Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 13

Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 13
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 13 SÝNIKENNSLA FRÁ KL. 12-15 Stöðvar um alla búð þar sem margt spennandi verður að sjá. · Saumavél Diamond - útsaumur með garni - fatnaður skreyttur · Saumavél Sapphire - hvernig á að stytta buxur á einfaldan hátt · Overlockvél 905 - hvernig á að sauma einfaldan kjól. Margar gerðir sýndar · Grand quilter - fríhendis quiltering · Þæfingarvél - hvað er hægt að búa til. Fatnaður skreyttur og saumað í ull · Saumavél 118 - leðursaumur - töskusaumur · Saumavél Exp . 3 - hvað er hægt að gera í bútasaum. · Saumavél CV - útsaumur - blúndusaumur · Útsaumsforrit 4D - hvernig á að búa til útsaumsmynstur frá grunni í tölvunni Ragnheiður Valdimarsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir sýna bútasaumsteppi. Nemendur úr fataiðnaðardeild Hönnunar- og handverksskólans verða með sýnikennslu SAUMAVÉLAHÁTÍÐ FRÁBÆR FERMINGARTILBOÐ LAUGARDAGINN 21. MARS, OPIÐ 11-16 HUSKYLOCK 905 20 stk. Áður 89.900.- Nú 74.900.- EXPRESSION 3.0 30 stk. Áður 169.900 .- Nú 129.900.- EMERALD 11 8 60 stk. Áður 54.900.- Nú 44.900.- 25% afsláttur af fylgihlutum HÖNNUN „Við munum gæða Laugaveginn lífi,“ sagði Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmda- stjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, við kynningu á HönnunarMars, hönnunardögum sem haldnir verða 26. til 29, mars næstkomandi. Innsetningar í tóm verslunarrými á Lauga- veginum eru meðal þess sem bera mun fyrir augun á dögunum. En auk þess verður hús- gagnaverslunin Kúlan, sem starfaði í Reykja- vík á sjöunda áratugnum og seldi nýstárlega hönnun, endursköpuð í Listasafni Íslands, boðið verður upp á forvitnilega fyrirlestra og Fata- hönnuðafélag Íslands opnar stórsýningu svo fátt eitt sé nefnt. Mörg hundruð hönnuðir taka þátt í hátíðinni og hefur ekki áður verið efnt til jafn umfangs- mikilla hönnunardaga á Íslandi en það er sam- eiginlegur samstarfsvettvangur íslenskra hönnuða, Hönnunarmiðstöðin, sem stendur fyrir HönnunarMars. Flestir viðburðir verða í miðbænum en fjölmarg- ir þó annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu auk þess sem hátíðin teygir sig alla leið til Hveragerðis. Aðstandendur hátíðarinn- ar vonast til þess að almenn- ingur taki virkan þátt í dagskránni og að hönnun- ardagarnir verði innspýting fyrir ferðamannaiðnaðinn hér á landi, enda er mark- miðið að þeir verði haldnir árlega. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar er að finna á síðunni www.honnunarmidstod.is. Mörg hundruð hönnuðir taka þátt í umfangsmiklum hönnunardögum: Hönnuðir ætla að gæða Laugaveginn lífi KÚLAN Húsgagnaverslunin Kúlan var opnuð í Reykjavík árið 1962 en hún hafði að markmiði að selja ódýr og nýstárleg húsgögn og listmuni. Á myndinni má sjá tán- ingahúsgögn eftir þá Magnús Pálsson og Dieter Roth sem betur eru þekktir sem myndlistarmenn. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/ANDRÉS KOLBEINSSON ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi meðal annars fyrir skjalafals og þjófnað. Konan notaði í viðskiptum sínum falsaða tékka úr stolnu tékkhefti. Þá fór hún í félagi við aðra konu í leyfisleysi inn í íbúð í Engihjalla. Þar stal hún allhárri peningaupphæð auk ýmissa verð- mætra muna og tækjabúnaðar. Enn fremur var hún dæmd fyrir að hafa í vörslu sinni tals- vert magn af góssi sem hún vissi að hafði verið stolið, þar á meðal safn bóka eftir Halldór Laxness og safn Íslendingasagna. Konan á sakaferil að baki. - jss Tæplega þrítug kona dæmd: Sex mánuðir fyrir skjalafals BOGOTA, AP Uppreisnarmenn í Kólumbíu hafa sleppt sextíu og níu ára gömlum Svía úr haldi eftir hátt í tveggja ára gíslingu. Erik Roland Larsson var síðasti erlendi gíslinn sem vitað var til að uppreisnarmennirnir hefðu í haldi. Enn er þó talið að 22 inn- lendir hermenn og lögreglumenn séu í gíslingu. Farið var með Larsson á spít- ala en hann virðist hafa fengið hjartaáfall í vist sinni hjá upp- reisnarmönnunum. Reiknað er með að hann geti farið aftur til Svíþjóðar í næstu viku. Upphaf- lega óskuðu uppreisnarmennirnir eftir 600 milljóna króna lausn- argjaldi en ekki er vitað til þess að það hafi nokkurn tíma verið borgað. - ams Kólumbískir uppreisnarmenn: Síðasta erlenda gíslinum sleppt SAMFÉLAGSMÁL Heimsgangan sem nær yfir níutíu lönd var kynnt á sérstökum fundi í Þjóðmenning- arhúsinu í gær. Lagt verður upp í þessa friðar- göngu á Nýja-Sjálandi 2. október næstkomandi og lýkur henni þremur mánuðum síðar við fjallsrætur Aconcagua sem ligg- ur á landamærum Argentínu og Chile. Tilgangurinn er að koma á vitundarvakningu um frið um heim allan. Fjöldi manns mætti til að vekja athygli á göngunni og var Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður ásamt fleiru, þar á meðal. Hann hafði samið lag að þessu tilefni og tóku aðrir vel undir þegar hann kenndi það. Á fundinum var tilkynnt að Reykjanesbær og Hafnarfjörður munu leggja þessu átaki lið. - jse Heimsgangan kynnt: Samdi lag fyrir heimsgönguna ÓMAR Í FRIÐARSÖNG Ómar gerir sig kláran fyrir sönginn. Við hlið hans er Stefán Rafn Sigurbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Khatami hættir við framboð Mohammed Khatami, fyrrverandi forseti Írans og þekktasti fulltrúi „umbótasinna“ þar í landi, hefur ákveðið að hætta við að bjóða sig fram gegn harðlínu-forsetanum Mahmoud Ahmadinejad, í kosningum í júní. Ráðgjafi Khatamis kvað ákvörðunina að rekja til þess að Khatami vilji ekki dreifa atkvæðum umbótasinna. Tveir aðrir bjóða sig fram sem umbótasinnar. ÍRAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.