Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 6
6 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR Er rétt að banna kaup á vændi? Já 45,2% Nei 54,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við þá ákvörðun Seðlabankans að lækka stýri- vexti í 17 prósent? Segðu þína skoðun á visir.is KR/KG LAX, RAUÐSPRETT A, SUSHI OG FLEIRA OG F LEIRA KORPUTORGI Laugardaginn kl 10:00 ALLIR FÁ Fullt af fjöri, ekki láta þig vanta. DÓMSMÁL Athafnamaðurinn Þor- steinn Kragh var í gær dæmdur í níu ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 200 kílóum af hassi og 1.300 grömmum af kókaíni. Aldr- aður Hollendingur, Jacob van Hinte, sem flutti efnin til landsins falin í húsbíl, hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Hollendingurinn játaði sök en Þorsteinn neitaði aðild að málinu. Dómurinn telur vitnisburð Þor- steins með ólíkindum og að engu hafandi. Efnið barst til landsins 10. júní í fyrra. Lögregla handtók Hollend- inginn vegna þess að hann var eft- irlýstur erlendis en lögregla vissi ekki af efnunum, sem voru vel falin í húsbílnum, fyrr en hann vísaði á þau. Sérstakt áhald þurfti til að opna leynihólf þar sem efnin voru geymd. Hollendingurinn bar í fyrstu að maður sem hann kallaði Kimma hafi fengið hann til innflutningsins, og benti á Þorstein við sakbendingu og sagði að þar færi Kimmi. Hann sagðist hafa flutt inn 50 kíló af hassi í félagi við Þorstein árið 2007, og hefði átt að fara eins að í þetta skiptið og afhenda Þorsteini efnið við gufubaðið á Laugarvatni, sem Þorsteinn rak. Hann hafi átt að fá 40 þúsund evrur fyrir viðvikið. Síðar í rannsókninni tók fram- burður hans hins vegar u-beygju og skyndilega kannaðist hann ekk- ert við aðild Þorsteins. Sagði hann þá Breta að nafni Bill og Jim hafa skipulagt innflutninginn. Þorsteinn sagðist kannast við Hollendinginn. Hann hafi ferjað á áttunda tug ellilífeyrisþega frá Seyðisfirði og í gufubaðið sitt fyrir Hollendinginn á sínum tíma og hafi auk þess ætlað að útbúa stjörnukort fyrir öldunginn, sem hafi haft mik- inn áhuga á stjörnufræði. Ekkert af þessu kannaðist Hollendingur- inn við. Dómurinn taldi sannað, út frá upplýsingum um símnotkun og bankagögnum, að Þorsteinn hefði skipulagt smyglið og að Hollend- ingurinn hefði breytt framburði sínum eftir að hann hitti Þorstein á Litla-Hrauni. Segir í dómnum að breyttur framburður Jabobs van Hinte sé „svo ótrúverðugur og reyfara- kenndur að hann verði ekki lagð- ur til grundvallar niðurstöðunni“. Þá sé framburður Þorsteins með ólíkindum og „í algjöru ósamræmi við flest annað sem fram er komið í málinu“. Þorsteinn eigi sér engar málsbætur. Það er metið Hollendingnum til refsilækkunar að hann játaði sök og benti á Þorstein, þótt hann hafi síðar dregið þann framburð sinn til baka. Líklegt er að dómnum verði áfrýjað. stigur@frettabladid.is Neitaði allri sök en hlaut níu ára dóm Tveir dæmdir fyrir að smygla til landsins 200 kílóum af hassi í húsbíl. Hlutu níu og sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Framburður mannanna þótti með ólíkindum. JACOB VAN HINTE ÞORSTEINN KRAGH MIKIÐ MAGN Aldrei hefur viðlíka magn af fíkniefnum verið tekið í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EGYPTALAND, AP Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída-hryðjuverka- netsins, hvetur í nýrri mynd- bandsupptöku, sem dreift hefur verið á vefsíðum íslamista, til þess að uppreisnarmenn ísla- mista í Sómalíu steypi forseta landsins af stóli. Í upptökunni, sem er ellefu og hálf mínúta að lengd, talar bin Laden aðeins um Sómalíu undir yfirskriftinni „Haldið barátt- unni áfram, meistarar Sómalíu“. Hann úthúðar nýjum forseta Sómalíu, sjeik Sharif Ahmed, sem Sómalíuþing kaus hinn 31. janúar. Ahmed kemur sjálf- ur upprunalega úr herbúðum íslamista en þykir nú í hófsam- ari kantinum. - aa Ný upptaka með bin Laden: Vill láta steypa Sómalíuforseta af stóliDÓMSMÁL Ritstjóri og blaðamað-ur Blaðsins voru í gær sýknaðir af kæru Franklíns K. Stiner