Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 66

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 66
38 21. mars 2009 LAUGARDAGUR S ú var tíðin að Íslendingar klingdu með kóngum og efnafólki víða um heim en svo er eins og við séum vinafærri eftir að áfallið dundi yfir á haustmánuðum. En er það svo? Það er engu líkara en þessi þjóð hafi eitthvað fram að færa sem hafi meiri áhrif á fólk en efnahagsumsvif síðustu ára. Alla vega eru Charlie og Heather mætt hingað til lands frá Bretlandi til að gera heimildarmynd um íslenska efnahagshrunið. Það er þó ekki áhugi þeirra á efnahagslífinu sem hvetur þau áfram heldur annar fjársjóð- ur sem þau eru komin til að grafa upp. Tár fellt fyrir Íslendinga „Ég hef raunar lengi haft mikinn áhuga á Íslandi, þetta er í fjórða skiptið sem ég kem hingað,“ segir Charlie þegar hann hefur komið sér fyrir í sófa á Hótel Nordica ásamt Heather og blaðamanni. „Í raun kom ég hingað sem ferðamaður í október síðastliðn- um, rétt eftir að bankakerfið féll saman en þá áttaði ég mig ekkert á því að þetta gæti verið hinn ákjósanlegasti efniviður í heim- ildarmynd. Svo það var ekki fyrr en í jan- úar að ég las grein AA Gil í Times [greinin birtist fyrst í desember] að ég sá hversu gott umfjöllunarefni væri hér á ferðinni. Greinin fjallaði um það hvernig Íslendingar væru að bregðast við bankahruninu og það var eng- inn eymdarbragur á heldur leit fólkið á þetta ástand sem tækifæri til að breyta samfélag- inu. Þetta var mjög áhrifamikil lesning fyrir mig og í raun í eina skiptið sem ég hef grátið yfir hinu ritaða orði.“ Í greininni, sem greinilega er rituð af miklum hlýhug til Íslendinga þótt vissu- lega sé sagt til vamms, eru dregnar upp birtingarmyndir bankahrunsins; bygging- ar umkringdar krönum sem enginn er að vinna við, hverfi með ókláruðum húsum og jafnvel aðeins berum byggingargrunnum og yfirfullar bílageymslur við hafnarsvæðið. Mannlífið gengur hins vegar í berhögg við þá mynd, segir í greininni. Skálað er á öld- urhúsum, fólkið gengur með blik í auga og húmorinn í lagi. Einn viðmælandinn fagnar því að það fór sem fór því nú geti Íslendingar aftur gengist við því sem þeir raunverulega eru eftir að hafa afvegaleiðst á Mammons- vegum. Einnig fær Gordon Brown, forsætis- ráðherra Breta, á baukinn hjá Gil þegar því er lýst frá sjónarhóli Íslendinga þegar hann beitti þá hryðjuverkalögunum. Þar sem raunverulegu gildin finnast „Það komst rót á tilfinningarnar við lestur- inn,“ útskýrir Charlie. „Ég varð reiður, sér- staklega vegna framgöngu Browns, en ég vissi þó ekki í hvaða farveg ég gæti beint reiðinni. Á sama tíma var ég hrærður yfir því hvernig Íslendingar tóku áfallinu af æðruleysi, bjartsýni og reisn. Það er eitthvað svo áhugavert við það hvernig fólk tekst á við það að hafa verið slegið niður. Þetta verður því ekki mynd um það hvern- ig Íslendingar takast á við það að eiga allt í einu minni peninga heldur það hvernig fólk sem hefur afvegaleiðst horfir gagnrýnum augum inn á við til að komast aftur á rétta braut. Það er mjög mikilvægt að Íslending- ar viti það að ég mun ekki vera með ásök- unarfingurinn á lofti til að segja landanum til syndanna. Þetta verður á mun mannlegri nótum en svo. Til dæmis munum við fylgja einum Íslendingi, sem búið hefur í Bretlandi til margra ára, heim á æskuslóðirnar. Hún lítur á þetta ástand sem tækifæri til að flytja aftur til síns heimalands og taka til óspilltra málanna. Það var ekki hlaupið að því í góð- ærinu þegar hún hafði hvorki efni á því að kaupa né leigja hús á Íslandi eins og verðlag- ið var þá. Þess vegna heitir myndin „There And Back Again“ [Þangað og heim aftur] því hún er að fara heim aftur rétt eins og Íslend- ingar eru að fara heim í vissum skilningi. Þangað sem þú finnur raunveruleg gildi.