Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 70
42 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
Banaslys stjarnanna
Fráfall Natöshu Richardsson hefur vakið heimsathygli eins og ávallt þegar stjörnur falla frá. Freyr Gígja Gunnarsson rifjaði upp
nokkur af frægustu banaslysum stjörnuheimsins.
JOHN F. KENNEDY YNGRI
(1960-1999)
DÁNARORSÖK: Flugslys
Saga Kennedy-fjölskyldunnar
minnir á grískan harmleik frekar
en nokkuð annað. Því var það
eiginlega skrifað í stjörnurnar
að eitthvert barna forsetans,
Johns F. Kennedy, myndi lenda
í einhverju hræðilegu. Enginn
sá það þó fyrir að það yrði
sonurinn og alnafninn, John
F. Kennedy, sem margir spáðu
glæstum frama í bandarískum
stjórnmálum og þjóðlífi.
Skömmu eftir að hafa
heimsótt Ísland hrapaði lítil
rella hans yfir Atlantshafinu í
júlímánuði 1999. Með honum
í vélinni voru eiginkona hans
og mágkona, Lauren Bessette.
Kennedy hugðist fljúga sjálfur
frá Essex í New Jersey til Massa-
chusetts en þar ætluðu þau
hjónin að mæta í brúðkaup.
Þau komust aldrei á leiðarenda.
BUDDY HOLLY (1936-1959)
DÁNARORSÖK: Flugslys
Tónlistarstjarnan Buddy Holly
lést í flugslysi í byrjun febrúar
1959. Slík sorg ríkti í band-
rískum tónlistariðnaði þegar
fregnin um Buddy fór eins
og eldur um sinu í Ameríku
að Don McLean samdi hið
víðfræga lag, The Day the
Music Died eða Dagurinn sem
tónlistin þagnaði.
Holly hafði verið að spila
með hljómsveit sinni við Clear
Lake í Iowa-ríki og þurfti að
komast á örskömmum tíma
til smáborgarinnar Fargo í
Norður-Dakota. Í stað þess
að fara akandi var ákveðið
að fljúga með lítill rellu undir
stjórn reynslulítils og óhæfs
flugmanns. Þegar vélin fór á
loft var tekið að snjóa lítillega
en veðrið versnaði ansi snögg-
lega.Vélin hrapaði aðeins
nokkrum mínútum síðar en
úrskurður flugmálaeftirlitisins
var sá að ástæða slyssins
hefði verið röð mistaka hjá
flugmanni.
JAMES DEAN (1931-1955)
DÁNARORSÖK: Bílslys
James Dean var mikill
akstursáhugamaður og hafði
sérstakt dálæti á hraðskreið-
um bílum. Hann var einmitt
að aka í einum slíkum,
Porsche 550 Spyder, hinn
örlagaríka dag, 30. septemb-
er 1955.
Dean hugðist taka þátt í
aksturskeppni en í stað þess
að ferja bílinn í vörubíl eins
og venjan var ákvað hann
að aka honum á keppnis-
stað. Dean keyrði eftir
þjóðvegi 46 nærri Cholame
í Kaliforníu þegar ökumaður
á Ford Custom Tudor keyrði
í veg fyrir hann. Talið er
að hann hafi ekki séð bíl
Deans.
Áreksturinn var nokuð
harður og Dean lést eftir
að hafa verið fluttur á Paso
Robles-sjúkrahúsið. Hans síðustu orð voru að sögn vitna: „Hann á eftir að
stoppa, hann á eftir að sjá okkur.“ Dauði Deans gerði það þó að verkum að
hann varð hálfgerð goðsögn og andlit hans er fyrir löngu orðið eilíft.
DÍANA PRINSESSA (1961 –1997)
DÁNARORSÖK: Bílslys
Heimsbyggðin saup hveljur og
felldi tár þegar fréttir bárust af því
að Díana prinsessa hefði látist í
undirgöngum Parísaborgar þann 31.
