Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 13 SÝNIKENNSLA FRÁ KL. 12-15 Stöðvar um alla búð þar sem margt spennandi verður að sjá. · Saumavél Diamond - útsaumur með garni - fatnaður skreyttur · Saumavél Sapphire - hvernig á að stytta buxur á einfaldan hátt · Overlockvél 905 - hvernig á að sauma einfaldan kjól. Margar gerðir sýndar · Grand quilter - fríhendis quiltering · Þæfingarvél - hvað er hægt að búa til. Fatnaður skreyttur og saumað í ull · Saumavél 118 - leðursaumur - töskusaumur · Saumavél Exp . 3 - hvað er hægt að gera í bútasaum. · Saumavél CV - útsaumur - blúndusaumur · Útsaumsforrit 4D - hvernig á að búa til útsaumsmynstur frá grunni í tölvunni Ragnheiður Valdimarsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir sýna bútasaumsteppi. Nemendur úr fataiðnaðardeild Hönnunar- og handverksskólans verða með sýnikennslu SAUMAVÉLAHÁTÍÐ FRÁBÆR FERMINGARTILBOÐ LAUGARDAGINN 21. MARS, OPIÐ 11-16 HUSKYLOCK 905 20 stk. Áður 89.900.- Nú 74.900.- EXPRESSION 3.0 30 stk. Áður 169.900 .- Nú 129.900.- EMERALD 11 8 60 stk. Áður 54.900.- Nú 44.900.- 25% afsláttur af fylgihlutum HÖNNUN „Við munum gæða Laugaveginn lífi,“ sagði Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmda- stjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, við kynningu á HönnunarMars, hönnunardögum sem haldnir verða 26. til 29, mars næstkomandi. Innsetningar í tóm verslunarrými á Lauga- veginum eru meðal þess sem bera mun fyrir augun á dögunum. En auk þess verður hús- gagnaverslunin Kúlan, sem starfaði í Reykja- vík á sjöunda áratugnum og seldi nýstárlega hönnun, endursköpuð í Listasafni Íslands, boðið verður upp á forvitnilega fyrirlestra og Fata- hönnuðafélag Íslands opnar stórsýningu svo fátt eitt sé nefnt. Mörg hundruð hönnuðir taka þátt í hátíðinni og hefur ekki áður verið efnt til jafn umfangs- mikilla hönnunardaga á Íslandi en það er sam- eiginlegur samstarfsvettvangur íslenskra hönnuða, Hönnunarmiðstöðin, sem stendur fyrir HönnunarMars. Flestir viðburðir verða í miðbænum en fjölmarg- ir þó annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu auk þess sem hátíðin teygir sig alla leið til Hveragerðis. Aðstandendur hátíðarinn- ar vonast til þess að almenn- ingur taki virkan þátt í dagskránni og að hönnun- ardagarnir verði innspýting fyrir ferðamannaiðnaðinn hér á landi, enda er mark- miðið að þeir verði haldnir árlega. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar er að finna á síðunni www.honnunarmidstod.is. Mörg hundruð hönnuðir taka þátt í umfangsmiklum hönnunardögum: Hönnuðir ætla að gæða Laugaveginn lífi KÚLAN Húsgagnaverslunin Kúlan var opnuð í Reykjavík árið 1962 en hún hafði að markmiði að selja ódýr og nýstárleg húsgögn og listmuni. Á myndinni má sjá tán- ingahúsgögn eftir þá Magnús Pálsson og Dieter Roth sem betur eru þekktir sem myndlistarmenn. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/ANDRÉS KOLBEINSSON ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi meðal annars fyrir skjalafals og þjófnað. Konan notaði í viðskiptum sínum falsaða tékka úr stolnu tékkhefti. Þá fór hún í félagi við aðra konu í leyfisleysi inn í íbúð í Engihjalla. Þar stal hún allhárri peningaupphæð auk ýmissa verð- mætra muna og tækjabúnaðar. Enn fremur var hún dæmd fyrir að hafa í vörslu sinni tals- vert magn af góssi sem hún vissi að hafði verið stolið, þar á meðal safn bóka eftir Halldór Laxness og safn Íslendingasagna. Konan á sakaferil að baki. - jss Tæplega þrítug kona dæmd: Sex mánuðir fyrir skjalafals BOGOTA, AP Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa sleppt sextíu og níu ára gömlum Svía úr haldi eftir hátt í tveggja ára gíslingu. Erik Roland Larsson var síðasti erlendi gíslinn sem vitað var til að uppreisnarmennirnir hefðu í haldi. Enn er þó talið að 22 inn- lendir hermenn og lögreglumenn séu í gíslingu. Farið var með Larsson á spít- ala en hann virðist hafa fengið hjartaáfall í vist sinni hjá upp- reisnarmönnunum. Reiknað er með að hann geti farið aftur til Svíþjóðar í næstu viku. Upphaf- lega óskuðu uppreisnarmennirnir eftir 600 milljóna króna lausn- argjaldi en ekki er vitað til þess að það hafi nokkurn tíma verið borgað. - ams Kólumbískir uppreisnarmenn: Síðasta erlenda gíslinum sleppt SAMFÉLAGSMÁL Heimsgangan sem nær yfir níutíu lönd var kynnt á sérstökum fundi í Þjóðmenning- arhúsinu í gær. Lagt verður upp í þessa friðar- göngu á Nýja-Sjálandi 2. október næstkomandi og lýkur henni þremur mánuðum síðar við fjallsrætur Aconcagua sem ligg- ur á landamærum Argentínu og Chile. Tilgangurinn er að koma á vitundarvakningu um frið um heim allan. Fjöldi manns mætti til að vekja athygli á göngunni og var Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður ásamt fleiru, þar á meðal. Hann hafði samið lag að þessu tilefni og tóku aðrir vel undir þegar hann kenndi það. Á fundinum var tilkynnt að Reykjanesbær og Hafnarfjörður munu leggja þessu átaki lið. - jse Heimsgangan kynnt: Samdi lag fyrir heimsgönguna ÓMAR Í FRIÐARSÖNG Ómar gerir sig kláran fyrir sönginn. Við hlið hans er Stefán Rafn Sigurbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Khatami hættir við framboð Mohammed Khatami, fyrrverandi forseti Írans og þekktasti fulltrúi „umbótasinna“ þar í landi, hefur ákveðið að hætta við að bjóða sig fram gegn harðlínu-forsetanum Mahmoud Ahmadinejad, í kosningum í júní. Ráðgjafi Khatamis kvað ákvörðunina að rekja til þess að Khatami vilji ekki dreifa atkvæðum umbótasinna. Tveir aðrir bjóða sig fram sem umbótasinnar. ÍRAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.