Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 78
21. mars 2009 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Myrkur sannleikur Kolanámumenn í Kína
Laugardagur 21. mars kl. 14.00
Verið velkomin á opnun sýningarinnar
Ljósmyndari, Cinzia D’Ambrosi - www.cinziadambrosi.com
2009
Girnilegur hádegismatseðill
Í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, fundi
og veislur. Kynnið ykkur þjónustuna á gerduberg.is
og galleryfiskur.is
Opið virka daga frá kl. 10-16 og um helgar frá kl. 13-16
Bókaormaeldi
Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir
Laugardagur 21. mars kl. 10:30-13:15
Fyrirlesarar: Halla Kjartansdóttir, Guðlaug Richter,
Ingibjörg Baldursdóttir og Brynhildur Þórarinsdóttir
Ókeypis aðgangur!
Draumsýnir
Laugardagur 21. mars kl. 14
Verið velkomin á opnun sýningarinnar
Magnús H. Gíslason, alþýðulistamaður sýnir akrýlmyndir
Samfélag í nærmynd
Ljósmyndanámskeið Cinziu D’Ambrosi
fyrir 17-25 ára ungmenni
23. mars - 8. apríl www.gerduberg.is
Ókeypis þátttaka!
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16
Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
Viltu vera vinur Gerðubergs? Kíktu á www.facebook.com!
Miðasala í síma 555 2222 og á
SÝNT Í
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU
20.03.09 Föstudagur 20:00
27.03.09 Föstudagur 20:00
28.03.09 Laugardagur 20:00
03.04.09 Föstudagur 20:00
18.04.09 Laugardagur 20:00
Heimilisbókhald
Viðtöl við starfsfólk Sparisjóðsins
Hefðbundin Greiðsluþjónusta
Netgreiðsluþjónusta
Komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og fáðu frekari
ráðgjöf um þín fjármál.
Hart í bak
Þrettándakvöld
Sædýrasafnið
Skoppa og Skrítla í söng-leik
Eterinn
Kardemommubærinn
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Kl. 24
Miðnætursýning á Þöglum farþegum
eftir Snæbjörn Brynjarsson í sviðsetn-
ingu Stúdentaleikhússins verður á mið-
nætti í nótt á á Eyjaslóð úti á Granda í
Reykjavík. Allar upplýsingar og miða-
sala Stúdentaleikhússins í síma: 867-
8640 / FACEBOOK-Stúdentaleikhúsið.
> Ekki missa af...
umræðum um stjórnskipun Íslands
og væntanlegt stjórnlagaþing í Ríkis-
útvarpinu - Rás 1 - í fyrramálið kl.
9.03. Það er annar þáttur af fjórum.
Umsjón: Ágúst Þór Árnason og Ævar
Kjartansson. Þátturinn er svo aftur á
dagskrá á mánudagskvöld.
Á þriðjudagskvöldið lýkur
röð tónleika Kammersveit-
ar Reykjavíkur til kynning-
ar á tékkneskri tónlist. Tón-
leikarnir verða í Listasafni
Íslands, en þeir eru fjórðu
tónleikarnir í röðinni.
Í efnisskrá þriðjudagsins leggja
íslenskir og tékkneskir listamenn
saman krafta sína. Fimm verk
eftir þrjú tékknesk tónskáld
eru á efnisskrá, einleikararnir
eru íslenskir og stjórnandinn
kemur frá Tékklandi. Sveit-
ina skipa að þessu sinni 32
hljóðfæraleikarar.
Verkin sem verða flutt
eru Svíta fyrir strengja-
sveit og Concertino op. 25
fyrir píanó og kammer-
hóp eftir Leos Janac-
ek. Partita fyrir
strengjasveit
útsett af Vojtech
Saudek eftir Gid-
eon Klein. Tvö
verk eru eftir
Bohuslav Mart-
inu: Divert i -
mento/Serenaða
IV og Konsert
fyr ir óbó og
kammersveit.
Hljómsveitar-
stjórinn, Ondrej
Vrabec, er ungur og
upprennandi sem hljómsveitar-
stjóri, bæði heima fyrir og erlend-
is. Hann er einnig frábær hornleik-
ari, ferðast um sem einleikari og
er fyrsti hornleikari í Tékknesku
fílharmóníuhljómsveitinni.
Einleikarar kvöldsins eru vel
þekktir í íslensku tónlistarlífi.
Selma og Daði hafa bæði komið
fram ótal sinnum sem einleikar-
ar, bæði með Sinfóníuhljómsveit
Íslands og með Kammersveitinni.
Hér takast þau á við tvö erfið
verk. Nokkuð er um liðið
síðan Selma kom fram
opinberlega og eru
því nokkur tíðindi af
flutningi hennar.
Leos Janacek er
nú viðurkenndur
sem einn af jöfrum
evrópskrar tónlist-
ar á liðinni öld.
Hann bjó mest-
an hluta ævi
sinnar í Brno
á Mæri, þar
sem tónlist-
arkennsla og
skólastjórn
urðu ævi-
starf hans.
Verk hans
nutu ekki
mikillar
hylli fyrr
en ópera
hans,
Jenufa, var frumsýnd í Prag 1916
en hann var þá 62 ára. Má segja
að með henni hafi hann slegið í
gegn.
Gideon Klein var ungur og sér-
lega efnilegur píanóleikari og tón-
skáld þegar síðari heimsstyrjöldin
braust út. Hann var af gyðingaætt-
um og var í þrjú ár lokaður inni í
Terzin-gettóinu. Þar hélt hann uppi
mikilvægu tónlistarlífi þrátt fyrir
mjög erfiðar aðstæður og samdi
flest þeirra verka sem eftir hann
liggja. Árið 1944 var hann flutt-
ur í Auschwitz- og síðar í Fursten-
grube-útrýmingarbúðirnar, þar
sem hann lést 1945, rétt áður en
heimsstyrjöldinni lauk, aðeins 25
ára að aldri.
Bohuslav Martinu ólst upp í
kirkjuturni í bænum Policka þar
sem faðir hans var hringjari.
Hann sá heiminn ofan frá og er
sagt að það hafi síðar haft áhrif á
tónsmíðar hans. Sextán ára flutti
hann til Prag með móður sinni til
framhaldsnáms í fiðluleik og tón-
smíðum. Martinu flutti til Parísar
til náms hjá franska tónskáldinu
Roussel. Þegar heimsstyrjöldin
síðari braust út fluttist Martinu til
Sviss og 1941 flúði hann til Banda-
ríkjanna. Næstu árin samdi Mart-
inu ótrúlegan fjölda verka.
Á þriðjudag gefst einstakt tæki-
færi til að heyra tónlist þessara
þriggja tónskálda í flutningi okkar
færustu listamanna. Tónleikarnir
hefjast kl. 20. pbb@frettabladid.is
Tékknesk tónskáld kynnt
TÓNLIST Selma Guðmunds-
dóttir kemur fram á tékknesk-
um tónleikum Kammersveitar-
innar á þriðjudag.