Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 94
66 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. eyja í asíu, 6. frú, 8. skaði, 9. pfn.,
11. átt, 12. framvegis, 14. blóm, 16.
í röð, 17. sigað, 18. prjónavarningur,
20. rykkorn, 21. einsöngur.
LÓÐRÉTT
1. þurrka út, 3. ólæti, 4. lítilsvirða, 5.
herma, 7. rauðber, 10. kvk nafn, 13.
fóstra, 15. að utan, 16. spíra, 19. ætíð.
LAUSN
Helgi Páll Þórisson
Aldur: 31 árs.
Starf: Forritari
hjá Nethönnun.
Fjölskylda:
Trúlofaður Árdísi
Jónu Pálsdóttur.
Á með henni
eitt barn, Hörpu
Hrönn Geirdal
Helgadóttur.
Foreldrar: Þórir
Steingrímsson,
lögreglumaður
og leikstjóri, og
Saga Jónsdóttir leikkona.
Búseta: Langholtsvegur.
Stjörnumerki: Fiskur.
Helgi Páll er leikmaður Skautafélags
Reykjavíkur sem fækkaði fötum í fjár-
öflunarskyni fyrir nýtt dagatal.
LÁRÉTT: 2. java, 6. fr, 8. tap, 9. mig,
11. na, 12. áfram, 14. sóley, 16. áb,
17. att, 18. les, 20. ar, 21. aría.
LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. at, 4. vanmeta,
5. apa, 7. rifsber, 10. gró, 13. ala, 15.
ytra, 16. ála, 19. sí.
„Texti lagsins er eiginlega ótrú-
legur miðað við aðstæður,“ segir
Baldur Guðmundsson, sonur Rún-
ars heitins Júlíussonar. Hann er
ásamt bróður sínum, Júlíusi Frey,
að leggja lokahönd á síðasta lagið
sem gefið verður út með föður
þeirra. Lagið hefur ekki heyrst
áður en það heitir Ég þrái að lifa
og er eftir Elmar Sindra Eiríksson.
Lagið verður frumflutt í útvarps-
þættinum Reykjavík síðdegis á
mánudaginn en það er hljómsveit-
in Best fyrir sem leikur undir. Að
sögn Baldurs er innihald textans
hinsta kveðja sögumanns sem
setur lagið í nýtt samhengi.
Sagan á bakvið upptökuna á
laginu er ótrúleg að sögn Bald-
urs. Hún átti sér stað fyrir norðan
í fyrra, nánar tiltekið á Fiskideg-
inum mikla á Dalvík. „Við vorum
þarna saman fjölskyldan og það
kemur að máli við Rúnar tónlistar-
maður að nafni Elmar,“ útskýr-
ir Baldur en Elmar þessi var að
setja saman plötu með efni eftir
sjálfan sig og bað Rúnar um að
syngja fyrir sig lag. Að venju tók
Rúnar vel í þá bón og söng lagið
inn á sunnudeginum. „Hann setti
það ekki fyrir sig þótt hann hefði
verið að spila og syngja í tjöldum
á bæði föstudags- og laugardags-
kvöldinu. Elmar kom bara og sótti
hann í hádeginu á sunnudeginum
og fór með hann í upptökuverið.
Við spáðum síðan ekkert meir í
þetta,“ útskýrir Baldur.
Skömmu eftir fráfall Rúnars
hafði Elmar samband við fjöl-
skylduna og sendi þeim upptök-
una með laginu, bað þau þó að
vera ekki mikið að spá í textann.
Baldur segir að þau hafi ekki verið
í ástandi til að hlusta og því hafi
upptakan legið óhreyfð í dágóð-
an tíma. „Hann hafði síðan sam-
band við okkur aftur fyrir um
hálfum mánuði og bað okkur um
að hlusta á lagið en hafa smá fyr-
irvara á textanum,“ segir Baldur.
