Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 50
30 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Síðasta sýning á Óperuperlum verður í Íslensku óperunni í kvöld. Þar fara fjórir þaulvanir söngvarar með atriði úr yfir tuttugu óperum í sviðsetningu óperustjórans, Stefáns Baldurs- sonar. Þau sem fram koma eru Diddú, Bjarni Thor, Ágúst Ólafs og Sigríður Aðalsteins. Sýningin hefst kl. 20. Á laugardag verður ellefta barna- og unglingabókaráð- stefnan haldin í Gerðubergi. Þar verða fjórir fyrirlestrar haldnir um bækur og börn. Þinghaldið, sem nú er orðið árlegt, er haldið í samstarfi við Borgar- bókasafnið, IBBY á Íslandi, Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Upplýsingu – félag bókasafns- og upplýsingafræða og Félag fagfólks á skólasöfnum. Það hefst á morgun kl. 10.30 og stendur vel fram yfir hádegi. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir: Að verða læs eða lens. Halla segir: „Glíman við ólæs- ið er stærsta og mikilvægasta verk- efni bókmenntakennarans. Nem- endur ættu að vera orðnir sæmilega læsir á bókmenntatexta þegar þeir koma í framhaldsskóla þar sem skilningur þeirra ætti að vaxa og dýpka í takt við þroska þeirra og reynslu. En er það raunin?“ Guðlaug Richter rithöfund- ur spyr: Hvernig glæðum við áhuga barna á lestri? Fyrirlestur- inn fjallar um könnun sem gerð var á vegum Samtaka um Barna- bókastofu síðastliðið sumar. Til- gangurinn með könnuninni var að safna upplýsingum um allt það helsta sem verið er að gera á sviði lestrarhvatningar á Íslandi. Ingibjörg Baldursdóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, hefur starfað undanfarin tólf ár á skólasafni Flataskóla í Garða- bæ. Áður starfaði hún meðal ann- ars á Borgarbókasafni og á Skóla- safnamiðstöð Reykjavíkur. Í erindi sínu fjallar Ingibjörg um ýmislegt sem hún hefur verið að gera til að kveikja áhuga nemenda á lestri bóka. Brynhildur Þórarinsdóttir kall- ar erindi sitt: „Lestrarhestamót(un) – gæðingaskeið, slaktaumatölt og fleiri lestraríþróttir. Í erindinu verður fjallað um bók- lestur sem tómstundastarf, einkum út frá hugmyndum um bókmennta- uppeldi. Rætt verður um gagnsemi bóklestrar og mikilvægi þess að foreldrar, kennarar og samfélagið allt virði barnabókmenntir og sýni lestri barna áhuga. Fundarstjóri er Silja Aðalsteinsdóttir. pbb@frettabladid.is AÐ RÆKTA BÓKAORMA BÓKMENNTIR Börn eiga rétt á að læra að lesa bækur. laugardag kl. 15 Stórsveit frá Brown University heldur tónleika í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði kl. 15. Stjórnandi er Matthew McGarrell. Hljómsveitin hefur komið fram víða um heim. Hljómsveitin flytur fjölbreytta efnis- skrá þekktra djasslaga fyrir stórsveit og söngkonan Rosalind Schonwald kemur fram í hluta efnisskrárinnar. Stórsveit Tónlistarskóla FÍH kemur fram sem opnunaratriði á tónleikun- um. Aðgangur er ókeypis. Í gærkvöld opnaði Elín Hansdóttir myndlistarkona innsetningu í Lista- safni Reykjavíkur í Grófinni. Elín hefur að undanförnu vakið athygli víða um lönd þar sem hún hefur sýnt en innsetning hennar nú, sem er fyrsta sýning hennar hjá Listasafni Reykja- víkur, kallast Parallax sem þýða má sem sýndarhliðrun. Er hún hluti af sýningarröð Hafnarhússins þar sem leitast er við að afmá mörkin á milli safnsins og sam- félagsins. Elín býður áhorfend- um í óvissuför um sýningarsal jarðhæðarinnar þar sem þeir geta velt fyrir sér spurningunum á borð við: - Hvað gerist ef sýningarrými er strokað út? - Hvað gerist ef herbergi sem þú held- ur að þú sért í er allt annað herbergi? - Hvernig