Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 43

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 43
LAUGARDAGUR 21. mars 2009 3 Nýtt og glæsilegt pípuorgel var vígt um jólin í Hafnarfjarðar- kirkju á 95 ára afmæli kirkjunn- ar. Á morgun verða fyrstu söng- tónleikarnir haldnir í kirkjunni. „Það hafa verið haldnir orgeltón- leikar á nýja orgelið áður en þetta verður í fyrsta skipti sem verður sungið líka,“ segir Natalía Chow Hewlett organisti. „Þetta verður líka í fyrsta skipti sem ég spila undir hjá Kristínu en við höfum áður sungið saman dúetta. Ég er búin að æfa mig í kirkjunni dag og nótt og það er mjög gaman að spila á þetta stóra og glæsilega orgel,“ segir Natalía en hún var sjálf org- anisti í Hafnarfjarðarkirkju frá árinu 1996 til 2002. Dagskráin á tónleikunum verður að sögn Natalíu fjölbreytt en meðal annars mun hún leika verk í minn- ingu Páls Kr. Pálssonar sem var organisti við kirkjuna á árunum 1950 til 1984. „Páll gaf kirkjunni safn af orgelbókum þegar hann hætti. Þetta eru dýrmætar bækur og margar þeirra fást ekki í dag. Í gamla orgelinu var cresc endo- takki sem Páll notaði mikið við orgelleik sinn. Þessi takki er sjaldan notaður í barokk-verkum en Páll gerði það. Hann var mik- ill tónlistarmaður og meistari og fékk meðal annars viðurkenn- ingu frá forseta Íslands á sínum tíma. Þegar ég sá að það er einn- ig crescendo-takki í nýja orgelinu, en það er ekki algengt á orgelum, fannst mér tilvalið að spila verk í minningu Páls.“ Natalía segir franska orgeltón- list passa sérstaklega vel við pípu- orgel af þessari stærð og verða frönsk verk á dagskránni á morg- un. Einnig verða flutt verk eftir tónskáldið Julian Hewlett, eigin- mann Natalíu. „Verk Julians eru mjög stórbrotin og passa því vel á svona orgel. Hann er mikið tón- skáld en fáir þekkja til verka hans og þessi verk hafa til dæmis ekki hljómað í Hafnarfirði áður. Kristín mun syngja tvö verk eftir hann á tónleikunum.“ Auk þess að standa í undirbún- ingi tónleikanna er Natalía með tvo kóra á sínum snærum með- fram kennslu, Kvennakór Kópa- vogs og Englakórinn. Nú standa yfir æfingar hjá Englakórnum. „Englakórinn eru krakkar frá þriggja til níu ára en ég stofnaði hann fyrir fimm árum. Við erum þessa dagana að æfa söngleik eftir manninn minn sem við setjum upp í maí í Kópavogskirkju. Sá söng- leikur hefur aldrei verið fluttur af svona ungum krökkum, svo það verður gaman að sjá litla krakka leika og syngja.“ Tónleikar Natalíu og Kristínar í Hafnarfjarðarkirkju hefjast á morgun klukkan 17. heida@frettabladid.is Tónar hljóma í Firðinum Orgel- og söngtónleikar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju á morgun klukkan 17 en þá munu organist- inn Natalía Chow Hewlett og Kristín Sigurðardóttir sópransöngkona leika og syngja. Natalía Chow Hewlett organisti og Kristín Sigurðardóttir sópransöngkona efna til tónleika á morgun í Hafnarfjarðarkirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tungumálið á í vök að verjast, móðurmálskennsla stendur á tímamótum og við getum lært af grannþjóðunum. Þetta er meðal þess sem verður talað um á ráðstefnu Samtaka móðurmáls- kennara. Ráðstefna Samtaka móðurmáls- kennara verður haldin í Bratta, húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð, í dag. „Meiri ástæða er nú en oft áður að hafa áhyggj- ur af móðurmálskunnáttu barna og unglinga,“ segir Guðlaug Guð- mundsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara. „Ég stend æ oftar frammi fyrir því að nemend- ur mínir skilja ekki algeng orð og orðatiltæki,“ bætir hún við. Breytingar eru óhjákvæmi legar að sögn Guðlaugar. „Íslenskt sam- félag hefur breyst mjög mikið á stuttum tíma, fjöldi barna elst upp á heimilum þar sem annað eða báðir foreldrar tala litla íslensku. Minnkandi samgangur á milli kyn- slóða hefur einnig gert það að verk- um að málumhverfi barna og ungl- inga verður sífellt fábreyttara.“ Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um nýjar námskrár sem eru í smíðum og Guðlaug segir að væntanlega verði um áherslu- breytingu að ræða. „Við þurfum að skilgreina hvað okkur finnst að allir menntaðir Íslendingar þurfi að þekkja. Höfum við lagt of mikla áherslu á eldri bókmenntir á kostn- að þeirra nýrri? Hugsanlega mætti líka draga úr lestri bókmennta og leggja meiri áherslu á tjáningu á móðurmálinu í ræðu og riti.“ Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni er Ellen Krogh, prófessor við háskólann í Óðinsvéum, sem mun segja frá þeim breytingum sem voru gerðar á móðurmálskennslu í Danmörku fyrir nokkrum árum. Guðlaug telur að við getum lært mikið af reynslu Dana. En unglingarnir hljóta að kunna einhver orð sem fullorðna fólkið kann ekki? „Að sjálfsögðu,“ segir Guðlaug. „Það hefur alltaf verið til unglingamál. Hver einasta kynslóð á sína eigin frasa og orðatiltæki.“ - alþ Á íslenskan framtíð? Móðurmálskennsla verður krufin til mergjar á ráðstefnunni. Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.