Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009 3 Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglis- verðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upp- lýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska banka- kerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablað- ið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafn- að ósk blaðsins um afrit af minnis- blaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „per- sónulegt minnisblað formanns bankastjórnar“ sem væri „í vörslu hans sjálfs“. Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisat- riði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónuleg- um hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubund- ið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefnd- um í samtali þeirra tveggja varð- andi yfirvofandi hrun bankakerf- isins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi“. Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabank- ans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo við- kvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkom- andi við tiltekt á skrifstofu for- manns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í raf- rænt skjalastjórnarkerfi bank- ans strax í framhaldi af samn- ingu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemd- ir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskrán- ing svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðs- ins um afrit af skjalinu á grund- velli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætl- uðum árangri séu þau á almanna- vitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfir- vofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönk- um og þar með valdið hruni kerf- isins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðla- bankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Stjórnsýsla Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Minnisblöð embættismanna DR. JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjala- stjórn sem sérsvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.