fjárfestingarstefna verður að vera skýr og sjóðsfélagar að eiga greiðan aðgang að rökstuðningi og ákvörðunum á hverjum tíma sem nýjar stjórnir verða að útskýra fyrir opnum tjöldum. Skiptir þá engu þó þeir séu í samkeppni sem til þessa hefur verið lítil gagnvart sjóðsfélögum og raunar er allt gert til að hindra flutninga réttinda milli sjóða. Í eina tíð heimtuðu menn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hrunið gerir okkur skylt að taka alvarlega til endurskoðunar alla lífeyrissjóði landsmanna og koma þeim betur fyrir svo þeir geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki í okkar fjárnauma og skuldsetta samfélagi. Hver skal gæta sjóðsins? Lífeyrissjóði til eigenda sinna PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. A Af litlum neista… 20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Nýttmagalyfán lyfseðils UMRÆÐAN Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar um ríkisstjórnina Það er ekki sérlega mikið í tísku að líta björtum augum til framtíðarinnar, allt að því að maður sé litinn hornauga ef talað er um þau tækifæri sem gefast á erfiðum tímum. Þau eru nefnilega mýmörg ef rétt er á málum haldið. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Við Sjálfstæðis- menn endurmetum nú fortíðina á opinská- an og heiðarlegan hátt. Það er nauðsynlegt svo hægt verði að skapa traust bæði innan og utan flokksins. Ég held að flestir átti sig á hvað betur mátti fara. Má nefna þröngt eignarhald á bönkum við einkavæð- ingu, lítið gegnsæi, áhættusækni, eftirliti var ábóta- vant og fleira. Þetta er margrætt og verður áfram. Færri hafa viljað ræða um þær pólitísku ákvarð- anir fortíðarinnar sem þó hafa leitt til þess að við- spyrna okkar Íslendinga er meiri en ella hefði verið. Þegar hinn Svein Harald Oygard tók við embætti seðlabankastjóra þá tiltók hann þrjá þætti er gæfu tilefni til bjartsýni. Í fyrsta lagi sagði hann ríkissjóð hafa verið rekinn með afgangi fyrir hrun bankanna. Þetta er ekki sjálfgefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að farið var að greiða niður skuldir og lán ríkis- sjóðs. Voru þó ýmsir góðkunningjar sem vildu allt til þess gera að setja fjármagnið í ýmis „góð“ mál í stað niðurgreiðslu skulda. Í annan stað nefndi hinn nýi seðlabankastjóri vel menntað fólk. Ég tek undir það. Við settum okkur t.a.m. það nauðsynlega takmark að fjölga nemendum á háskólastigi og efla rannsókn- ir. Það tókst. Samspil einkarekstrar og opin- bers rekstrar í skólamálum var aukið án þess að ógna jöfnum tækifærum til náms. Það stuðlaði að aukinni skólasókn og fleiri valmöguleikum á háskólastigi en áður höfðu sést. Einnig voru settar fram auknar kröfur um gæði náms og rannsókna en slíkar kröf- ur efla samkeppnishæfni okkar á alþjóða- vísu. Þetta voru pólitískar ákvarðanir teknar undir forystu Sjálfstæðismanna. Í þriðja lagi gat hinn norski seðlabanka- stjóri Íslands þess að hér væri vinnusamt og dug- legt fólk. Það er rétt. Hér er fólk sem hefur stuðlað að uppbyggingu öflugra atvinnuvega hvort sem er á sviði rannsókna, nýsköpunar, iðnaðar, menningar, landbúnaðar, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Hér er fólk sem vill horfa fram á atvinnutækifæri og að unnið sé að því að verja þau störf sem fyrir eru í landinu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, hverjum sem um er að kenna, þá þarf nú að taka ákvarðanir, réttar ákvarðanir. Þess vegna höfum við ekki efni á hræðslu við að taka á nauðsynlegri hagræðingu í ríkisrekstri og ákvörðunum um skyn- samlega nýtingu orkuauðlinda. Svo ekki sé minnst á peningamálastefnuna. Í ljósi þróunar síðustu vikna er raunveruleg hætta á að hinar vinnufúsu hendur standi frammi fyrir þeim bráðavanda að hér er biðstofuríkisstjórn. Að hér er komin vinstri ríkisstjórn sem verður bara á gamalkunnugu rauðu ljósi. Á mæltu máli þýðir það stöðnun. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn biðstöðunnar ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Hinum megin línunnar Mismikil kæti ríkir hjá landsfundar- fulltrúum Vinstri grænna með val á fundarstað. Þykir nokkrum sem Hótel Hilton hæfi ekki róttækum grasrótar- flokki, í hverjum allt vald á að koma að neðan. Þeim sem stóðu hinum megin gula lögregluborðans þegar Nató hélt fund sinn á hótelinu fyrir skemmstu þykir enn minna koma til staðsetningarinnar. Rifja þeir upp að Vinstri græn hótuðu að sniðganga Hótel Sögu vegna fyrirhugaðrar klám- ráðstefnu og einnig kom ekki til greina að vera með kosninga- miðstöð í húsi kenndu við fjölþjóðafyrirtækið GAP. Þykir sumum hið sama eiga að gilda um Nató. Kynjuð hagstjórn Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra rær nú að því öllum árum að hér muni kynjuð hagstjórn líta dagsins ljós áður en langt um líður. Verkefnisstjórn mun hafa þann starfa að vinna að stefnumótun og undirbúningi slíkrar hag- stjórnar. Þessu hefur Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, fagnað eins og eflaust margir fleiri. En það er líka eins gott að þetta heppnist því annars verður blaðinu eflaust snúið við og úrkynjaðri hagstjórn komið á koppinn. Jóhanna í formanninn Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú ákveðið að taka slaginn eftir meðbyr mikinn sem feykt hefur henni í formannsframboð. Eftir að það varð ljóst sendi Dagur B. Egg- ertsson frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar ákvörðun Jóhönnu. Þar með rættust spádómar margra um að tími Jóhönnu kæmi einn daginn. kolbeinn@frettabladid.is, jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.