Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 82
54 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Karl Lagerfeld heillaði áhorfendur upp úr
skónum að vanda þegar hann sýndi næstu
haust- og vetrarlínu Chanel á tískuvikunni
í París.
Línan var sérlega kvenleg og skartaði
blúnduskyrtum í 18. aldar stíl, kamelíu-
blómum úr siffoni og aðsniðnum jökkum og
pilsum. Litaval sveigði líka aðeins frá hinni
klassísku svart/hvítu litapallettu Chanel og
státaði af litum eins og skærgrænu og bleiku.
Lagerfeld skírði þessa línu „Belle Brummel“
eftir breska spjátrungnum Beau Brummel
sem var þekktur fyrir stóra og mikla bindis-
hnúta og skemmtilegan fatastíl. Athygli
vakti einnig að Lagerfeld reyndi eftir getu
að notast við aðeins eldri og reyndari fyrir-
sætur en í fararbroddi var hin rauðhærða,
þrítuga Karen Elson. - amb
ÁTJÁNDU ALDAR TÍSKA HJÁ CHANEL
BLÚNDUR
OG HATTAR
TÖFF Svart pils og blússa með
blúndum.
BLEIKT Fölbleikur
og elegant sam-
festingur við hatt
og svartan jakka
frá Chanel fyrir
haust 2009.
... Line repair
hrukkukremið
frá Chanel sem
endurnærir húð-
ina að næturlagi.
... Ilmandi Peach Blossom sturtugel og body
lotion frá l‘occitane, Laugavegi.
... svartan og hvítan topp í anda
Chanel frá Einveru, Laugavegi.
JAÐIGRÆNT Falleg
græn ullardragt við
blúnduskyrtu og
svartar sokkabuxur.
ELEGANT
Svartur kjóll
með slaufum.
KONUNGLEGT
Síð svört
kápa og
hattur við.
> MATTHEW WILLIAMSON
HANNAR FYRIR H&M
Hönnuðurinn litríki, Matt-
hew Williamson, hefur
hannað fallega línu fyrir
tískukeðjuna H&M sem er
væntanleg í verslanir ytra
hinn 23. apríl. Eins og
Williamson er von og
vísa eru fötin í sterkum
litum, með kynþokka-
fullum sniðum og undir
hippalegum áhrifum.
Fötin skapa manninn segja þeir og það er hverju
orði sannara. Það er til dæmis hægt að fá betri
vinnu eða ganga betur á lífsleiðinni bara með því
að velja föt sem vekja aðdáun
og athygli þeirra sem skyldi.
Enski frasinn yfir þetta
er „Dress to Impress“ eða
að klæða sig til að ganga í
augun á fólki. Sjálf er ég nú
frekar léleg í slíku þar sem
fataskápurinn einkennist af
svörtu og ef ég fæ einhverja
athygli út á hann er það
sennilega helst að vera litin
hornauga sem laumu-gothari. Ég kynntist hins
vegar hljómsveitargaurum í Berlín nýverið sem
voru algerlega með hugtakið á hreinu. Þessir ungu
menn voru örugglega á barmi heimsfrægðar vegna
ágætis tónlistar en ég er þess fullviss að bara með
því að klæða sig í réttu fötin muni þeir skjótast
hratt og örugglega upp stjörnuhimininn. Ef maður
gengur um berfættur, í pels og með sólgleraugu
hlýtur að drjúpa af manni þvílíkt rokkstjörnu-
attitjúd að maður sannfærir um leið allan heiminn
um að maður sé afar mikilvæg manneskja. Ein-
hvern veginn er það eitt að sitja í
partíi með fráhneppta skyrtu
og sólgleraugu innandyra
vísbending um það að maður
hljóti að vera afskaplega
frægur. Hver hefur ekki tekið
eftir því hvað það breytir áliti
fólks á manni ef maður spígsporar
niður Laugaveginn með eldrauðan
varalit og risastór sólgleraugu? Það
getur ekki verið neitt nema hressandi að finna sína
innri rokkstjörnu og púkka aðeins upp á sjálfs-
traustið í leiðinni.
Að verða frægur fyrir fataskápinn einan
OKKUR
LANGAR Í
…