Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 54
 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR STÆRSTA BOND MYND ALLRA TÍMA KOMIN Á DVD OG BLU-RAY 9. HVERVINNUR! ELDRI BOND MYNDIR Á TILBOÐI! VINNINGAR ERU QUANTUM OF SOLACE Á Á DVD, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA. SENDU SMS EST BOND Á NÚME IÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. VINNINGAR ERU QUANTUM OF SOLACE Á Á DVD, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA. SJÁÐU MYND INA! SPILA ÐU LEI KINN! folk@frettabladid.is Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Páll Óskar og Jóhanna Guð- rún verða á meðal þeirra sem koma fram í skemmti- þætti Stöðvar 2 á laugardagskvöld þar sem safnað verður fyrir Hjartaheill. Markmiðið er að safna fyrir nýrri hjartaþræðingavél sem kostar yfir 300 milljón- ir króna. Þema útsendingarinnar verður ástin, róm- an tíkin og allt það sem talist getur hjartfólgið. Sigurjón Kjartansson var fenginn til að semja grín- atriði fyrir þáttinn og lauk verkefninu á einni helgi. „Mér var það bæði ljúft og skylt að taka þátt. Þetta eru mínir helstu vinir og snillingar í gegnum árin sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón og á þar við Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Kjartan Guðjónsson og Brynhildi Guðjónsdóttur. „Þetta er einn „skets“ í tveimur hlut- um sem tengist hjartanu og snýst um sjúkdómagrein- ingu. Þetta er mjög athyglisvert en ég held að þess- ir „sketsar“ tali nú fyrir sig sjálfir.“ Leikstjóri var Sævar Guðmundsson sem leikstýrði einnig Rétti þar sem Sigurjón var einmitt handritshöfundur. Sigurjón samdi síðast grínatriði fyrir áramóta- skaupið og hefur því engu gleymt. „Þegar við gerðum áramótaskaupið var gott að geta gengið í „sketsareynsluna“. Það er alltaf gott að hafa þenn- an bakgrunn.“ Þátturinn á laugardag verður í tvær og hálfa klukkustund. Þar kemur einnig fram Ilmur Kristj- ánsdóttir sem ætlar að ræða við fólk á förnum vegi um ástina og rómantíkina. - fb Samdi hjartnæmt grínatriði Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartur Guðmundsson fara með aðalhlutverkin í Grease sem sett verður upp í Loftkastalanum í sumar. „Ég var eiginlega búin að sætta mig við að fá aldrei að leika Sandy því ég er dökkhærð. Sem var sorg- legt því ég hef oft horft á Grease og langað til að leika hana og syngja þessi lög. En þegar ég var beðin um að koma í prufu hugsaði ég með mér: Ég skal fá hlutverkið þótt dökkhærð sé,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð. Þriðja íslenska Grease-parið leit dagsins ljós í gær þegar skrif- að var undir samninga í Loftkast- alanum. Ólöf Jara og Bjartur Guð- mundsson taka að sér hin frægu og eftirsóttu hlutverk Danny og Sandy í söngleiknum Grease sem til stendur að setja upp nú í vor og sýna í allt sumar. „Við höfum pruf- að marga og þetta er niðurstaðan,“ segir Bjarni Haukur, leikhússtjóri í Lofkastalanum. Söngleikurinn hefur verið sett- ur tvisvar upp á Íslandi áður en Selma Björnsdóttir leikstýr- ir og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni. „Ólöf Jara er dóttir þeirra hjóna Guðrúnar Gunnarsdótt- ur og Valgeirs Skagfjörð. Svaka- lega mikil framtíð í henni. Hún er með þetta í blóðinu,“ segir Bjarni Haukur spurður hvað hafi ráðið þessu vali. Ótrúlegur fjöldi hefur mætt í Loftkastalann að undan- förnu í áheyrnarprufur. Ólöf Jara og Bjartur feta í fótspor Selmu sjálfrar og Rúnars Freys sem fóru fyrst með þessi hlutverk í íslensku leikhúsi og síðar voru það Birgitta Haukdal og Jónsi. „Þau hafa allt í þetta sem þarf og gott betur eins og íslenskir leikhúsgestir munu komast að.“ Leikhússtjórinn held- ur áfram þar sem frá var horfið við að lýsa ágæti nýjasta Grease- parsins. „Þetta eru frábærir leik- arar sem passa í hlutverkin. Hún er ekki leiklistarmenntuð en er úr Verzló þar sem hún hefur verið að syngja mikið. Er stjarna þaðan eins og Selma. Og er nú að leika í Kardemommubænum þannig að Selma veit hvað hún getur og kann. Bjartur er að útskrifast úr Leik- listarskólanum og er þetta fyrsta hlutverk hans eftir útskrift. Fram- tíðin er björt hjá honum hann er hörkuleikari. Svo er gaman að segja frá því að hún er dökkhærð en hann ljóshærður. Það er nýtt,“ segir Bjarni Haukur og vísar til þess að upphaflega Grease-parið var auðvitað þau Olivia Newton- John og John Travolta í myndinni frægu frá árinu 1978. Bjartur segir þetta verkefni leggjast vel í sig og sér fyrir sér skemmtilega vinnu. „Nei, ég verð að viðurkenna að ekki sá ég fyrir að þetta yrði mitt fyrsta verkefni eftir skóla. Í raun og veru átti ég ekki von á að þessi söngleikur yrði settur upp á þessum tíma. En það er alltaf tími fyrir góða skemmtun. Eitthvað sem eykur gleði í samfé- laginu. jakob@frettabladid.is Ljóshærður Danny Zuko og dökkhærð Sandy Olsson „Ég græddi fullt af nýju efni fyrir uppistandið mitt og get ekki beðið eftir að fara aftur á ferðina.“ ROBIN WILLIAMS Nýkominn úr hjartaaðgerð. „Það voru nokkur erfið hasaratriði. Á hverjum degi leið mér eins og ég væri að klífa Everest.“ SETH ROGEN Kvartar undan þunna loftinu í Nýju-Mexíkó við tökur á The Green Hornet. „Ég er önnum kafin. Ég á frábæra vini og yndislega fjölskyldu. Allir mínir draum- ar eru að rætast.“ NICOLE RICHIE Setur á stofn fatalínu fyrir barns- hafandi konur. SIGURJÓN KJARTANSSON Sigurjón Kjartansson samdi grínatriði í tilefni söfnunar fyrir nýrri hjartaþræðingavél. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA NÝJA GREASE-PARIÐ Í ÖLLU SÍNU VELDI Þetta er fyrsta hlutverk Bjarts eftir leiklistar- námið en Ólöf Jara er stjarna úr Verzló, líkt og leikstjórinn Selma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.