Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 72
44 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
ÞRIÐJA GRÁÐAN
NAFN: Sigurður Guðni Valgeirs-
son (1954)
Á HUNDAVAÐI: Blaðamaður,
ritstjóri, útgáfustjóri bókaforlaga,
útvarps- og sjónvarpsmaður, dag-
skrárstjóri Sjónvarps og ráðgjafi
um almannatengsl.
FULLT NAFN: Aðalgeir Arason
(1957)
Á HUNDAVAÐI: Sumarvinna í
Trésmiðjunni Víði og Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur. Rannsóknarstörf
á Landspítala síðan 1985 og
stundakennsla í vefjafræði við HÍ.
NAFN: Guðmundur Andri Thors-
son (1957)
Á HUNDAVAÐI: Nokkrar skrifaðar
bækur, nokkrar ritstýrðar bækur,
nokkrar þýddar bækur, nokkrar
hálfkveðnar vísur, greinar,
útvarpsþættir.
AÐ SPILA Á BALLI GETUR VERIÐ …
Sigurður: … hreint algleymi.
GUÐMUNDUR ANDRI: …æðislegt
þegar fólk býr til stemninguna
með okkur.
AÐALGEIR: …áminning um að æfa
sig betur fyrir næsta ball.
Skipholti 35
105 Reykjavík. sími 511 7010
Gsm: 847-1600
petur@galleriborg.is
Erum að undirbúa
næsta uppboð.
Við tökum lægri
sölulaun.
Vinsamlegast hafi ð
samband við Pétur Þór
í síma 511 7010 eða
847 1600
Kristján Davíðsson
Seld á 1.200.000
J.S.Kjarval
Seld á 456.000
J.S.Kjarval
Seld á 972.000
Kristín Jónsdóttir
Seld á 1.380.000
Ásgrímur Jónsson
Seld á 2.040.000
Gunnlaugur Blöndal
Seld á 612.000
Hvaða kæki eruð þið með?
Sigurður: Ræski mig mikið og
styn víst líka.
Guðmundur: Ég toga í eyrnasnep-
ilinn þegar ég hugsa. Ég braka
puttum en seinni árin bara í einni
kjúku á litla putta hægri handar.
Ég trampa í stiganum heima en
það er kannski frekar árátta.
Aðalgeir: Ökklahreyfingar þegar
ég spila á mandólínið.
Hvaða frasa ofnotið þið?
Sigurður: Já, einmitt.
Guðmundur Andri: Ég hef ein-
kennilega gaman af því að tala um
að „koma að málum með eindregn-
um hætti“.
Aðalgeir: Oft segi ég: „Æ, hvað
helgin er stutt.“
Hvernig mynduð þið lita á ykkur
hárið ef þið yrðuð?
Sigurður: Ljóst.
Guðmundur Andri: Rautt. Ég hef í
mér eitthvað rautt.
Aðalgeir: Hvítt og sjálflýsandi.
Ef þið yrðuð að skipta um for-
eldra, hverja mynduð þið velja
sem móður og föður?
Sigurður: Kvikmyndagerðarmenn-
ina Guðnýju Halldórsdóttur og
Halldór Þorgeirsson. En þau yrðu
þá að hætta að reykja.
Guðmundur Andri: Jónas Hall-
grímsson og Þóru Gunnarsdótt-
ur.
Aðalgeir: Þorgeir gollnir og
Ásgerður Áskelsdóttir hljóta að
hafa verið góðir foreldrar.
Eftirlætislykt?
Sigurður: Nýslegið gras.
Guðmundur Andri: Íslensk lyng-
brekka í regnúða, hafið á vorin,
börn, konur.
Aðalgeir: Af trjám og viði.
Hvernig hljómar síðasta sms í
símanum ykkar?
Sigurður: Er í bíói.
Guðmundur Andri: Kveiktu á Rás
1 …
Aðalgeir: Ja takk!
Hvaða mat getið þið alls ekki borð-
að?
Sigurður: Get ekki haldið niðri
skyrhræringi en annars borða ég
nánast allt.
Guðmundur Andri: Siginn og súrs-
aðan, nætursaltaðan, kæstan og
maðkaðan mat. Mér finnst að það
eigi ekki að vera karlmennsku-
raun að borða.
Aðalgeir: Surströmming.
Hver er fyndnasti ættinginn
ykkar?
Sigurður: Valli, sonur minn, á
góðum degi.
Guðmundur Andri: Hallgrímur
Helgason.
Aðalgeir: Þeir eru allir jafn fyndn-
ir.
Hverju takið þið fyrst eftir í fari
fólks?
Sigurður: Hvort það hefur húmor.
Guðmundur Andri: Kostum þess.
Aðalgeir: Hversu viðfelldið það er.
Nefnið þrjá staði í Reykjavík sem
þið getið heimsótt aftur og aftur.
Sigurður: Laugardalslaugin, hjól-
reiðastígurinn með sjónum frá
Ægissíðu að Öskjuhlíð, kaffihús við
Austurvöll í sólskini.
Guðmundur Andri: Er ekkert sér-
staklega hugfanginn af Reykjavík
en mér er Bókabúð Máls og menn-
ingar kær, Grasagarðurinn í Laug-
ardal er vin í grámanum og svo fer
ég reglulega til pabba og mömmu.
Aðalgeir: Háskólabíó, Tónastöðin í
Skipholti, rafstöðvarhólminn í Ell-
iðaárdal.
Andi ársins 2007 sem hyggst upp-
fylla þrjá veraldlegar óskir ykkar
heimsækir ykkur. Hvernig hljóma
óskirnar?
Sigurður: Fimmtíu metra sundlaug
með útiklefa, sæmilega stór eyja á
Breiðafirði og snekkja með áhöfn.
Guðmundur Andri: Eigin strengja-
kvartett, til dæmis Kronos, sem
spilar fyrir mig þegar mig lang-
ar. Eyjan Tortola með gögnum og
gæðum. Að fara til Martinique.
Aðalgeir: Hljóðfæri að eigin vali
fyrir milljón, ókeypis nám á þau
hjá fallegri konu, rúmgott æfinga-
húsnæði.
Stynja og trampa
Nú í kvöld er komið að hinu árlega Spaða-balli sem skellt verður upp klukk-
an átta á Nasa. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk þrjá af sex meðlimum
hljómsveitarinnar viðkunnanlegu í yfirheyrslu.
HEFÐU VILJAÐ EIGNAST EYJAR OG STRENGJAKVARTETTA Spaðarnir Sigurður Valgeirsson, Guðmundur Andri Thorsson og Aðalgeir
Arason myndu til að mynda óska sér einkasundlaugar, að eignast eyjuna Tortola og að læra á hljóðfæri hjá fallegri konu fengju
þeir anda ársins 2007 í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON