Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G S P A R I S J Ó Ð I R N I R Í G E G N U M Á R I N 18 58 S pa ris jó ðu r b úl au sr a í S kú tu st að ah re pp i 18 64 S pa ris jó ðu r M ýr as ýs ln a 18 72 S pa ris jó ðu r R ey kj av ík ur (s am ei na ðu r L an ds ba nk an um 1 88 7) . 18 73 S pa ris jó ðu r S ig lu fja rð ar 18 75 S pa ris jó ðu r Á lft an es hr ep ps (v ar ð ár at ug s íð ar a ð Sp ar is jó ði H af na rfj ar ða r) 18 79 S pa ris jó ðu r H öf ðh ve rfi ng a (G re ni ví k) 18 85 S pa ris jó ðu r S va rfd æ la (D al ví k) 18 89 S pa ris jó ðu rin n á Ro sm hv al an es i ( hæ tti s ta rfs em i 1 89 2) 18 91 S pa ris jó ðu r K irk ju bó ls - o g Fe lls hr ep pa (b re yt t í S pa ris jó ð St ra nd am an na 1 99 1) 18 92 S pa ris jó ðu r Ó la fs ví ku r 18 92 S pa ris jó ðu r S ty kk is hó lm s 18 92 S pa ris jó ðu r F la te yj ar hr ep ps 18 96 S pa ris jó ðu r V es tu r– Ís af ja rð ar sý sl u (s íð ar S pa ris jó ðu r Þ in ge yr ar hr ep ps ) 19 02 S pa ris jó ðu r H af na rfj ar ða r 19 07 S pa ris jó ðu rin n í K ef la ví k 19 07 S pa ris jó ðu r H ól ah re pp s (s íð ar S pa ris jó ðu r S ka ga fja rð ar ) 19 08 S pa ris jó ðu r B ol un ga rv ík ur 19 10 S pa ris jó ðu r H rú tfi rð in ga (B or ðe yr i) 19 13 S pa ris jó ðu r M ýr as ýs lu 19 14 S pa ris jó ðu r Ó la fs fja rð ar 19 18 S pa ris jó ðu r Ö nu nd ar fja rð ar 19 20 S pa ris jó ðu r N or ðf ja rð ar 19 29 E yr ar sp ar is jó ðu r á P at re ks fir ði 19 32 S pa ris jó ðu r R ey kj av ík ur o g ná gr en ni s 19 32 S pa ris jó ðu r Á rn es hr ep ps 19 42 S pa ris jó ðu r V es tm an na ey ja 19 51 S pa ris jó ðu r H el lis sa nd s 19 56 S pa ris jó ðu r K óp av og s 19 56 V er sl un ar sp ar is jó ðu rin n (s íð ar V er sl un ar ba nk i Í sl an ds ) 19 57 S am vi nn us pa ris jó ðu rin n (s íð ar b re yt t í S am vi nn ub an ka Ís la nd s. S el du r L an ds ba nk an um 1 99 0) 19 61 S pa ris jó ðu r v él st jó ra 19 62 S pa ris jó ðu r H ve ra ge rð is o g ná gr en ni s (B ún að ar ba nk i Í sl an ds tó k ha nn y fir 1 96 7) 19 63 S pa ris jó ðu r H ún ve tn in ga 19 64 S pa ris jó ðu r S ty kk is hó lm s 19 65 S pa ris jó ðu r D al as ýs lu 19 67 S pa ris jó ðu r a lþ ýð un na r ( br ey tt í A lþ ýð ub an ka nn 1 97 1) . 19 72 S pa ris jó ðu r S úð av ík ur 19 86 L án as to fn un s pa ris jó ða nn a (s íð ar S pa ris jó ða ba nk in n) s to fn að ur 19 91 S pa ris jó ðu r H or na rfj ar ða r o g ná gr en ni s 19 97 S pa ris jó ðu r N or ðl en di ng a (v ar ð til m eð s am ei ni ng u Sp ar is jó ðs A ku re yr ar o g Ar na rn es hr ep ps o g Sp ar is jó ðs G læ si bæ ja rh re pp s) 19 97 S pa ris jó ðu r M ýv et ni ng a sa m ei na ðu r S pa ris jó ði S uð ur -Þ in ge yi ng a. 19 98 S pa ris jó ðu r H rú tfi rð in ga s am ei na st S pa ris jó ði V es tu r-H ún ve tn in ga . T ek ur u pp n af ni ð Sp ar is jó ðu r Hú na þi ng s og S tra nd a. 19 99 S pa ris jó ðu r M ýr ah re pp s sa m ei na st S pa ris jó ði Þ in ge yr ar hr ep ps , S pa ris jó ði R au ða sa nd sh re pp s vi ð Ey ra sp ar is jó ð og s am ei ni ng u Sp ar is jó ðs S úg an da fja rð ar o g Sp ar is jó ðs B ol un ga rv ík ur . 20 00 K au pþ in g og S pr on k au pa S pa ris jó ð Sú ða ví ku r o g Sp ar is jó ð Ön un da rfj ar ða r. 20 01 S pa ris jó ði r V es tfi rð in ga . A ð ho nu m s tó ðu S pa ris jó ðu r Ö nu nd ar fja rð ar , S úð av ík ur , Þ in ge yr ar hr ep ps og E yr ar sp ar is jó ðs . 20 03 S pa ris jó ðu r M ýr as ýs lu k au pi r a llt s to fn fé S pa ris jó ðs S ig lu fja rð ar . 20 06 S pa ris jó ðu r H or na fja rð ar o g ná gr en ni r s am ei na st S pa ris jó ði V es tm an na ey ja . 