Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 16
16 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hún er sérkennileg umræð-an um húsnæðismálin þessa dagana. Enginn grefst fyrir um orsakirnar fyrir ósköpunum og umræðan snýst um afskriftir af skuldum. Fæstir hafa neina framtíðarsýn. Þó stöndum við í rústum gjaldþrota húsnæðis- stefnu, sem hefur verið stór þátt- ur í græðgisvæðingu þjóðfélags- ins. Suðvesturhorn landsins er undirlagt af húsalausum lóðum, hálfköruðum byggingum eða fullbúnum húsum með engum íbúum. Það mætti halda að allir væru að flytjast til landsins – ekki frá því. Séreignarstefna hefur ein- kennt húsnæðiskerfið á Íslandi frá því þéttbýli fór að mynd- ast. Ísland hefur skorið sig úr á Norðurlöndunum og reynd- ar frá flestum Evrópulöndum. Önnur form eins og leiguréttur og búseturéttur hafa varla kom- ist á blað. Hinir ráðandi flokk- ar á Íslandi, allt fram til dags- ins í dag – Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur – hafa staðið vörð um þetta kerfi. Á árum Jóhönnu Sigurðardóttur í félagsmálaráðuneytinu kringum 1990, voru þó gerðar heiðarleg- ar tilraunir til að breyta þessum áherslum. Það sem kallað var; félagslega húsnæðiskerfið var stóreflt með hagstæðum lánum og húsaleigubótum, lög voru sett um nýtt form húsnæðisfé- laga – húsnæðissamvinnufélög og húsbréfakerfið leysti af hólmi gamaldags lánakerfi með lang- ar biðraðir í eftirdragi. En dagar Jóhönnu voru þó ekki runnir upp og eldri áherslur tóku aftur við. Dregið úr eftirliti Eitt fyrsta verkið var að leggja Húsnæðisstofnun niður og þar með hlutverk hennar í að stýra húsnæðisþróuninni. Rannsókn- ir og eftirlit voru úrelt orð. Loks stóð ekkert eftir af verkum Jóhönnu nema fjárvana húsa- leigubótakerfi. Sveitarfélögin fengu fullt skipulagsvald í sínar hendur og lóðakapphlaupið hófst fyrir alvöru. Flokkur húsnæð- ismála þurfti að höfða til unga fólksins fyrir kosningarnar 2003 og beitti sér fyrir hækkun húsnæðislána í 90% fyrir alla. Það gaf sjálfsagt nokkur þús- und atkvæði. Hinir einkavæddu bankar sáu sér líka leik á borði og buðu betur – 100% lán, enda lánahirslur allt um kring fullar af peningum. Fasteignabólan Nú rauk húsnæðisverð upp með ómældu veðrými í íbúðunum. Það var stækkað við sig, skóla- fólk keypti sér íbúðir til að halda upp á sjálfræðisaldurinn, hinir eldri komu sér fyrir í barnlaus- um blokkum með góðu útsýni og afganginn mátti nota til jeppa- kaupa og ferðalaga. Allir voru að græða, enda tvö- faldaðist íbúðaverðið á örstutt- um tíma. Upp úr hefðbundnum byggingarfélögum spratt urmull af fjárfestingafélögum og eign- arhaldsfélögum og sveitarfélög- in gáfust upp á að standa sjálf fyrir framkvæmdum, heldur létu þessum félögum eftir landið og lóðirnar. Enginn spáði í íbúaþróun og raunverulega þörf fyrir nýbygg- ingar, enda ekkert fylgst með af opinberum aðilum. Samkeppni sveitarfélagana snerist um að fá fleira fólk til að borga skatta af allri veltunni í þjóðfélaginu. Þá var um að gera að byggja − nóg. Fremstur fór jráðamaður í sveitarfélagi með landrými fyrir flesta íbúa höfuðborgarinnar, ef þeim þóknaðist að flytja þang- að. Aðrir urðu að bjóða betur. Hvernig var hann annars dans- inn kringum gullkálfinn forð- um? Einhverjum reiknaðist til að nú væru um 7000 íbúðir í pottin- um; tómar, hálfbyggðar eða lóðir tilbúnar. Svo ber að sjálfsögðu enginn ábyrgð á þessu frekar en öðru. Svona var nú aðdragandinn. Er hægt að kalla þetta annað en hrun á hugmyndafræði í hús- næðismálum, þar sem fram- kvæmdin var eftir efninu? Engin hugmynd sannast, nema