Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 26
26 21. mars 2009 LAUGARDAGUR U pphaf eiturlyfja- stríðsins í Mex- íkó má rekja til 1. desember árið 2006. Þá tók hinn 46 ára gamli Felipe Cald- erón við forsetaembætti og hans fyrsta verk var að lýsa yfir stríði gegn eiturlyfjabarónunum. Því næst hækkaði hann laun lögreglu- og hermanna því hann vissi vel að þetta yrði erfitt verk og að eitur- lyfjahringirnir eiga digra sjóði og því auðvelt með að bjóða „óvinin- um“ betri kjör. Eitt af vandamál- um mexíkóskra yfirvalda er að þau eru oft að kljást við sína menn. Vel þjálfaða lögreglu- og hermenn sem hafa gerst liðhlaupar. Í fyrstu gekk áætlun Calderón ágætlega. Rúmum mánuði eftir að hann settist í forsetastólinn var fyrsti eiturlyfjabaróninn handtek- inn. Sá heitir Pedro Díaz Parada en hann stjórnaði eiturlyfjahring í Oaxaca í Suður-Mexíkó. Eiturlyfja- hring sem þó er lítill á Mexíkóska vísu því þeir stærstu, Golfo-, Sina- loa-,Tijuana- og Juarez-eiturlyfja- hringurinn eru með starfsemi sína í norðri - við Bandarísku landa- mærin. Þess má geta að Parada var dæmdur í 33 ára fangelsi árið 1985 en flúði nokkrum dögum eftir að hann var settur inn. Tveimur árum síðar fannst dómarinn, sem dæmdi hann í fangelsi, með 33 byssukúlur í brjóstinu. Eina fyrir hvert ár. Það er einmitt svona sem eiturlyfjabarónarnir starfa. Þrátt fyrir ágætis byrjun hjá Calderón er hann nú með stans- laust byssusuð í eyrum. Frá desem- ber 2006 til ársloka 2007 létust um 1.800 manns í átökum tengdum eit- urlyfjastríðinu. Síðustu fimmtán mánuði hafa hins vegar um 7.300 manns fallið. Heildartala látinna er því kominn yfir 9.000 og í dag tala margir um óvinnandi stríð. AP-fréttaveitan greindi frá því í síðustu viku að Roger Rufe, yfir- maður hjá bandaríska heimavarn- arráðuneytinu, hefði tjáð banda- rískri þingnefnd að Mexíkóskir eiturlyfjahringir væru helsta ógn Bandaríkjanna þegar kæmi að skipulögðum glæpum. Hann sagði að fyrir lægi áætlun um að senda bandaríska hermenn að landamær- unum. Um það hvort eða hvenær það yrði gert svaraði hann engu. Hitt er samt ljóst að Mexíkómeg- in fossar blóð og taumarnir eru farnir að leka yfir landamærin til Bandaríkjanna. Orð Janet Napo- litano, ráðherra heimavarnarmála, á sjónvarpsstöðinni CBS í fyrradag staðfesta þetta. Hún sagði að átök- in sunnan landamæranna væru ekki bara ógn við Mexíkó heldur einnig Bandaríkin. Þó mestu átökin séu vissulega í Mexíkó þá hafa eiturlyfjahring- irnir gríðarleg ítök víða í Banda- ríkjunum og tengjast þeir glæpak- líkum um gjörvalt landið. Í byrjun mánaðarins greindi Reuters-frétta- veitan frá því að leigumorðingj- ar í fölsuðum sérsveitarbúning- um bandarísku lögreglunnar hefðu ráðist inn á heimili í Pho- enix í Arizona og tekið mann af lífi. Morðið var tengt mexíkósku eiturlyfjamafíunni. Að meðal- tali er tveimur manneskjum rænt daglega í Phoenix og ástandið er nákvæmlega það sama í El Paso í Texas þar sem ríkisstjórinn, Rick Perry, hefur óskað eftir þúsund þjóðvarðliðum til að takast á við vandann. Á sama tíma og kókaínið flæð- ir frá Mexíkó til Bandaríkjanna er gríðarlegu magni ólöglegra vopna smyglað í hina áttina. Talið er að um 95 prósent þeirra vopna sem eiturlyfjahringirnir nota séu keypt eða þeim stolið í Bandaríkj- unum. Vopnabúr eiturlyfjabarón- anna er reyndar ekkert venjulegt. Þeir nota alls ekki bara skamm- byssur heldur sprengjuvörpur, AK-47 og AR-15 hríðskotabyssur, einnig ferðast þeir um á vopnuðum þyrlum. Hafa sum vopnanna verið rakin til bandaríska hersins en þá hafa glæpamennirnir brotist inn á herstöðvar og rænt vopnum. (fjöldi smyglaðra vopna) Í janúar lýstu yfirmenn í banda- rískra hernum sérstökum áhyggj- um af hernaðarstyrk eiturlyfja- hringanna sem þeir töldu að gæti einfaldlega leitt til falls mexíkósku stjórnarinnar. Í byrjun næsta mán- aðar sækir Napolitano ráðstefnu í Mexíkó-borg, þar sem fjallað verð- ur um ólöglega vopnasölu. Þar hyggst hún ræða sérstaklega við mexíkósk stjórnvöld um ástandið og sérstaklega vopnasmygl. Mexico Baja California Norte Baja California Sur Coahuila Nuevo Leon TamaulipasZacatecas Nayarit Veracruz San Luis Potosi Michoacan Guerreno Jalisco Oaxaca Chiapas Quintana Roo Yucatan Campeche Cancún New Mexico Texas Arizona California VeracruzMexico City El Paso San Diego Douglas Laredo Sonora Sinaloa Durango Chihuahua Tijuana Sinaloa De Juarez Del Golfo Eiturlyfjahringir Frá Kólum bíu Juarez Kókaínsmygl Um 90 prósent af kókaíni sem selt er í Bandaríkjun- um er smyglað frá Mexíkó. MANNFALL Í STRÍÐUM Tímabil Látnir Afganistan 2001-2009 ~ 30.000 Mexíkó 2006-2009 ~ 9.100 Ísrael-Palestína 2000-2009 ~ 6.000 Suður-Ossetía 2008 ~ 1.200 Líbanon (júlí-stríðið) 2006 ~ 1.200 Heimild: WikipediaTijuana Blóðugt stríð í Mexíkó Þjóðernishyggja, trúarátök og kynþáttahyggja eru líklega algengustu ástæður styrjalda. Yfirleitt er barist um landsyfirráð og völd. Í Mexíkó er einmitt barist um völd. Þar halda eiturlyfjabarónar heilli þjóð í heljargreipum. Lögreglumenn eru afhausaðir og fjölskyldumeðlimir þeirra myrtir. Trausti Hafliðason kynnti skyggndist inn í heim eiturlyfja og átaka í Mexíkó. Eins og nafnið gefur til kynna hefur Golfo-eiturlyfjahringurinn aðsetur við Mexíkóflóa. Bækistöðvar hans eru í borginni Matamoros í Tamaulipas, sem er í norðausturhluta landsins og stjórnar hringurinn svæðinu meðfram landamærunum að borginni Piedras Negras í Coahuila. Fyrst er getið um Golfo-eiturlyfja- hringinn á áttunda áratugnum en Osiel Cárdenas tók við stjórn glæpa- samtakanna árið 1996. Cárdenas stjórnaði eiturlyfjahringnum í sjö ár eða allt þar til hann var handtekinn eftir skotbardaga við mexíkósku lögregluna í Matamoros. Mexíkóska sjónvarpsstöðin Televisa sýndi frá átökunum í beinni útsendingu. (Myndskeiðið er á Youtube, leitarorð: Osiel Cárdenas). Cárdenas var dæmd- ur og settur í fangelsi í Mexíkó-borg, en tókst samt sem áður að stjórna eiturlyfjahringnum úr fangelsinu. Höfuðpaurar Sinaloa-eiturlyfja- hringsins skynjuðu það tómarúm sem myndast hafði eftir að Cárdenas var fangelsaður og hófu að herja á þau landsvæði sem Golfo-eiturlyfjahring- urinn stjórnaði. Þetta varð til þess að Cárdenas gerði bandalag með Los Zetas, en það eru harðsvíruð glæpa- samtök. Flestir meðlimir Los Zetas eru fyrrum sérsveitarmenn úr mexíkóska hernum og mexíkósku fíkniefnalög- reglunni. Golfo-eiturlyfjahringurinn myndaði einnig um tíma bandalag með Tijuana-eiturlyfjahringnum. Hatrömm átök hafa verið milli Sinaloa- og Golfo-eiturlyfjahringanna síðustu ár og ástandið versnaði bara árið 2007 þegar Cárdenas var framseldur til Bandaríkjanna og Golfo-eiturlyfjahringurinn