Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 6
6 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 53 50 0 3/ 09 á 1 lítra Kókómjólk Gott á brúsann! FUNHEITT TILBOÐ allur vetrarf atnaður með allt að LAGERSALA AFSLÁTT. 70% SUÐUR-AFRÍKA, AP Skipuleggjendur fjölþjóðlegrar friðarráðstefnu, sem fara átti fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í lok vikunnar, segja að ákveðið hafi verið að fresta ráð- stefnunni um óákveðinn tíma eftir að suður-afrísk stjórnvöld meinuðu Dalai Lama þátttöku. Suður-Afríkustjórn neitaði að gefa út vegabréfsáritun til hins útlæga andlega leiðtoga Tíbeta, og gaf sem skýringu tengslin við Kína. Thabo Masebe, talsmað- ur Kgalema Motlanthe forseta, sagði Dalai Lama ekki vera vel- kominn til Suður-Afríku fyrr en eftir heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu, sem fram fer í landinu árið 2010. Kæmi Dalai Lama til S-Afríku fyrir þann tíma myndi að sögn Masebe athygli fjölmiðla snúa að honum og Tíbetdeilunni, ekki þeim framförum sem náðst hefðu í Suður-Afríku. Þessi ákvörðun stjórnarinnar sætir harðri gagnrýni í Suður-Afr- íku. Desmond Tutu biskup, frið- arverðlaunahafi Nóbels, og fleiri þekktir einstaklingar hættu við þátttöku í hinni áformuðu friðar- ráðstefnu í mótmælaskyni. - aa Friðarráðstefnu í Suður-Afríku frestað eftir að Dalai Lama var meinuð þátttaka: Segjast óttast áhrif á HM2010 BREYTTIR TÍMAR Friðarverðlaunahafarnir Desmond Tutu biskup og Dalai Lama á góðri stund í Suður-Afríku árið 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðidal í fyrri- nótt. Þá var tilkynnt um þjófnað á tveimur hnökkum til viðbótar til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu í gær. Þjófurinn eða þjófarnir sem fóru inn í hesthúsið í Víðidalnum tóku nýjustu hnakkana en skildu hins vegar eftir öll önnur reið- tygi, þar á meðal fimm eða sex eldri rykfallna hnakka. Ómar Smári Ármannsson, yfir- maður fjármunabrotadeildar lög- reglunnar, beinir þeim tilmælum til fólks að vera vel á verði gagn- vart grunsamlegum mannaferð- um í hesthúsabyggðum. - jss Átta hnökkum stolið: Hnakkaþjófur aftur á ferð SAMFÉLAGSMÁL Eining ríkir meðal foreldra um að börn í tíunda bekk grunnskóla eigi ekki að drekka áfengi eða neyta annarra vímu- efna. Áfengis neyslan tekur hins vegar stökk á fyrsta ári í fram- haldsskóla. Í framhaldsskóla virð- ist margir foreldrar líta svo á að krakkarnir séu orðnir fullorðnir og slaki því á kröfum. Áfengisdrykkja er sögð vera stór hluti af skemmt- anamenning- unni í fram- haldsskólum. Helmingur framhaldsskóla- nema á aldrin- um 18 til 19 ára hefur fengið for- eldra sína til að kaupa fyrir sig áfengi. Álfgeir Logi Kristjáns- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að enn sé mikið tekist á um hverj- ar eigi að vera áherslurnar í for- varnastarfi í framhaldsskólum, en starfið hafi verið fremur ómark- visst. „Eins og staðan er í dag er engin stefna og engin eining um hvernig eigi að vinna með þetta,“ segir hann og bendir á hið skrítna aldurs bil frá því krakkarnir byrja í framhaldsskóla 16 ára þar til þau verða sjálfráða 18 ára og svo aftur þar til þau mega kaupa áfengi 20 ára. „Þetta er mjög furðulegt og óskiljanlegt. Það veit enginn hvað þetta þýðir, hvort krakkar á þess- um aldri megi drekka áfengi eða ekki.