henni sé komið í framkvæmd. Þá sést hvort hún gengur upp eða ekki. Tugþúsundir eru nú með hana á bakinu til næstu áratuga – hver og einn. Einhver verður að borga ef skuldir eru afskrifaðar og það hefur enginn gefið sig fram – enn þá. Fólk í fyrirrúmi − ekki peninga Sá sem hér festir línur á blað kom nokkuð að húsnæðismálum í nærri tvo áratugi og var meðal annars í forsvari fyrir húsnæð- issamvinnufélögunum: Búseta og Búmönnum. Þau félög standa traustum fótum í dag og marg- ur þakkar fyrir að hafa valið þann kostinn. Baráttan fyrir þessu húsnæðisformi tók mörg og ströng ár og traustustu liðs- mennirnir á þeim tíma meðal þingmanna og ráðherra voru núverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ég ætla að vona að reynsla þeirra og fram- tíðarsýn leiði loksins til þess að fólk almennt verði í fyrirrúmi í húsnæðismálunum á næstunni, en ekki bara peningarnir, sem eru þeirrar náttúru nú um stund- ir, að gufa upp jafn skjótt og þeir koma í augsýn. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Búseta og Búmanna. REYNIR INGIBJARTSSON Í DAG | Íslensk húsnæðisstefna Gjaldþrota draugaborgir UMRÆÐAN Tryggvi Gíslason skrifar opið bréf til stjórnmálamanna Stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland eru nauðsynleg til þess að efla lýðræði í landinu, vekja með fólki von um betra stjórnarfar og auka traust á Alþingi og stjórnmálaflokkum – og ekki síst til þess að stuðla að sátt í samfélaginu. Enginn stjórnmálaflokkur má eigna sér kom- andi stjórnlagaþing og enginn flokkur má leggj- ast gegn stjórnlagaþingi á vegum fólksins og fyrir fólkið, en það er til fólksins – almennings í landinu – sem þið, alþingismenn, sækið umboð ykkar. Illt var að ekki skyldi reynt til þrautar að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að standa að frum- varpi um stjórnlagaþing, flokk sem hefur flesta fulltrúa á Alþingi og hefur verið stærsti stjórn- málaflokkur landsins frá stofnun lýðveld- is. Lýðræðisþjóð getur ekki verið án stjórn- málaflokka – annað er blekking. Sjónar- spil stjórnmálamanna fyrir opnum tjöld- um er, hefur verið og verður hluti af þeim sjónleik sem fylgt hefur stjórnmálum alla tíð og við megum ekki vera án – því að þetta sjónarspil hefur líka sitt gildi,enda er öll veröldin leiksvið og hver karl og kona aðeins leikarar sem fara og koma og breyta oft um gervi, eins og meistari Shakespeare segir. Engu að síður skora ég á ykkur, alþingismenn, að finna leið til þess að allir flokkar á Alþingi standi að stjórnlagaþingi, kjörnu af fólkinu, fyrir fólkið. Sundrung, sýndarmennska og pólitískur rétttrúnaður hæfir ekki á Alþingi Íslendinga nú. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Veröldin er leiksvið TRYGGVI GÍSLASON Þ au eru svolítið trekkt í þinginu þessa dagana. Þarf ekki annað en fylgjast með umræðum á vef þingsins til að sjá að taugarnar eru farnar að gefa sig. En nú eru prófkjör og listaval að baki. Mörg mál bíða afgreiðslu þingsins og eindrægninni er ekki mikið fyrir að fara. Því miður, þótt mál séu brýn mörg hver og heimti afgreiðslu sem fyrst þar sem vá er fyrir dyrum víða. Tímaskortur er mikill í þinginu og ónógar aðstæður til að kryfja mál eins og æskilegt hefði verið. Þær stundir koma í starfsemi Alþingis að menn verða að breyta til, hætta hinum vanabundnu erjum og stælum, sem alla jafna setja svip sinn á umræður þingsins, og leggja sig raun- verulega fram um að ná víðtækri og almennri samstöðu um það sem gera þarf. Þá er tími þeirra sem kunna að sætta sjónarmið en ekki hinna sem á öðrum tíma eru notaðir