varð nánast stjórnlaus. Mexíkóskir fjölmiðlar halda því sumir fram að vegna innbyrðis deilna séu glæpasamtökin að lognast út af. Í september í fyrra upplýstu yfirvöld að 175 meðlimir Golfo-eitur- lyfjahringsins í Bandaríkjunum og á Ítalíu hefðu verið handteknir. HÖFUÐPAURINN HANDTEKINN Í BEINNI Sinaloa-eiturlyfjahringurinn dregur nafn sitt af Sinaloa-ríki við Kaliforníu- flóa þar sem hann hefur bækistöðv- ar. Auk þess að stjórna í Sinaloa hafa glæpasamtökin yfirráð í Durango og Sonora, einnig hafa þau sterk ítök í Baja California og Chihuahua. Tveir menn hafa haldið utan um stjórnartaumana í Sinaloa-eitur- lyfjahringnum í áratugi, Héctor Luis Palma Salazar og Joaquín Guzman Loera. Í fyrstu nefndust glæpasam- tökin La Alianza de Sangre, eða Blóðbandalagið, en síðar Sinaloa-eit- urlyfjahringurinn. Saga Salazar er blóði drifin. Árið 1992 myrti hann átta meðlimi Tijuana-hringsins á diskóteki í Puerto Vallarta. Arellano-bræðurnir, höfuð- paurar Tijuana-eiturlyfjahringsins, rétt sluppu. Þeir svöruðu fyrir sig með því að múta Rafael Enrique Clavel, samstarfsmanni Salazar, til að tæla eiginkonu Salazar. Clavel tókst það og þvingaði hann hana til að taka út sjö milljónir dollara af bankareikningi Salazar. Að því loknu myrti Clavel konuna og sendi höfuð hennar í bögglapósti til Salazar. Því næst myrti hann tvö börn Salazar með því að kasta þeim fram af brú. Salazar borgaði fyrir nokkrum árum síðar með því að myrða öll þrjú börn Clavel. Salazar var handtekinn fyrir nokkrum árum og árið 2007 var hann framseldur til Bandaríkjanna. Guzman hefur haldið um stjórn- artaumana síðan árið 2001 þegar hann flýði úr fangelsi. Hann slapp út í flutningabíl sem flutti óhreint tau, sem sumir myndu segja að væri kannski táknrænt. Líkt og Golfo-eiturlyfjahringur- inn hefur Sinaloa-hringurinn sinn herskáa arm. Los Negros er sveit þungvopnaðra manna sem hefur tengsl við mexíkósku mafíuna í Bandaríkunum og MS-13 eða Mara Salvatrucha. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn er í dag talinn öflugasti eiturlyfja- hringurinn í Mexíkó. Sina- loa-samtökin eru þekkt fyrir að nota jarðgöng til að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Á síðustu sjö árum hafa fimmta tug jarðganga fundist. Sum allt að því kílómetra löng. FÉKK HÖFUÐ EIGINKONUNNAR SENT Í BÖGGLAPÓSTI Osiel Cardenas fluttur til Bandaríkjanna. Joaquín Guzman Loera 2006 1. desember. Felipe Calderón tekur við embætti forseta og lýsir yfir stríði við eiturlyfjasmyglara. 2007 17. janúar Pedro Diaz Parada, höfuð- paur Oaxaca-eiturlyfja- hringsins, handtekinn. 14. maí. Jorge Altriste, yfirmaður í sérsveit lögregl- unnar í Tijuana, myrtur. 8. desember. Gerardo García Pimentel, blaðamaður La Opin- ion myrtur af eiturlyfjasmyglurum. Árið 2006 voru níu blaðamenn myrtir í Mexíkó. 29. desember. Mexíkósk lögregluyfirvöld afvopna lögregluna í bænum Playa de Rosarito í Baja California. Grunur lék að meirihluti lögreglumanna væri á mála hjá eiturlyfjasmygl- urum. GOLFO-HRINGURINN SINALOA-HRINGURINN Felipe Calderon forseti Mexíkó á í hörðu stríði við eiturlyfjabaróna. 0 100 200 300 400 500 600 2003 2004 2005 2006 2007 Utan Bandaríkjanna Í Bandaríkjunum HEIMILD: US OFFICE OF NATIONAL DRUG CONTROL HALDLAGT KÓKAÍN Tölur í tonnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.