ágúst 1997 ásamt unnusta sínum,
Dodi Al-Fayed. Skötuhjúin höfðu
verið hundelt af paparazzi-ljósmynd-
urum og lífverðir þeirra ákváðu eftir
stuttan umhugsunarfrest að breyta
öllum ferðaætlunum til þess að
koma í veg fyrir að þeir næðu sínum
myndum. Sú ákvörðun átti eftir að
reynast þeim dýrkeypt ásamt því að
bílstjórinn, Henri Paul, hafði fengið
sér einum of mikið neðan í því áður
en þau héldu í hina örlagaríku ferð.
Að sögn sjónarvotta var bifreiðinni
ekið á ógnarhraða á flótta undan
ljósmyndurum en svo virðist sem
bílstjórinn hafi misst stjórn á bílnum
með þeim afleiðingum að hann skall
á stólpa.
Slysið vakti heimsathygli og
samsæriskenningar um að breska
leyniþjónustan hefði staðið á bak
við það fóru fljótt á kreik. Hins vegar
verður andláts Diönu sennilega alltaf
minnst fyrir það gríðarlega blómahaf
sem safnaðist saman fyrir framan
GRACE KELLY (1929 –1982)
DÁNAORSÖK: Bílslys
Hinn 13. september 1982 fékk Grace
heilablóðfall þar sem hún var að aka
Rover P6-bifreið sinni, en í bílnum var
einnig Stefanía, dóttir hennar. Bíllinn fór
út af veginum og hrapaði niður fjalls-
hlíð. Grace lést á sjúkrahúsi daginn eftir.
Stefanía virtist í fyrstu hafa sloppið með
minniháttar meiðsli en síðar kom í ljós
að hún var með sprungu í höfuðkúpu.
Getgátur voru um að Grace hefði
verið að keyra eftir sama vegi og hún
gerði í kvikmynd sinni, To Catch a Thief,
en sonur hennar hefur ávallt neitað því.
Talið er að yfir hundrað milljónir manna
hafi fylgst með jarðarförinni í sjónvarpi
en meðal gesta var Díana prinsessa
sem átti eftir að deila sömu örlögum.
Meðal hinna fjögur hundruð gesta sem
mættu til Mónakó til að votta Grace
virðingu sinni voru margar af fremstu
kvikmyndastjörnum gullaldarára
Hollywood, meðal annars Gary Grant.
Rainer fursti varð gripinn mikilli sorg
eftir andlát konu sinnar og giftist aldrei
aftur. Hann var síðan grafinn við hlið
eiginkonu sinnar þegar hann lést árið
2005.
LISA „LEFT EYE“ LOPES (1971-2002)
DÁNARORSÖK: Bílslys
Lisa Lopes, rappsöngkona í hinni heims-
frægu stúlknasveit, átti stormasama ævi
og skyndilegur dauðdagi hennar var því í
anda handritsins. Lopes hafði lengi reynt
á þolþrif fjölskyldu sinnar og afrekað ýmis-
legt misjafnt þótt aðeins væri hún þrítug.
Ári fyrir lát hennar hafði hún til að mynda
horfið sporlaust og lét lögreglan lýsa eftir
henni í tvær vikur áður en hún fannst. Þar
áður hafði hún kveikt í húsi kærasta síns,
árið 1994, og var dæmd í fimm ára fang-
elsi fyrir uppátækið. Ástareldurinn fuðraði
þó ekki upp því stuttu fyrir látið höfðu þau
tilkynnt að senn myndu þau láta pússa
sig saman. Lisa var í fríi í Hondúras og
var með aðra sólóplötu sína í smíðum
þegar hún lenti í bílslysi því er dró hana
til dauða. Lopes sat sjálf við stýrið en auk
hennar voru sjö manns í bílnum. Hún ein
lét lífið eftir að hafa kastast út úr bílnum
í kjölfar veltu. Hún lést af höfuðáverkum.
Móðir Lisu reyndi í kjölfarið að höfða mál
á hendur Mitsubishi Motors en hún hélt
því fram að bifreiðin, Mitsubishi Pajero,
hefði ekki staðist öryggispróf. Málið var
látið niður falla. Tíu þúsund manns fylgd-
ust með líkfylgd Lisu en hún lét eftir sig
níu ára gamla ættleidda dóttur.
Skrautlegur TLC-liði Prinsessa fólksins
Þegar tónlistin dóGoðsögnin Grace
Hraðinn drepur Harmleikur Kennedy-ættarinnar.