vegna ærumeiðandi ummæla. Meðal ann- ars var fullyrt að Franklín hefði verið „umsvifamesti fíkniefnasali landsins“. Í dómi Hæsta- réttar segir að ummælin, sem birtust í skrifum Sigurjóns M. Egilssonar, fyrr- verandi ritstjóra, og Trausta Haf- steinssonar blaða- manns hafi ekki svert ímynd Franklíns, þar sem fyrir liggi hvaða ímynd hann hafi skapað sér, en hann hefur hlotið dóma fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. - bj Kærði ummæli í Blaðinu: Ímynd Frankl- íns ekki svert FRANKLÍN K. STINER DÓMSMÁL Hæstaréttarlögmaður- inn Guðmundur Kristjánsson hefur stefnt Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og íslenska ríkinu vegna skipunar í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Guðmundur var einn umsækjenda um starfið. Árni, þá settur dómsmálaráð- herra, skipaði Þorstein Davíðsson í embættið þrátt fyrir að matsnefnd hefði metið hann tveimur hæfis- flokkum neðar en þrjá aðra umsækj- endur. Umboðsmaður Alþingis komst svo að því um síðustu áramót að annmark- ar hefðu verið á öllum þáttum skipunarinn- ar og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Guðmundur krefst þess að Árni og ríkis- sjóður greiði honum óskipt fimm milljónir króna í miskabætur, þar sem Árni hafi með ráðningunni sýnt honum „takmarkalausa lítilsvirð- ingu, niðurlægt hann á opinberum vettvangi og vegið að starfsheiðri hans og viðurkenningu á reynslu hans og hæfni“, eins og segir í stefn- unni. „Með því hafi hann beitt vald- níðslu með ráðherravaldi sínu og valdið stefnanda miska með því að fremja ólögmæta alvarlega mein- gerð gegn æru hans og persónu.“ Þá er þess einnig krafist að skaða- bótaábyrgð verði viðurkennd, þar sem Guðmundur hafi hlotið fjár- tjón af því að verða af ráðningunni. Málið var þingfest í héraðsdómi í gær. - sh Lögmaður sakar þingmann um valdníðslu og opinbera niðurlægingu: Stefnir Árna Mathiesen og ríkinu ÁRNI MATHIESEN EVRÓPUMÁL Væntingar um að Ísland muni fljótlega sækja um aðild að Evrópusambandinu hafa orðið til þess að veikja stofnanir EES, að minnsta kosti tímabund- ið. Þetta segir Carl Bauden- bacher, forseti EFTA-dómstóls- ins, í samtali við Fréttablaðið. „Þið eigið jú ekki langt eftir ólifað,“ heyrir maður gjarnan frá kollegum hjá dómstól Evrópusam- bandsins,“ segir Baudenbacher, en EFTA-dómstóllinn er til húsa í næsta nágrenni við hinn marg- falt umsvifameiri dómstól ESB í Lúxemborg. EFTA-dómstóllinn, sem nú hefur starfað í fimmtán ár, fær að meðaltali aðeins um sjö mál á ári til umfjöllunar. Spurður hvers vegna hann telji svo fá mál koma til kasta dómstólsins segir hann að hafa verði í huga að aðildar- ríki dómstólsins, Ísland, Noregur og Liechtenstein, séu lítil lönd. En honum hafi lengi fundist að það myndi vera í þágu réttarhags- muna einstaklinga og fyrirtækja í þessum löndum ef dómstólar innan þeirra gerðu meira af því að skjóta málum til EFTA-dómstólsins. Baudenbacher minnir einnig á þann grundvallarmun sem er á EES-rétti og ESB-rétti, að sam- kvæmt ESB-rétti geta mun fleiri aðilar skotið málum til hins yfir- þjóðlega dómstóls, þar með talið almennir borgarar og lögaðilar innan aðildarríkjanna. - aa Forseti EFTA-dómstólsins kysi að aðilar í EFTA-löndunum nýttu stofnanir EES betur: Væntingar um að Ísland gangi í ESB veikir stofnanir EES CARL BAUDENBACHER AFRÍKA, AP Lönd í sunnanverðri Afríku hafa gefið það út að þau viðurkenni ekki nýjan forseta Madagaskar, Andry Rajoelina. Ráðstefna Þróunarnefndar sunn- anverðrar Afríku hvetur Afríku- bandalagið og alþjóðasamfélagið til að gera slíkt hið sama og end- urreisa „lýðræðislega, stjórnar- skrárbundna stjórnarhætti eins fljótt og mögulegt er“. Rajoelina stóð fyrir mótmælum gegn forseta landsins, Marc Ravalomanana, svo mánuðum skipti. Hann sagði af sér á þriðju- dag og lét völdin í hendur hersins, sem skipaði Rajoelina forseta innan fárra klukkustunda. - kóp Lönd í sunnanverðri Afríku: Viðurkenna ekki Rajoelina KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.