Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 19

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 19
LAUGARDAGUR 21. mars 2009 19 NÁMSSTYRKIR Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. umsóknarblað má finna á landsbankinn.is skattur.is Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 23. mars. Hægt er að sækja um viðbótarfrest á skattur.is, lengst til 1. apríl. Símaþjónusta 511-2250 Í mars verður veitt aðstoð frá kl. 9 til 16 alla virka daga í síma 511-2250. Dagana 23., 30. og 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19. Ertu nokkuð að verða of seinn? Fljótlegt, öruggt og einfalt að telja fram UMRÆÐAN Hannes Hólmsteinn Gissur- arson skrifar um setningu nýs bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir heldur því fram, að hún sé heiðarlegur stjórnmálamaður. Hún ætti því að vera sjálfri sér samkvæm. En þótt hún hefði fullyrt, að brýnt væri að ganga í Evrópusambandið, skipti hún um skoðun, strax og hún gat mynd- að stjórn með vinstri grænum. Þótt hún hefði sagt fyrr á árum, að seðla- bankastjórar skyldu njóta sjálfstæð- is, hóf hún forsætis-ráðherraferil sinn á því að reka Davíð Oddsson, sem einn ráðamanna varaði við bankahruninu, þar á meðal á rík- isstjórnarfundum með Jóhönnu. Og þótt Jóhanna hefði margsagt, að seðlabankastjóra yrði að ráða „faglega“, setti hún norskan Verka- mannaflokksmann í embættið. Setning Norðmannsins er senni- lega stjórnarskrárbrot, eins og Sig- urður Líndal lagaprófessor bendir á. Í stjórnarskránni er bannað að skipa mann með erlendan ríkis-borgara- rétt í embætti. Munur á setningu og skipun hefur minnkað stórlega hin síðari ár, eftir að æviráðning emb- ættismanna var afnumin. Þótt lög- spekingar bendi á, að hugsanlega megi setja erlenda ríkisborgara til bráðabirgða í embætti, þar sem þörf er sérkunnáttu og ekki völ á henni á Íslandi, á það ekki við hér. Þessi norski stjórnmálamaður býr ekki yfir neinni sérkunnáttu umfram marga íslenska ríkisborgara. Öðru nær. Öðru nær! Maður þessi kveðst ekki muna, hvenær hann var beðinn um að taka að sér embættið. Sá, sem man þetta ekki, hefur varla and- lega burði til að gegna emb- ætti seðlabankastjóra. Svo virðist líka sem þessi maður hafi ekki næga þekkingu til starfsins. Á fundi í seðlabankanum á dögunum barst í tal cad-hlutfall fjár- málastofnana (eiginfjárhlutfall sam- kvæmt stöðlum Evrópusambands- ins). Norðmaðurinn kom af fjöllum. Hann vissi ekki, hvað cad-hlutfall er. Kunnugir herma, að þessi fjallamaður sé taugaóstyrk- ur og ákvarðanafælinn. Eitt dæmi er, hvernig Straumur komst nýlega í þrot. Það fyr- irtæki hafði sýnt lofsverða viðleitni til að bjarga sér út úr vandræðum hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu, og seðlabankanum var ekki um megn að liðsinna því. En bráða- birgðabankastjórinn þorði ekki að rétta hjálparhönd. Þrot Straums kann enn að rýra lánstraust Íslend- inga erlendis, sem ekki var mikið fyrir, auk þess sem veruleg verð- mæti fara í súginn. Ef þessi norski stjórnmálamað- ur er ólöglega settur í embætti, eins og ýmis rök hníga að, kunna ýmsar embættisathafnir hans, sem íþyngja öðrum, að vera ólöglegar líka, til dæmis að stefna Straumi í þrot. Eflaust verður látið reyna á einhver slík mál fyrir dómstólum. Hugsanlega verður þá seðlabank- inn (og um leið íslenskur almenning- ur) skaðabótaskyldur vegna afglapa þessa fjallamanns. Fyrsta verk hans var að halda einkafund í seðlabank- anum með landa sínum, leiðtoga norska Verkamannaflokksins. Mun hann líka krefjast þess, að íslenska verði ekki lengur töluð á bankaráðs- fundum? Skiljanlegt er í ljósi aðstæðna, að Framsóknarflokkurinn stefni í vinstri stjórn. En hann átti að sýna stjórnarflokkunum, að taka yrði til- lit til hans. Hinn fráleiti brottrekstur Davíðs Oddssonar og ólögleg ráðn- ing mannsins af fjöllunum var kjör- ið tækifæri. En í seðlabankamálinu fundu stjórnarflokkarnir, að þeir þurftu hvergi að skeyta um fram- sóknarmenn. Frá þeim heyrist því miður aðeins dauft bergmál, ekki rómsterk rödd. Bankastjórahneykslið HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON UMRÆÐAN Guðjón Sigurðsson skrifar um fréttaskýringaþáttinn Kompás Að taka Kompás af skjánum voru mikil mistök að mínu mati. „Er ekki nóg af fréttaþáttum?“ spyrja þá einhverjir. Jú það er alveg hár- rétt en Kompás hefur sérstöðu fyrir efnistök og efnisval og ekki síður það traust sem þau nutu sem unnu við þáttinn. Dögg Pálsdóttir greiddi fyrir að fá að koma í tvö viðtöl í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins. Dögg sýnir kjark og þor að segja frá þessu en um leið afhjúp- ar hún miðlana sem við greiðslunum tóku. Þetta segir mér að nauðsynlegt sé að gera rannsóknarblaðamennsku hátt undir höfði, hér í landi spilling- ar á öllum sviðum. Kompás var tilnefndur til Hvatn- ingarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands á síðasta ári fyrir vand- aða umfjöllun um mál þeirra sem minna mega sín. Í kjölfar umfjall- ana Kompáss hefur margur verið dreginn fyrir dómstóla og réttlæt- ið hefur náð fram að ganga í mörg- um tilvikum. Athygli landans fang- ast og upplýst umræða blómstrar í framhaldinu. Þar sem ráðamenn Stöðvar 2 átta sig greinilega ekki á nauðsyn þess að hafa Kompás á dagskrá þá hlýt- ur að vera léttur leikur fyrir RÚV að tryggja sér krafta þeirra sem á bak við hann standa. Glæpamenn þessa lands héldu örugglega margra daga veislu við þá frétt að Kompás væri allur. Látum ekki barnaníðinga, klámhunda, kerfiskalla og aðra komast upp með fagnaðarlæti í langan tíma. Jóhann- es, Kristinn og Ingi, nú er að rífa sig uppúr volæðinu og hefjast handa við að trufla skipulagða og óskipulagða glæpastarfsemi á íslandi strax. Höfundur er formaður MND félagsins. Kompás söknuður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.