“ Áhorfendur verða með frá byrjun Sama aflið og fékk Charlie af stað verður notað til að vinna myndinni brautargengi; hrifnæmin. „Þetta er nokkuð sérstök leið sem við förum,“ segir Heather. „Við byrjuð- um á því að opna vefsíðu þar sem við segj- um frá áætlunum okkar en óskum jafnframt eftir því að fólk styrki okkur og styðji. Við- brögðin hafa ekki staðið á sér og nú hafa mörg hundruð manns víðs vegar að úr heiminum sent okkur pening, gefið okkur tónlist sína, komið með hugmyndir, boðist til að þýða myndina á spænsku þegar hún verður tilbúin svo hægt verði að sýna hana í spænskumælandi löndum, og svo höfum við fengið hvatningu frá fólki sem segist ekki hafa neitt að gefa en því lítist vel á hugmynd- ina og það óskar þess að hún megi verða sem veglegust. Það hefur verið mjög hvetjandi að lesa allar sendingarnar sem berast okkur en við svörum hverjum og einum þeirra per- sónulega því við viljum að fólk treysti okkur og efist ekkert um það að við munum klára þessa mynd. Við erum skuldbundin til þess frá því að við tókum við fyrstu evrunni. En um leið og við tengjumst fólkinu með þessum hætti á netinu erum við að búa til vænting- ar og koma okkur í samband við væntanlega áhorfendur. Þannig fóðrum við myndina með efnum og anda svo hún verði sem stæðileg- ust þegar hún kemst á legg.“ En af hverju er fólk svona áhugasamt um örlög Íslendinga? „Ísland er mjög áhugavert land og hér hef ég kynnst alveg einstöku fólki,“ segir Charlie. „En þetta uppgjör sem Íslendingar standa í er sérlega áhugavert efni sem hreyfir við hverjum manni sem andann dregur.“ Við svo kveðið verða þau að koma sér að verki því tökulið er tilbúið og Haukur Vagns- son líka, sem ætlar að ljá myndinni sögu sína. Blaðamaður heldur hins vegar heim á leið. Það er ekki laust við að hann sé ögn stoltari af þjóðerni sínu en þegar hann kom inn á hótelið. Var stoltið þá svo sem ekkert í minna lagi. Þjóðin sem varð íslensk á ný Þótt köldu blási milli stjórnvalda Íslands og Breta eiga Íslendingar vini sem fjalla um land og þjóð af hlýhug. Charlie Southall og Heather Millard eru hingað komin til að gera heimildarmynd um uppgjör Íslendinga eftir bankahrunið. Þau sögðu Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni að þetta uppgjör hefði lítið með efnahag að gera, það væri andlegt. HAUKUR VAGNSSON Í TÖKUM Haukur er einn þeirra sem breska kvikmyndagerðarfólkið tók tali. HEATHER MILLARD CHARLIE SOUTHALL FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Um fallið Athafnamennirnir á Íslandi eru fáir og það er einn af helstu áhættuþáttunum í efnahagslífi landsins. Stjórnendur bankanna og þeir sem áttu að hafa eftirlit með þeim voru allir af sama sauðahúsinu. Eins ráðherrarnir og dóm- ararnir. Þetta var allt saman fólk sem hafði þekkst alla tíð, konurnar þeirra voru vinkonur, börnin þeirra léku sér saman og enginn vildi verða fyrri til að setja hinum stólinn fyrir dyrnar. Og til hvers hefðu þeir svo sem átt að gera það? Grunnupplýsingar um land og þjóð Flestir halda að Ísland sé á stærð við Isle of Wight og með álíka marga íbúa og Holland. En það er best að leiðrétta slíkan misskilning strax. Landið er stærra en Suður Kórea þó þar búi 50 milljónir manna. Á Íslandi búa hins vegar rúmlega 300 þúsund manns. Þannig að það er svipað að stærð og Portúgal með svipaðan íbúafjölda og Bradford. Þetta eru nú hryðjuverkamennirnir hans herra Browns. Eftir fallið Fólkið er sárt út í Gordon Brown og bresku þjóðina, það skammast sín fyrir óhóf og axar- sköft viðskiptajöfra sinna og það er stjórnvöld- um reitt. Það vill kosningar og einhvern til að vera nægilega íslenskur í sér til að gangast við sök sinni og taka ábyrgð. En það er bjartsýnt þegar kemur að því sjálfu eins og norrænu fólki sæmir. Hreinskilin kona sagði við mig, „allur peningurinn og allt þetta drasl er mjög „óíslenskt.“ Frekjan, neysluhyggjan, græð- gin, metorðagirndin og þessi brjálæðilega öfundsýki eru ekki eiginleikar sem eru okkur eiginlegir. Þungu fargi hefur nú verið af okkur létt þegar peningurinn og græðgin eru farin. Nú getum við aftur sýnt okkar rétta andlit.“ Niðurlag Þeir bjarga sér. Þetta er þjóð sem myndaði fyrsta þjóðþingið og barðist við sjóher hennar hátignar til að verja fiskimið sín í Norður- höfum. Þetta er þjóðin sem getið hefur af sér þrjár alheimsfegurðardrottningar og eitt Nóbelsskáld og lið þeirra vermdi annað sætið í handbolta á Ólympíuleikunum. Fólk er dæmt eftir því hvernig það stendur sig gagnvart erfiðleikum en ekki hvernig ólánið leikur það. *Jón Sigurður Eyjólfsson þýddi og gerði millifyrirsagnir ÚR GREIN AA GIL „ICELAND: FROZEN ASSETS“ SEM BIRTIST Í THE SUNDAY TIMES Í DESEMBER 2008 REISNIN Í FALLINU Kvikmynda- gerðarmennirnir, rétt eins og blaðamaður Sunday Times, hrífast af því að þótt fallið hafi verið hátt hjá Íslendingum er reisnin engu síður mikil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.