“ Gríðarleg aukning er á áfengis- neyslu milli tíunda bekkjarins og framhaldsskóla. Margir þætt- ir hafa áhrif en „tölurnar sýna að heilmargir nemendur segja að mamma og pabbi hafi keypt fyrir sig eða boðið sér áfengi. Þetta gefur vísbendingar um að for- eldrar séu enn mjög ósamstiga og óvissir um hvað þeir mega gera. Margir telja að leyfilegt sé fyrir krakka sem eru 16 til 19 ára að drekka áfengi,“ segir hann. Álfgeir segir forvarnirnar byrja inni á heimilunum og bendir á að foreldrar eigi „erfitt uppdráttar“ einir og sér. „Aflið í hópi unglinga kemur úr jafningjahópnum og þegar unglingar ákveða eitthvað er mjög erfitt fyrir staka foreldra að vera með fingurinn á lofti,“ segir hann og bendir á að foreldrar séu samstiga í því að unglingar í efstu bekkjum grunnskóla eigi ekki að neyta vímuefna. Þegar komið er í framhaldsskóla vanti hins vegar á samstöðu. Álfgeir Logi kallar eftir því að hún verði mynduð. „For- eldrar og forvarnaaðilar þurfa að mynda sér heillega skoðun á því hvort þeir vilji hafa áfengis neyslu í skemmtanamenningu framhalds- skólanema og við hvaða aldur eigi að miða forvarnastarfið,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Foreldrarnir kaupa áfengi fyrir börn sín Helmingur 18 til 19 ára framhaldsskólanema segir að foreldrar þeirra hafi keypt fyrir sig áfengi. Lektor hvetur foreldra nemanna til að hugsa málið betur. ÁLFGEIR LOGI KRISTJÁNSSON FRÁ BUSAVÍGSLU Í REYKAVÍK Áfengisdrykkja tvöfaldast þegar unglingarnir byrja í framhaldsskóla. Lektor segir foreldra ringlaða í afstöðu sinni til áfengisdrykkju framhaldsskólanema. Krakkarnir verði sjálfráða 18 ára en megi ekki kaupa áfengi fyrr en við tvítugsaldur. Í framhaldsskólunum er áfengisdrykkja stór hluti af skemmtana- menningunni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR VINNUMARKAÐUR Verkalýðshreyf- ingin verður með aukaársfund ASÍ í dag vegna alþingiskosninganna og ástandsins í þjóðfélaginu. Á fund- inum verður fjallað um sýn ASÍ á endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs. Áherslan er á ESB-aðild og upptöku evru. Á fundinum verður lögð fram greinargerð atvinnumálanefndar ASÍ. Þar kemur fram að full ástæða sé til að hefja aðildarviðræður við ESB og láta reyna á aðild með samningaviðræðum. ASÍ telur að evra tryggi stöðugleika í efnahags- legu umhverfi sjávarútvegsins, toll- ar falli niður og hagstæðara verði að vinna fisk meira fyrir útflutn- ing. Sjómenn vilji fyrst og fremst tryggja yfirráð yfir efnahagslög- sögunni, óskorað fullveldi lands- ins í samningum um deilistofna og afdráttarlausa heimild þjóðarinnar til að stunda hvalveiðar. Skiptar skoðanir eru meðal verkafólks á því hvort landbúnað- ur leggist niður með inngöngu í ESB, segir í greinargerð ASÍ. Hvað byggðamálin varði eru áhyggjur af því að erfitt geti orðið að spyrna gegn atvinnuleysi á landsbyggðinni ef evran verði tekin upp. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með fundinum vilji ASÍ reyna að stuðla að umræðu um ESB fyrir kosningarnar, eina leið- in út úr höftun- um sé ESB og evran. Hann vill að þannig verði erlendir fjárfest- ar róaðir niður. „V i ð h öf u m áhyggjur af því að þetta brýna mál sé enn einu sinni að lenda út á hliðarspori í pólitískri stöðu dagsins og ekki sé hægt að móta samningsmarkmið, fara í viðræðurnar og gefa þjóðinni færi á að tjá hug sinn heldur ætli menn að slá þessu á frétt um fjölda ára,“ segir hann. - ghs Verkalýðshreyfingin verður með aukaársfund í dag vegna kosninganna: Vill þrýsta á ESB-umræðu GYLFI ARNBJÖRNSSON KJÖRKASSINN Á að lögleiða kannabisefni? Já 66,4 Nei 33,6 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ættu fyrrum seðlabankastjórar að birta gögn sín um hrunið? Segðu þína skoðun á Vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 73. tölublað (25.03.2009)
https://timarit.is/issue/283951

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

73. tölublað (25.03.2009)

Aðgerðir: