Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R TÆKIFÆRI Í NÆSTA NÁGRENNI Viðskiptasendinefndir til Færeyja, og Spánar og Portúgal PI PA R PI PA RR PI PA R PI PA R IP A PI PA PI PA PI PA PI PAIPPI PIPPPPPPPPPPPP SÍÍSÍÍÍÍSÍSÍ • SÍÍÍÍÍ • S • SS • S • S • S• S A • 9 A • 9 A • 9 A • 9 A • 9• 9 A • 9 A • 99• 9 AAAA 29292 04 9222 04 9 04 99 04 9 04 9490404044040404000 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is Útflutningsráð fer fyrir viðskiptasendinefnd til Færeyja dagana 27.-29. maí. Íslenskum fyrirtækjum bjóðast tækifæri til samstarfs á hinum ýmsu sviðum, bæði í framleiðslu og þjónustu. Viðskiptafundir eru skipulagðir fyrir íslensku þátttakendurna. Viðskiptasendinefnd til Spánar og Portúgal Útflutningsráð kannar áhuga fyrirtækja á sendinefnd til Spánar og Portúgal í haust. Markmið ferðarinnar er kynning á markaðstækifærum ásamt fyrirtækjafundum. Tækifæri á þessum markaði eru m.a. í þjónustugreinum ýmiss konar, fiskveiðum og fiskvinnslu og tækniþekkingu á sviði orkulausna. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Elsu Einarsdóttur, elsa@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Háskólinn í Reykjavík, SAS Institute og PricewaterhouseCoopers hf. bjóða þér að sitja málþing föstudaginn 27. mars, kl. 8:00 – 12:00. STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL: ERU ÞAU Í LAMASESSI HJÁ ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM? Kynntar verða glænýjar niðurstöður rannsókna á stjórnunarreikningsskilum á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn er gerð á Íslandi og því mikill fengur fyrir endurskoðendur, stjórnendur fyrirtækja og aðra áhugasama að sitja þingið. 8:00 – 8:30 Léttur morgunverður 8:30 – 9:15 Stjórnunarreikningsskil í íslenskum fyrirtækjum: Staða og þróun Dr. Páll Ríkharðsson dósent við Háskólann í Reykjavík og viðskiptaráðgjafi hjá SAS Institute 9:15 – 10:00 Icelandic Management Accounting in an International Perspective Dr. Carsten Rohde prófessor í reikningshaldi við Copenhagen Business School 10:00 – 10:30 Kaffihlé 10:30 – 11:15 Mikilvægi innra eftirlits fyrir stjórnendareikningsskil Ólafur Kristinsson endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. og Jón Óskar Hallgrímsson hagfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers hf. 11:15 – 12:00 Stjórnendaupplýsingar og ársreikningar: Er grundvallarmunur þarna á? Stefán Svavarsson endurskoðandi og dósent í hlutastarfi við Háskólann í Reykjavík Fundarstjóri er Guðfinna S. Bjarnadóttir Aðgangur er ókeypis og öllum opinn Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101 Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skraning@ru.is Össur Kristinsson, stofnandi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, hefur selt um tvær milljónir bréfa í fyrirtækinu úr safni sínu síðan hann steig úr stjórn fyrirtækis- ins í febrúar. Stofnandinn átti fjórðungshlut í Össuri árið 2004 en hefur minnk- að hann jafnt og þétt síðan þá og fer nú með 8,4 prósenta hlut í nafni eignarhaldsfélagsins Mall- ard Holding. Fyrir viku var greint frá því að breskur einkaframtaks- sjóður hafi gert öðrum hluthöfum tilboð í hluti þeirra og stefndi að yfirtöku á félaginu. IFS Greining segir í nýrri greiningu kauptækifæri í bréf- um Össurar og verðmetur þau á 1,2 dali á hlut. Það jafngildir um 136 krónum, sem er 40 prósent- um yfir verði þeirra í gær. Þetta er engu síður talsvert undir fyrra markaðsgengi Össurar en vorið 2007 stóð það í tæpum 130 krón- um á hlut. Á sama tíma stóð gengi Bandaríkjadals í um sextíu krón- um sem jafngildir rúmum tveim- ur dölum á hlut. Í dag nemur verð- ið um 0,9 dölum á hlut. - jab Stofnandi Össurar hf. minnkar við hlut sinn „Ég ákvað fyrir tíu árum að hætta í stjórninni eftir fjörutíu ára starf,“ segir Össur Krist- insson, stoðtækjafræðingur og stofnandi stoðtækjafyrirtækis- ins Össurar. Össur segir ástæðuna fyrir sölu á hlutum sínum þá að hann reki tvö fyrirtæki sem þurfi á fjármagni að halda. Annað þeirra er O.K. Prost- hetics, sem framleiðir gervilimi með ódýrari og fljótvirkari hætti en áður hefur tekist. Gervifæt- urnir eru hannaðir fyrir íbúa fátækra ríkja sem misst hafi fætur af ýmsum orsökum, ekki síst vegna stríðsátaka. Stefnt er að því að kenna íbúum landanna að framleiða gervilimina sjálft. Fyrirtækið er ekki rekið í ágóða- skyni. Össur segir erfitt að finna fjárfesta að verkefninu og verði hann því að nýta eigin fjármuni í það. Fyrirtækið hefur meðal ann- ars farið til Mósambík í Afríku og á átakasvæði í Pakistan. Nú hefur Félag Palestínuvina styrkt O.K. Prosthetics með kaupum á 25 til 30 gervilimum. „Við förum til Gasasvæðisins í Palestínu á föstudag og verð- um í viku,“ segir Össur. ÖSSUR KRISTINS SON Gefur fátækum gervifætur Óli Kristján Ármannsson skrifar „Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og end- urskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára,“ segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Syst- ems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grét- arsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn fé- lagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármála- stjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfs- fólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn fé- lagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg,“ segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsem- in líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur,“ segir hann, en segist um leið skilja áhyggj- ur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið.“ Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildar- lausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan ein- stakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstak- ar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áhersl- an á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir,“ segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar,“ segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabank- ans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyr- irtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi. THEO HOEN OG SIGSTEINN GRÉTARSSON Marel er ekki á förum og gjaldeyrishöft ekki til vandræða samkvæmt því sem nýir yfirmenn Marel Food Systems segja. MARKAÐURINN/GVA Segja Marel ekki á leið úr landinu Ný framkvæmdastjórn Marel Food System stýrir samþætt- ingu og innri uppbyggingu eftir mikinn ytri vöxt síðustu ára. Nýr forstjóri segir fyrirtækið ekki á förum frá landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.