Textinn er hins vegar ótrúlegur í
ljósi aðstæðna því sögumaðurinn
er að deyja, lagið er hans hinsta
kveðja. Baldur bætir því við að
systir Elmars sé listakona, hún
hafi málað mynd af Rúnari og þau
hafi mælt sér mót helgina sem
Rúnar féll frá. „Myndatextinn á
myndinni er ótrúlega lýsandi fyrir
þessa röð tilviljana; það þarf fólk
eins og þig fyrir fólk eins og mig,“
segir Baldur. Hann bætir því við
að þegar fjölskyldan hafi tekið
saman síðasta ár Rúnars á lífi hafi
þeim orðið það ljóst að hann skildi
eftir sig fáa lausa enda. „Hann
var listamaður Reykjanesbæjar,
fékk heiðursverðlaun á tónlistar-
verðlaununum og náði að gifta sig
auk þess að slá síðasta tón Hljóma
í Cavern Club,“ segir Baldur. Lagið
kemur út á plötu Elmars, Á augna-
bliki lokar þú augunum, en mun að
öllum líkindum einnig rata á end-
urútgáfu fyrstu stóru plötu Rún-
ars, Hvað dreymdi sveininn? Bald-
ur segir þó ekkert ákveðið hvort
lagið muni hljóma í Laugardals-
höllinni á minningartónleikunum
2. maí. „Tónleikadagskráin er vel á
veg komin og við vitum ekki hvort
við komum því að.“
Og það er mikill áhugi á tónleik-
unum því uppselt er á A+ og C-
svæði og örfáir miðar til á A- og B-
svæði. Menn verða að hafa hraðar
hendur ef þeir vilja verða vitni að
þessum einstaka tónleikaviðburði
því hann verður hvorki tekinn upp
og gefinn út á DVD-diski né sýnd-
ur í sjónvarpi. Þá hefur verið geng-
ið frá því að Shady Owens, fyrrum
söngkona Trúbrots, fljúgi sérstak-
lega til Íslands og syngi á tónleik-
unum.
freyrgigja@frettabladid.is
BALDUR GUÐMUNDSSON: PABBI SKILDI EFTIR FÁA LAUSA ENDA
Hinsta kveðja Rúnars Júl
Í bókinni Myndir ársins, þar sem
getur að líta ljósmyndir frá árinu
2008, er að finna mynd sem ekki
hefur komið fyrir augu almenn-
ings áður. Hún er tekin að morgni
dags þann 8. október 2008 þegar
Ingvi Örn Kristinsson, forstöðu-
maður verðbréfasviðs Landsbank-
ans, stendur uppi á bókaskáp og
tilkynnir starfsmönnum sínum að
skilanefnd hafi tekið yfir stjórn
bankans þá um nóttina. Myndin
er tekin á Nokia E65 síma Snorra
Ómarssonar sem þá var starfs-
maður sviðsins en var sagt upp
störfum. Snorri er nú í masters-
námi í viðskiptafræði en hann er
auk þess menntaður atvinnuflug-
maður og bjóst fastlega við því að
fara að fljúga einhvern tímann á
næstunni.
Snorri segir þetta hafa verið
sögulega stund. „Það voru í kring-
um 100-120 manns sem störfuðu
á verðbréfasviðinu og þeir voru
eiginlega allir samankomnir um
þarna morguninn,“ segir Snorri
sem þykir orðið „örlagarík“ lýsa
myndinni hvað best. „Þetta var
auðvitað mjög sögulegur viðburð-
ur og svona hálfgerð Hyde Park-
stemning yfir þessu, maður sem
stendur upp og segir starfsmönn-
um frá örlögum þeirra.“
Snorri segir að útgefandi bók-
arinnar, Kristján B. Jónasson,
hafi sett sig í samband við hann.
„Þetta var svona í gegnum gömlu
góðu íslensku aðferðina, maður
þekkir mann sem þekkir mann.“
Hann viðurkennir jafnframt að
þetta sé mjög skemmtilegt fyrir
sig. „Ég þekki blaðamann sem er
í félaginu og hefur aldrei fengið
mynd birta eftir sig þannig að ég
er bara mjög stoltur.“
- fgg
Náði mynd af hruni Landsbankans
TÓK MYNDINA Á NOKIA Snorri tók
myndina á Nokia E65-síma sinn. Hann
segist vera ótrúlega stoltur yfir því að fá
hana birta í bókinni Myndir ársins.
ÖRLAGARÍK Ingvi Örn Kristinsson stendur uppi á bókaskáp og tilkynnir starfsmönn-
um verðbréfasviðs Landsbankans að skilanefnd hafi tekið yfir stjórn bankans þá um
nóttina. MYND/SNORRI
„Við teljum að afeitrun í fögru umhverfi
eins og Hvalfirðinum beri mikinn árang-
ur, skapi vellíðan og komi í veg fyrir sjúk-
dóma,“ segir Edda Sverrisdóttir, ein af
aðstandendum heildrænnar detoxmeðferð-
ar sem fyrirtækið Krossgötur stendur fyrir.