í þvarg og stæla og oftast er hleypt fram þegar málþóf er uppi. Nú eru slíkir tímar. Nú ber að leggja allt kapp á að menn nái sáttum í mikilvægum málum, finni þá fleti sem geta leitt menn til sameiginlegrar niðurstöðu, en skákir sem leiða til átaka verði látnar liggja. Íslensk pólitík er oftast ekki á háu plani. Margt veldur því enda nýtur þingið um þessar mundir lítils álits meðal umbjóð- enda þeirra þingmanna sem á þingi sitja. Þjóðin hefur lítið álit á þinginu og þingmenn verða að taka þann missi alvarlega. Nú skyldu menn ætla að þingið sé ekki svo rofið úr öllu sam- bandi sínu við þjóðina. Þingheimur finnur pressuna. Þótt þessi dægrin umgangist þingmenn mest stuðningsmenn sína og við- hlæjendur. Margir í hópi þingmanna eru nú að yfirgefa þingið, hverfa frá vettvangi, sumir við skaddaðan orðstír, aðrir hverfa þaðan með eftirsjá og hafa tapað trausti kjósenda. Þeim öllum ætti þó að vera ljóst að á þeirri ögurstund sem nú vakir yfir þjóðinni hefur aldrei verið brýnna en að menn nái saman, skjótt og vel, í mörgum málum. Það er beinlínis skylda þingmanna; sumir ganga svo langt að segja að sú skylda ætti að vera æðri endurnýjun sem fyrirhuguð er á umboði þingsins sem nú er í vændum. Þingið sem nú situr sé í raun að flýja bæði vanda og ábyrgð. Þess heldur er ekki tími fyrir þref og mótþróa. Og þá verða menn að hætta að líta á hina staðbundnu og smáu hagsmuni og horfa á heildarhagsmuni. Oft er kvartað yfir litlum samstarfsvilja milli meirihluta og minnihluta. Er þá gjarnan vísað til þess að framkvæmdarvaldið voki yfir þinginu og þar fáist engin mál unnin nema meirihlutans. Þessu fylgist þjóðin með. Trúa þingmenn að slík vinnubrögð séu það sem kjósendur kæra sig um? Vilja þeir leggja fyrir umbjóð- endur sína framboð um fautaskap sem sérstakt kosningamál? Bera þeir gæfu til að ganga til kosninga nú með þann yfirlýsta vilja að sameinast í brýnum málum, semja sig til niðurstöðu til framfara á miklum erfiðleikatímum? Þjóðin fylgist með. Þingmenn tæpir í tímaþröng: Sundrung í þingsölum PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Ólík sýn Ólík er sýn þeirra Egils Helgasonar og Sigurðar Einarssonar á fræga skýrslu Seðlabankamannsins um mat erlendra bankamanna á íslensku við- skiptabönkunum frá febrúar á síðasta ári. „Textinn ber þess vott að þar hafi ritfær maður verið að verki,“ segir Egill á síðunni sinni en Sigurður er á öðru máli. „Ég hef aldrei á 25 ára starfsferli mínum séð jafn lélegt og illa skrif- að plagg,“ er haft eftir honum í DV. Ekki hefur komið fram hver hélt um penna en Davíð Odds- son er jú ritfær mjög. Grípum niður í skýrsluna. „Ljóst er að áhyggjur af Íslandi litast eingöngu af áhyggjum af íslensku bönkunum, og talið að fyrirferð þeirra í fjármálalífi Íslendinga sé slík, að verði þeim hált á svelli þá detti aðrir með þeim.“ Sagan Sparisjóðabankinn, sem nú heyrir sögunni til, byrjaði smátt en stækkaði svo og stækkaði og varð að endingu að engu. Hann var stofnaður fyrir rúmum tuttugu árum til að þjónusta sparisjóðina og var mark- miðið aðeins eitt; að styrkja samkeppnis- hæfni þeirra. Eins og hinir Sparisjóðabankamennirnir horfðu á viðskiptabankana í kringum sig stækka og vildu verða eins. Í nóvem- ber 2006 kynntu þeir nýja framtíð- arsýn sem byggði á að af-sparisjóða sig. Vaxa átti utan sparisjóðakerfisins, meðal annars með uppbyggingu erlendis. Keypt var fyrirtæki sem starfaði í Lettlandi og Lithá- en. Og skrá átti Sparisjóða- bankann í Kauphöllina. Til þess kom þó aldrei. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.