getum við talað um tiltekið sjónarhorn þegar slíkur punktur er jafn afstæður og raun ber vitni? Og að lokum: - Til hvers að setja framhlið á hús sem afhjúpast sem blekking um leið og maður tekur eitt skref til hliðar? Tækni sína við framsetningu þessara spurninga sækir Elín í blekkingar augans um dýpt eftir sjónarmiði og lögun flata sem afmarka sjónrýmið. Sjón er sögu ríkari á vel við í þessari upplifun. Elín Hansdóttir fylgir sýningunni úr hlaði með lista- mannsspjalli á sunnudag kl. 15. Sýningarlok verða 17. maí. - pbb Vistarverur og sjónarhorn MYNDLIST Elín Hansdóttir Tilraunakvikmynda- og mynd- bandahátíð 700.IS Hreindýra- lands hefst á Héraði á morgun. Er þetta í fjórða sinn sem hátíð- in er haldin og er hún þriðja kvik- myndahátíðin sem efnt er til utan höfuðborgarsvæðisins. Hátíðin verður sett í Sláturhús- inu á Egilsstöðum annað kvöld kl. 20 með ávarpi Áslaugar Thorlacius, myndlistarmanns og formanns Sambands íslenskra listamanna. Megináhersla á hátíðinni er nú á videóinnsetningar og verða átta listamenn með verk sín í Slát- urhúsinu: Andr- eas Templin (Þýskaland); Hrafnkell Sig- urðsson (Ísland); Johanna Reich (Þýskaland); Julie Sparsö Damkjaer (Dan- mörk); L ana Vogestad (USA); Sigrún Lýðsdótt- ir (Ísland) og Tom Goulden (Bret- land); Soffía Guðrún Kr. Jóhanns- dóttir (Ísland). Opnuninni verður síðan fagnað frá hálftíu til mið- nættis í Skjálfta í Valaskjálf þar sem Gísli Galdur, Maggi Noem og Danni Deluxxx halda uppi fjörinu með dj/vj sýningu og boðið verður upp á léttar veitingar. Á sunnudag verður svokölluð listamannaganga í Sláturhúsinu milli kl. 12 og 13.30. Þá verða allir listamennirnir á staðnum, ganga um með gestum og sitja fyrir svörum um verkin. Sama dag kl. 14 verður svo frumsýning gesta- sýningarstjóradagskrár á Skriðu- klaustri. Um er að ræða Colog- neOFF, frá Köln í Þýskalandi. Þetta er úrval verka af síðustu CologneOFF hátíð, valið af Agri- cola de Cologne. Dagskráin tekur rúmlega klukkutíma í sýningu. Á sunnudagskvöld verður frumsýn- ing gestasýningarstjóradagskrár í Skaftfelli á Seyðisfirði. Þetta er dagskrá frá sænsku Örebro-hátíð- inni, AVS. Sýningarstjórarnir, Jonas Olsson og Eva Nilsson, verða með spjall fyrir sýninguna, en hún tekur tæpan klukkutíma. Á mánudag verður frumsýnt sýningarstjóraprógramm í sund- lauginni á Eiðum kl. 20.00. Þetta er dagskrá frá hátíðinni MOVES í Manchester í Bretlandi. Sýningar- stjóri er Pascale Moyse. Á þriðjudagskvöld er síðasta frumsýningin, en hún fer fram í Þekkingarsetri Austurlands á Egilsstöðum. Dagskráin er frá VAIA-hátíðinni á Spáni og hefst kl. 19.30, en það á sérlega vel við því að ÞNA sýnir einmitt spænskar bíómyndir á þriðjudagskvöldum kl. 20 þessar vikurnar. Sýningarstjóri VAIA er Pau Pascual Galbis. Sýningin í Sláturhúsinu verður opin alla vikuna að minnsta kosti milli kl. 14 og 18. Hátíðinni lýkur laugardaginn 28. mars og verða þá gestaprógrömmin sýnd aftur kl. 14 um daginn. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni www.700. is. pbb@frettabladid.is Í Hreindýralandi um helgina KRISTÍN SCHEVING Listrænn stjórnandi Hreindýralands. KVIKMYNDIR Myndir frá verki Jóhönnu Reich. Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is MEÐÍSLENSKU TAL! SJÁÐU MYNDBROT Á WWW.SENA.IS/BLAIFILLINN 9. HVERVINNUR! MÖGNUÐ OG STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA UM VINÁTTU, ÁST OG HUGREKKI FRUMSÝND 20. MARS SENDU SMS ESL BFV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. WWW.SENA.IS/BLAIFILLINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.