Detoxmeðferðir til Póllands á vegum Jónínu
Ben hafa notið mikilla vinsælda undanfarin
ár, en meðferðin hjá Krossgötum fer fram
á Hótel Glym í Hvalfirði og var kynnt þar
fyrir fullu húsi á fimmtudaginn.
„Það er mikið af fólki sem stendur á
krossgötum núna, sérstaklega eftir það áfall
sem þjóðin varð fyrir á haustmánuðum.
Margir hafa misst tökin á heilsunni og þetta
er ein leiðin til að hjálpa fólki að taka málin
í sínar hendur og komast á rétta braut. Ég
held að allir sem eru komnir yfir 25 eða 30
ára aldur hafi gott af þessu, líka að afeitr-
ast af öllum þeim raftækjum sem eru alltaf
í kringum okkur,“ útskýrir Edda.
Í detoxmeðferðinni er stuðst við matar-
æði dr. Dabrowska sem hún hefur þróað
síðastliðna áratugi við góðan orðstír auk
þess sem dr. Boris starfar á námskeiðinu,
en hann starfar meðal annars á meðferðar-
setrinu Uzboja í Póllandi. „Dr. Boris er ótrú-
lega magnaður maður sem hefur gríðarlega
reynslu. Margir Íslendingar hafa heyrt um
hann eða verið hjá honum, en hann hefur
þróað aðferð til að afeitra fólk undanfarin
níu ár og er sérfræðingur í ristil- og lifr-
arhreinsun og höfuðbeina- og spjaldhrygg-
smeðferð,“ bætir hún við. Aðspurð segir
hún detoxmeðferðirnar í Hvalfirðinum vera
mun ódýrari en þær sem fara fram í Pól-
landi. „Hótel Glymur er bara 45 mínútur frá
Reykjavík svo það þarf ekki að taka tvö flug
og það er enginn tímamismunur. Það hlýtur
að teljast til bóta og vera freistandi,“ segir
Edda, en frekari upplýsingar um námskeið-
in má finna á hotelglymur.is undir Kross-
götur. - ag
Dr. Boris með detoxmeðferðir í Hvalfirði
DETOX Í HVALFIRÐI Dr. Boris (aftast í rauðri peysu)
verður á námskeiðunum í Hótel Glym sem hefjast 3.
maí næstkomandi.
HINSTA KVEÐJA HERRA ROKKS Bræðurnir Baldur og Júlíus leggja nú lokahönd á
síðasta lagið sem gefið verður út með föður þeirra, Rúnari Júlíussyni.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Fréttablaðið greindi frá því að
kvartettinn Jógvan, Jónsi, Páll
Óskar og Friðrik Ómar
muni líklega deila með
sér hlutverki í væntan-
legu Grease-i. Ekki er
víst að það verkefni hafi
leitt til fundar þeirra
tveggja síðarnefndu
í Laugum í gær en
sveittir gestir þar
veittu því athygli
að þeir höfðu
margt og mikið
að ræða í rækt-
inni, svo mikið að
þeir gáfu tækjunum
lítinn gaum.
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu hefur heillað land og þjóð
með glæstum árangri undanfarin
misseri. Þjóðin elskar stelpurnar
okkar - og þær hver aðra að því er
virðist. Þannig hafa Edda Garð-
arsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir
verið par í áraraðir og á dögunum
skaut amor örvum sínum
milli þeirra Katrínar
Ómarsdóttur og
markvarðarins Maríu
B. Ágústsdóttur. Allar
fjórar léku þær með
KR síðasta sumar en
Ólína og Edda
eru farnar til
Svíþjóðar þar
sem þær iðka
sína íþrótt.
Mikill áhugi er á starfi upplýs-
ingafulltrúa flugfélagsins Iceland
Express sem sjónvarpskonan
Lára Ómarsdóttir
gegndi áður. Starfið var
auglýst í Fréttablaðinu
á þriðjudaginn og
viðbrögðin hafa ekki
látið á sér standa. Um
200 manns hafa
þegar sótt um og
enn er vika eftir
af umsóknar-
frestinum.
- jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Hrútseistu.
2 Um eitt prósent.
3 Miranda Richardson.