Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 34
I BLS. 2 + Bókaðu á www.icelandair.is Flug til München gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Vildarklúbbur MÍN MÜNCHEN MÍLANÓ Berglind Guðnadóttir, hótelrekstrarfræðingur Reykjavík – München frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 2 sinnum í viku. Reykjavík – Mílanó frá 17.300 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 2 sinnum í viku. Amsterdam . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is Öll verð miðast við lægstu verð í verðskrá og geta á einhverjum tímapunkti verið uppseld. ÞAR SEM ÞIÐ OG PRÍMADONNURNAR ERUÐ SÓLARMEGIN Í LÍFINU Mílanó er töfrandi áfangastaður fyrir fólk í leit að ógleymanlegri upplifun. Þarna er allt eins ítalskt og það getur orðið í ítalskri stórborg, mannlífið í miðborginni, spaghettíssósurnar, bakaríin eða „pasticceria“ í Brerahverfinu og ljúffengt kaffið. Dagstund á Piazza del Duomo, Dómkirkjutorginu, og heimsókn í dómkirkjuna sjálfa, sem tók fjórar aldir að reisa og rúmar 20.000 manns, er ógleymanleg reynsla, og ekki er síðra að skoða heimsfræg myndlistarsöfn eins og Pinacoteca di Brera, Pinacoteca Ambrosiana og Mueso Poldi Pezzoli. Hver leggur það svo ekki á sig að bíða í röð til þess að sjá Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci í klausturmatsalnum við hliðina á kirkjunni Santa Maria Delle Grazie? Í Mílanó eru ókjörin öll af frábærum veitinga- stöðum en þar leggja matgæðingar leið sína gjarnan á sjávarréttarstaðina sem þykja afbragðsgóðir. Af sérréttum Mílanóbúa má – fyrir utan ísinn auðvitað – benda á risotto alla milanese, hrísgrjón soðin í kjúklingasoði, borin fram með saffran og osti, polenta, steiktar maískökur, og cotoletta alla milanese, „vínar- snitsel“ Mílanóa. Helstu verslunargötur í Mílanó eru via Torino, svæðið í kringum via Dante, via Manzoni, Galleria Vittorio Emanuele, corso Vittorio Emanuele og corso Venezia. Þeir sem hafa áhuga á fallegri hönnun á nytjahlutum, fötum og húsbúnaði ættu að taka frá heilan dag til þess að gramsa í „10 corso Como“ (corso Como 10, í Garibaldi-hverfinu). Þeir sem eru sáttir við að láta sér nægja að „versla í gegnum glerið“ geta svo skoðað í verslunargluggana á via Della Spiga, via Monte Napoleone, og Sant’Andrea. ÚT FYRIR MÍLANÓ OG UPP Í FJÖLLIN Tilvalið er að bregða sér í nokkurra daga ferð um ítölsku Alpana, sem taka við af sléttlendinu skammt norður og norðaustur af Mílanó, og njóta einstakrar náttúrufegurðar við vötnin fimm, Maggiore, Lugano, Como, Iseo og Garda. Þeir sem taka bílaleigubíl í Mílanó geta svo ekið niður Pódal til Feneyja eða Bologna, í suður til Flórens og þaðan áfram í suður til Rómar, en í kringum Genúa, sem stendur við samnefndan flóa inn úr Miðjarðarhafi, beint í suður frá Mílanó, eru heillandi sólarstrandarbæir og aldan svalandi í sumarhitanum. Þó að München sé þriðja stærsta borg Þýskalands, með yfir eina milljón íbúa, þá líður flestum, sem þangað leggja leið sína, frekar eins og þeir séu komnir í hlýlegt sveitaþorp en til stórborgar. Mestan þátt í því á líklega fjöldi grænna, opinna svæða, byggingarstíllinn og nálægðin við fjöllin. München prýðir samt allt sem vænta má í stórborg. Enski garðurinn Ekkert er skemmtilegra en að hjóla í Enska garðinn á góðum sólskinsdegi. Í garðinum er mikið líf og þar er auðvelt verja öllum deginum, hvort sem fólk vill skoða mannlífið, rölta um stóran garðinn, sóla sig við ána Isar, sem rennur þarna í gegn, eða gæða sér á bjór í bjórgörðum. Ólympíuleikvangurinn Þó að Ólympíuleikarnir árið 1972 hafi endað illa er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til við uppbyggingu Ólympíusvæðisins sem reist var ofan á rústum frá seinni heimstyrjöld. Auðvelt er að komast á Ólympíusvæðið þar sem almennings- samgöngur eru góðar í borginni. Ólympíusvæðið gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íbúa í München þar sem bæði í höllinni og á sjálfum leikvanginum eru haldnir fjölmargir tónleikar. Á svæðinu er einnig haldin sumarhátíðin Tollwood þar sem í boði eru tónleikar, sýningar á matvælum og handverki frá ýmsum löndum og margvíslegir listviðburðir. Í ár verður hátíðin haldin 18. júní–12. júlí. Verslanir Í München er fjöldi verslana, allt frá ódýrum H&M verslunum upp í dýrustu hátískubúðir. Mæla má með því að ganga eftir Kaufinger- strasse þar sem hægt er að versla og skoða fallegar byggingar, m.a. Frúarkirkjuna sem er eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Aðrar byggingar gnæfa ekki yfir kirkjuna þar sem enga skýjaklúfa er að finna í miðbænum. Oktoberfest Oktoberfest er haldin í München frá miðjum september fram í byrjun október. Til að fá smjörþef af hátíðinni, þegar komið er á öðrum tíma árs til borgarinnar, er hægt að skreppa á Hofbräuhaus við Platzl. Þar er haldin allt árið um kring eins konar „mini” Oktoberfest þar sem hægt er að teyga bjór í lítrakrúsum við undirleik lúðrasveitar. Bjórgarðar Fjölmargir bjórgarðar eru í München enda er hún stundum kölluð „Mekka bjórsins“. Minn uppáhaldsstaður er Augustiner Biergarten við Arnulfstrasse. Ég mæli einnig með bjórgarðinum Hirschgarten. Dýragarðurinn og Bavaria Filmgelände Fyrir fjölskyldufólk er margt skemmtilegt í boði í München. Hægt er t.d. að heimsækja dýragarðinn og kvikmyndaverið Bavaria Filmgelände. Ef verulega heitt er í veðri er má kæla sig og fjölskylduna í einu af stöðuvötn- unum sem eru rétt fyrir utan miðborgina. Kaffihús, söfn og bíó Á rigningardögum er hægt að líta inn í eitt af þessum óteljandi kaffihúsum, sem eru í borginni, og gæða sér á fínu bakkelsi. Svo má líka bregða sér inn í safn, en í München ættu allir að geta fundið safn við sitt hæfi. Skemmtistaðir Fyrir unga fólkið, sem leitar sér að afþreyingu, er Kunstpark Ost alltaf vinsæll. Þar eru margir skemmtistaðir á sama svæði og hægt að njóta fjölbreytninnar eða velja einhvern einn skemm- tistað. Á háskólasvæðinu Schwabing má finna marga spennandi veitingastaði og á Glocken- bachsvæðinu er líka gamanað skemmta sér, bæði fyrir sam- og gagnkynhneigða. Bestu upplýsingar um hvað sé að gerast í München er að finna á www.muenchen.de Flug til Mílano gefur 3.000–9.600 Vildarpunkta. Vildarklúbbur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.