Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 10

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 10
 21. mars 2009 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Benjamín Þór Þorgríms- son var í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær dæmdur í fjórtán mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. Ein þeirra laut að árás á veitingamanninn Ragnar Ólaf Magnússon, sem fréttaskýr- ingaþátturinn Kompás myndaði og sýndi í sjónvarpi. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að Ragnar hafi ekki verið tálbeita Kompáss og starfsmenn þáttarins hafi ekki egnt gildru fyrir Benjamín og aflað sönnunar- gagna á ólöglegan hátt. Fundur- inn sem leiddi til árásarinnar hafi verið að frumkvæði Benjamíns og Ragnar hafi ekki ögrað Benjamín þannig að það réttlætti á nokk- urn hátt árásina. Benjamín kýldi Ragnar ítrekað og sparkaði í höfuð hans. Benjamín er einnig dæmd- ur fyrir að ráðast á viðskiptafé- laga sinn á Hótel Nordica, þegar sá síðarnefndi neitaði að endur- greiða Benjamín 30 milljónir sem hann hafði látið inn í fyrirtæki við- skiptafélagans. Benjamín kýldi þá og sló manninn ítrekað á bar hót- elsins. Þriðja árásin var á mann sem var á hlaupum frá fótsnyrti- stofu í miðborginni sem hann hafði rænt. Maðurinn hljóp í veg fyrir bíl Benjamíns sem varð til þess að Benjamín gekk í skrokk á honum. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. - sh Benjamín Þór Þorgrímsson sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir: Kompáshrotti í 14 mánaða fangelsi BARINN Kompás tók upp árás Benja- míns á Ragnar Ólaf Magnússon. MYND / STÖÐ 2 EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld munu tryggja að Íbúðalánasjóður starfi áfram þrátt fyrir erfiða stöðu sjóðsins eftir hrun fjármálakerfis- ins á síðasta ári, segir Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra. Tap af rekstri Íbúðalánasjóðs var 6,9 milljarðar króna á síðasta ári, og eigið fé sjóðsins 13,3 millj- arðar í árslok, eins og kemur fram í ársreikningi sjóðsins, sem birtur var í gær. Eiginfjárhlutfall sjóðsins var aðeins 4,6 prósent í lok árs 2008. Langtímamarkmið sjóðsins er að halda eiginfjárhlutfallinu yfir fimm prósentum. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir eiginfjárhlutfallið ekki hættulega lágt. Sjóðurinn sé með ríkisábyrgð, og því séu viðmiðunarmörk önnur en hjá bönkunum, sem þurfi að vera með átta prósenta eiginfjárhlutfall. Ásta Ragnheiður segir að vitað hafi verið að staða sjóðsins væri erfið, en nú hafi þær upplýsing- ar sem fram hafi komið í október síðastliðnum verið staðfestar í árs- reikningi. Íbúðalánasjóður verði áfram sterkur, og muni geta sinnt sínu hlutverki áfram. Íbúðalánasjóður varð fyrir veru- legum skakkaföllum vegna banka- hrunsins. Sjóðurinn átti alls rúm- lega 16,6 milljarða króna kröfu á viðskiptabankana þrjá vegna skuldabréfa og afleiðusamninga, en skuldaði þeim rúmlega 5,3 milljarða. Sjóðurinn reiknar með að eiga rétt á skuldajöfnun. Sjóðurinn hefur afskrifað 7,9 milljarða vegna falls viðskipta- bankanna, og tekið er fram í árs- reikningi sjóðsins að tapið geti orðið enn meira. Sjóðurinn átti um 11,3 milljarða umfram skuldir hjá bönkunum. Guðmundur segir við- ræður við skilanefndir bankanna hafa staðið frá því skömmu eftir bankahrunið, og vonast til þess að fljótlega sjái fyrir endann á þeim. Spurður hvort ekki hefði þurft að afskrifa strax alla 11,3 milljarð- ana segir hann það ekki hafa verið mat sjóðsins, vonir standi til þess að mismunurinn á þeirri upphæð og afskriftunum náist út úr bönk- unum. Takist það ekki standi það sem áður hafi komið fram, að tap sjóðs- ins gæti verið tveimur til fjórum milljörðum meira en nú hafi verið afskrifað. brjann@frettabladid.is Erfið staða staðfest hjá Íbúðalánasjóði Tap af rekstri Íbúðalánasjóðs var 6,9 milljarðar króna á síðasta ári. Eiginfjár- hlutfall sjóðsins var 4,6 prósent í árslok. Ekki ný tíðindi og ekki ástæða til að- gerða segir félagsmálaráðherra. Stjórnvöld tryggja að sjóðurinn starfi áfram. FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður hefur þegar afskrifað 7,9 milljarða króna vegna eigna sjóðsins hjá viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. Á skítugum skónum?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.