Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 74
46 21. mars 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GARY OLDMAN ER 51 ÁRS. „Ég fagna hverju því sem nær að draga börn frá Playstation-tölvunni – það er kraftaverk í sjálfu sér.“ Gary Oldman leikari er þekktur fyrir hlutverk í myndum á borð við JFK, Bram Stoker’s Dracula, The Fifth element, Harry Potter og í nýjustu Bat- man-myndunum. Á þessum degi árið 1871 hóf blaðamaðurinn Henry Morton Stanley fræga leit sína að land- könnuðinum Dr. David Livingstone. Síðla á nítjándu öld var mikill áhugi meðal Evrópumanna og Banda- ríkjamanna á Afríku. Í ágúst 1865 lagði Living- stone af stað í það sem átti að vera tveggja ára könnunarleiðangur til að finna upptök árinnar Níl. Þá var það einnig ætlun Livingstone að hjálpa til við að afnema þrælaiðn- aðinn sem hafði höggvið stórt skarð í þjóðir álf- unnar. Næstum sex árum eftir að Livingstone lagði af stað hafði lítið spurst til hans. Ritstjóri New York Herald ákvað að grípa tækifærið enda mikil eftirspurn frá almenningi eftir fréttum. Hann sendi því Stanley af stað til að finna Livingstone eða í það minnsta koma aftur með sönnun um dauða hans. Leit Stanleys stóð yfir í átta mánuði en hann ferðaðist um Afríku með um tvö þúsund manna fylgdarlið. Stanley sýkt- ist af malaríu og hlaupabólu á leiðinni. Loks kom hann að þorpinu Ujiji í október. Innan um stóran hóp svartra manna sá Stanley hvítan mann með grátt skegg. Stanley gekk að honum, rétti fram höndina og sagði hina fleygu setningu: „Dr. Li- vingstone, geri ég ráð fyrir?“ ÞETTA GERÐIST: 21. MARS 1871 Stanley hefur leit að Livingstone MERKISATBURÐIR 1881 Frost á Akureyri mælist 40 gráður á Celsíus. 1963 Síðasti fanginn er fluttur úr hinu alræmda fangelsi Alcatraz. 1961 Bítlarnir koma fram í fyrsta sinn í Cavern Club í Liverpool. 1968 Snjódýpt í Vestmannaeyj- um mælist 90 sentímetr- ar. 1980 J.R. Ewing, persóna úr sápuóperunni Dallas, er skotinn í dramatískum lokaþætti. 1982 Fjarhitun Vestmanna- eyja er formlega tekin í notkun, en það var fyrsta hraunhitaveitan í heimin- um. 1983 Síðasti þáttur Hússins á sléttunni er sýndur í Bandaríkjunum. Morgundagurinn í myndum er yfir- skrift ljósmyndasýningar sem opnuð var í húsakynnum Alliance Fran- caise að Tryggvagötu 8 í gær. Sýning- in stendur yfir til 11. apríl en segja má að hún marki lokapunkt í viku franskr- ar tungu sem staðið hefur yfir síðast- liðna viku. Það eru 22 félagsmenn í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sem eiga þær hátt í þrjú hundruð ljósmyndir sem verða sýndar á sýningunni. „Framkvæmda- stjóri Alliance Francaise kom á sýn- ingu hjá okkur í Fókus á aðventunni. Hann hreifst svo af þeirri sýningu að í framhaldi af því hafði hann samband við okkur til að vera með sýningu í tengslum við viku franskrar tungu,“ segir Guðmunda Jónsdóttir í sýning- arnefnd Fókuss um tilurð sýningarinn- ar. „Síðan var okkur gefið þemað „De- main“ eða morgundagurinn og nokkrir undirtitlar,“ segir Guðmunda en undir- titlarnir þóttu nokkuð flóknir: annars staðar, fangari, jarðskin, smellur, sam- ræmanlegt, þrá, genamengi, varanlegt, umbreyting og sýn. „Félagsmenn okkar leituðu svo ann- aðhvort í sínum söfnum eftir myndum sem hentuðu eða tóku þessu sem áskor- un og leituðu uppi viðfangsefni og tóku mynd,“ segir Guðmunda en ákveðið var að vera með sýninguna á tölvuformi. „Við fengum tvo stóra skjái og tölvur að láni hjá EJS og getum því sýnt allar myndirnar þrjú hundruð,“ segir Guð- munda. Sýningin verður opin á opnun- artíma Alliance Francaise en þar er opið frá mánudegi til laugardags frá 14 til 18 en lokað á sunnudögum. solveig@frettabladid.is LJÓSMYNDASÝNING FÓKUSS: LOKAPUNKTUR VIKU FRANSKRAR TUNGU Myndasýning á tölvuformi Á MORGUN FER ÉG Mynd eftir Friðrik Þorsteinsson.DAUÐINN KEMUR Á MORGUN Mynd eftir Guðmundu Jónsdóttur. GENAMENGI Mynd eftir Pál Jökul Pétursson. MORGUNDAGURINN Í MYNDUM Guðmunda Jónsdóttir er í sýningarnefnd Fókuss og Rannveig Sigurgeirsdóttir starfar hjá Alliance Francaise. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Benjamíns Jósefssonar húsgagnasmíðameistara, Rimasíðu 20, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim er komu að umönnun og aðhlynningu hans síðustu ár. Gísli V. Benjamínsson Marta Jensen Hildur Benjamínsdóttir Ólöf Vera Benjamínsdóttir Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir Kjartan Tryggvason Katrín Benjamínsdóttir Oddur Helgason Halldóra Lilja Benjamínsdóttir Bragi Finnbogason barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir okkar og móðursystir, Guðborg Kristjánsdóttir, frá Dalsmynni, Hringbraut 99, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 14. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 23. mars kl. 13.00. Anna S. Kristjánsdóttir Ella Kristjánsdóttir systrabörn og fjölskyldur þeirra. AFMÆLI Rosie O´Donnell leik- kona er 47 ára. Matthew Broderick leikari er 47 ára. Timothy Dalton leikari er 63 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.