20 06 S pa ris jó ðu r H af na rfj ar ða r o g Sp ar is jó ðu r v él st jó ra s am ei na st u nd ir na fn i B yr s. 20 06 S pa ris jó ðu rin n í K ef la ví k og S pa ris jó ðu r Ó la fs ví ku r r en na s am an . 20 07 S pa ris jó ðu rin n í K ef la ví k ka up ir Sp ar is jó ð Hú na þi ng s og S tra nd a. 20 07 S pa ris jó ðu r S ig lu fja rð ar o g Sp ar is jó ðu r S ka ga fja rð ar s am ei na st . 20 07 B yr o g Sp ar is jó ðu r K óp av og s sa m ei na st 20 07 S am ko m ul ag u m s am ru na B yr s og S pa ris jó ðs N or ðl en di ng a. 20 07 S PR ON s kr áð ur á m ar ka ð 20 08 S pa ris jó ðu rin n í K ef la ví k ka up ir Sp ar is jó ð Ve st fir ði ng a 20 09 S ki la ne fn di r t ak a yf ir st jó rn S PR ON o g Sp ar is jó ða ba nk an s. S jö s pa ris jó ði r ó sk a ef tir e ig in fjá rfr am - la gi fr á hi nu o pi nb er a. N ýr kafli var skrif- aður í sögu spari- sjóða landsins um helgina þegar lykla- völdin voru tekin af stjórnum Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis og Sparisjóða- bankans. Útlit er fyrir að tilvist þeirra beggja færist fljótlega í sögubækur. Því til viðbótar hafa sex spari- sjóðir óskað eftir eiginfjárfram- lagi frá hinu opinbera til að bæta úr slæmri stöðu. Þrettán sparisjóðir standa nú eftir. Líklegt má telja að vaxtar- tímabili þeirra sé lokið í bili og muni þeir snúa sér að rótunum, starfi í heimabyggð líkt og á upp- hafsárum þeirra. BANKI BÚLAUSRA VINNUMANNA Sparisjóðirnir eiga rætur að rekja allt aftur til þess þegar Jón Sig- urðsson forseti talaði fyrir efl- ingu á innlendum sparnaði og nauðsyni þess að afla fjár til framfara um miðja nítjándu öld. Ráðamenn þjóðarinnar skeg- græddu um stofnun innlendra fjármálastofnana í kjölfarið en áhuginn var lítill og koðnaði hug- myndin niður. Fyrsti sparisjóðurinn mun hafa verið Sparnaðarsjóður búlausra í Skútustaðahreppi, sem stofnaður var um mitt ár 1858 á Grænavatni í Mývatnssveit. Stofnendur voru fátækir þingeyskir vinnumenn sem ekki fengu fyrirgreiðslu í fjármálastofnunum þess tíma. Saga sjóðsins var stutt en hann þraut örendi sökum lausafjár- skorts í sveitinni tveimur árum síðar. Íslendingar voru almennt seinir til að tileinka sér sparisjóðahug- myndina. Fyrsti sparisjóðurinn hafði litið dagsins ljós um hálfri öld fyrr í Bretlandi og nokkr- um áratugum fyrr í Bandaríkj- unum. Þótt tilraunin í Mývatnssveit hafi ekki gefist vel í fyrstu at- rennu litu fleiri sparisjóðir dags- ins ljós fljótlega í íslenskum sveit- um eftir þetta. Saga þeirra margra reyndist þó skammvinn, ekki síst fyrir þær sakir að Landsbanki Íslands og Búnaðarbankinn sóttu hart fram á markaðssvæðum sparisjóðanna og gáfu þeir undan gegn ofurafl- inu í minni byggðum. Vörn sparisjóðanna gegn áföll- um var stofnun Sambands ís- lenskra sparisjóða árið 1967. Í kjölfarið var blásið til sóknar gegn viðskiptabönkunum stóru. Um áratug síðar jókst vörnin frekar með tilkomu Trygginga- sjóðs sparisjóðanna. Sjóðurinn hefur rétt sparisjóðum hjálpar- hönd á erfiðum tímum. Í honum eru í dag um 400 milljónir króna og má hann ekki við miklu í sam- félagi sparisjóða. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir kerfishruni í líkingu við þau dómínóáhrif sem fóru af stað við fall bankanna í fyrrahaust HÁKARLAR GUÐA Á GLUGGA Fall sparisjóðanna um helgina tengist mörgum þáttum, svo sem djarfri þátttöku þeirra á hluta- bréfamarkaði og nánu samstarfi eftir aldamótin síðustu samhliða umróti í hópi stofnfjáreigenda. Nokkru eftir síðustu aldamót hófst það tímabil í sögu spari- sjóðanna, sem einkenndist af samþjöppun tengdum viðskipt- um með stofnfjárbréf sparisjóð- anna Dæmi eru um að stofnfjár- eigendur, sem setið höfðu á bréf- um sínum í áratugi, og töldu þá nokkurra tugþúsunda virði fengu boð í bréfin upp á allt að fimm- tíu milljónir króna. Viðskipti sem þessi tengdust að mestu Spari- sjóði Hafnarfjarðar (nú Byr). „Þetta var raunverulegt áhlaup á sparisjóðina og þeir börðust gegn því,“ segir Guðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Hann líkir andstöðu stofnfjáreigenda gegn viðskiptum með stofnfjárbréf á yfirverði við baráttu við hákarla sem hafi séð fjárfestingartæki- færi í sjóðunum. Stofnfjárbréf- in hafi verið lítill hluti af eigin- fé sparisjóðanna og því auðvelt að freista stofnfjáreigenda með gylliboðum. Sterk bein hafi þurft til að neita þeim. Hann segir sparisjóðina hafa barist af alefli gegn stofnfjár- sölu á sínum tíma en Fjármála- eftirlitið slegið vopnin úr höndum þeirra þegar það gaf græna ljósið á sölu bréfanna á yfirverði í kjöl- far baráttunnar um SPRON. Guðjón segir ljóst að „há- karlarnir“ hafi ekki haft tilfinn- ingar til sparisjóðanna sem bar- ist var um með sama hætti og stofnfjáreigendur. Þegar mark- miðum þeirra hafi verið náð hafi almenningur séð á eftir spari- sjóðunum úr heimabyggð. „Það gerðu sér allir grein fyrir því að hákarlarnir voru ekki að hugsa um hag sparisjóðanna,“ segir hann. Nær eina vörn sparisjóðanna gegn áhlaupinu var stofnfjár- aukning þar sem stofnfjáreigend- um – bændum, ekkjum stofnfjár- eigenda og afkomendum þeirra – gafst kostur á að auka við eigið fé sparisjóðsins með kaupum á stofnfjárbréfum gegn vilyrði um vænar arðgreiðslur. Margir brugðu á slík ráð til varnar því að sparisjóðurinn lenti í röng- um höndum. Vopnin hafa snúist í höndum margra upp á síðkast- ið, ekki síst þeirra sem skuld- settu sig með erlendum lánum í varnarleiknum. ÓBREYTT FRAMTÍÐARSÝN Sparisjóðirnir tóku margir þátt í góðærinu, án þess í raun að hagn- ast verulega á því. Sem dæmi skiluðu einungis tveir sparisjóð- ir hagnaði af grunnstarfsemi sinni, inn- og útlánastarfsemi, á góðærisárinu 2007 á sama tíma og aðrir skiluðu tapi. Þá var eig- infjárhlutfall margra sparisjóða þegar orðið mjög nálægt þeim átta prósenta mörkum sem sett eru fyrir rekstur fjármálafyrir- tækja. Þeim sparisjóðum sem mesta áhættu tóku, svo sem SPRON og Sparisjóðabankanum, en eignar- hlutur Sparisjóðabankans í Ex- istu nam 80 prósentum af eigin- fé hans 2006, tókst ekki að nýta sér góðærið með skikkanlegum hætti. Að sama skapi voru þeir afar viðkæmir fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum. Botninn tók svo endanlega úr með falli bankanna og gengishruni Existu sem hreinsaði upp gengishagnað margra sparisjóða. Vika var í gær síðan Guðjón kynnti framtíðarsýn sparisjóð- anna þar sem áætlað var að einn til tveir sparisjóðir yrðu á suð- vesturhorni landsins en fjór- ir til sex á landsbyggðinni. Þær áætlanir eru óbreyttar, að hans sögn. Óbreytt framtíðarsýn laskaðra sparisjóða F A B R I K A N FRÁ AÐALFUNDI SPRON 2007 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var skráður á markað í október 2007. Gengi bréfa sparisjóðsins stóð í tæpum 17 krónum á hlut á fyrsta degi en gerði lítið annað en að lækka. Það stóð í 1,9 krónum á hlut þegar viðskipti með bréfin voru stöðvuð í bankahruninu tæpum tveimur árum síðar. Viðskipti með þau hófust aldrei á ný. MARKAÐURINN/VALLI Tveir sparisjóðir færðust í sögubækur um síðustu helgi. Þrettán standa eftir en helmingur þeirra stendur höllum fæti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir sögu sparisjóðanna og skoðaði ástæðurnar fyrir falli þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.