Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 2
2 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR ÞJÓÐKIRKJAN Séra Gunnar Björns- son, sóknarprestur á Selfossi, krefst bæði skaðabóta og miskabóta frá Biskupsstofu vegna tímabundinnar lausnar hans frá störfum í septemb- er síðastliðnum. Biskup leysti hann frá störfum þegar hann sætti ákæru um kynferðislega áreitni gegn sókn- arbörnum sínum. Hæstiréttur hefur nú sýknað Gunnar. Guðjón Ólafur Jónsson, lögmað- ur Gunnars, fundar með fulltrúum Biskupsstofu í dag vegna máls- ins. Hann von- ast til þess að hægt verði að semja um málið og segir niður- stöðu Hæstarétt- ar sýna að ekki hafi verið nægj- anlegur grund- völlur fyrir því að leysa Gunnar frá störfum. Guðjón segir að annars vegar verði farið fram á skaðabæt- ur, þar sem séra Gunnar hafi orðið af ýmsum sérverkefnum á borð við giftingar og útfarir, og hins vegar miskabætur vegna þess álitshnekk- is sem lausnin olli honum. Hann vill ekki nefna neinar upphæðir í þessu samhengi. Þegar málið kom upp í maí í fyrra tók Gunnar sér hálfs árs námsleyfi en þegar því lauk vék biskup honum frá störfum í hálft ár til viðbótar á hálfum launum. Gunnar mótmælti því og taldi að skilyrðum til að veita honum lausn væri ekki fullnægt. Nefnd sem fer yfir öll slík mál skil- aði áliti í desember og komst að því að rétt hafi verið af biskup að leysa Gunnar frá störfum. Hann hafði þá þegar verið sýknaður í héraði. Eftir að Hæstiréttur sýknaði Gunnar á föstudag sendi biskup honum bréf og boðaði hann aftur til starfa 1. maí. Jafnframt var Gunn- ari tilkynnt að hann fengi greidd full laun, auk vaxta, fyrir allan leyfistímann. Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á Biskupsstofu, mun funda með Guðjóni Ólafi í dag ásamt framkvæmdastjóra kirkju- ráðs. Hún vill ekki taka afstöðu til kröfu Gunnars fyrirfram, en bend- ir þó á niðurstöðu nefndarinnar sem mat ákvörðun biskups rétta á sínum tíma. stigur@frettabladid.is Karl Ágúst, hver ykkar ætlar að bregða sér í hlutverk feitu konunnar sem syngur? „Við erum allir svo spengilegir að ég hugsa að við verðum að fá gesta- leikara í það hlutverk.“ Tökur standa yfir á síðasta Spaugstofu- þætti vetrarins, sem gæti einnig orðið allra síðasti þátturinn. Karl Ágúst Úlfsson er einn af forsprökkum Spaugstofunnar. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- Vill að biskup borgi fyrir álitshnekkinn Séra Gunnar Björnsson krefur Biskupsstofu um skaða- og miskabætur vegna lausnar hans frá störfum. Rétt hjá biskupi að leysa frá störfum prest sem sætir ákæru um kynferðisbrot, sagði sérstök matsnefnd í desember síðastliðnum. SÉRA GUNNAR BJÖRNSSON SELFOSSKIRKJA Óvissa ríkir innan Selfosskirkju um hvernig taka skuli á málinu. Farið hafði verið fram á að starfandi prestur fengi að ljúka fermingum en ekki er víst að svo verði. Þeir aðilar innan Selfosskirkju sem Fréttablaðið ræddi við í gær vildu lítið tjá sig um væntanlega endurkomu séra Gunnars til starfa í kirkjunni. Eysteinn Ó. Jónasson, formaður sóknarnefndarinnar, segir það hafa komið fólki á óvart að hann myndi snúa aftur til starfa 1. maí, enda hafi sérstaklega verið óskað eftir því að sá sem nú gegnir starfinu, séra Óskar Hafsteinn Ósk- arsson, fengi að ljúka fermingum, en tvisvar er fermt eftir 1. maí. Eysteinn segir að tíminn einn muni leiða í ljós hvernig sóknarbörn taka séra Gunnari, þrátt fyrir sýknuna, og hvort hann mun ávinna sér traust þeirra á ný. „Það er ljóst að þetta mun skapa vandræði innan kirkjunnar,“ segir Herdís Styrkársdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju. Hún segir að starfsfólk hafi ekki fundað sérstaklega um hvernig taka skuli á málinu en slíkur fundur hljóti að vera á döfinni. SKAPAR VANDRÆÐI INNAN KIRKJUNNAR TÉKKLAND, AP Þriggja flokka sam- steypustjórnin, sem verið hefur við stjórnvölinn í Tékklandi síðan í september 2006, er fallin. Hún tapaði vantrauststillögu sem atkvæði voru greidd um á þinginu í Prag í gær. 101 þing- maður af 200, sem sæti eiga í þinginu, studdi vantraustsyf- irlýsinguna. Ríkisstjórnin, undir forystu Mireks Topolaneks, verður nú að víkja. Málið setur stjórnmál í Evrópusambandinu í nokkurt uppnám, enda gegna Tékkar nú formennskunni í sam- bandinu. Von er á Barack Obama Bandaríkjaforseta í heimsókn til Prag í næstu viku til að funda þar með ESB-leiðtogum. - aa Vantrauststillaga á þingi: Tékklands- stjórn fallin MIREK TOPOLANEK EFNAHAGSMÁL Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær allsherjarupp- færslu á lánareglum sjóðsins. „Þessar umbætur endurspegla verulega breytingu á því hvernig sjóðurinn getur aðstoðað aðild- arríki sín, sem er ekki vanþörf á nú á tímum alþjóðlegrar kreppu,“ er haft eftir Dominique Strauss- Kahn, forstjóra AGS, í tilkynn- ingu frá sjóðnum. „Meiri sveigj- anleiki í lánafyrirgreiðslu ásamt einfaldari skilyrðum mun hjálpa okkur að bregðast með skil- virkum hætti við hinum ýmsu þörfum aðildarríkjanna. Þetta mun aftur á móti hjálpa þeim að standa kreppuna betur af sér og snúa aftur á braut sjálfbærs hag- vaxtar,“ sagði hann. - aa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Sveigjanlegri lánareglur STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra botnar lítt í orðum og athöfnum forsvarsmanna Seðlabankans á síðasta ári og telur að bankinn og Fjármálaeftirlitið (FME) hefðu átt að smíða aðgerða- áætlun fyrir stjórnvöld. Eftir að hafa í febrúar skrifað og kynnt þremur ráðherrum minnis- blað um bágt ástand bankanna og slæmar horfur á erlendum láns- fjármarkaði lækkaði Seðlabank- inn bindiskyldu í mars og lýsti fjármálakerfinu í meginatrið- um traustu í maí. Lækkun bindi- skyldunnar náði til erlendra úti- búa íslenskra banka og liðkaði til dæmis fyrir útþenslu Icesave. Í minnisblaðinu segir meðal annars af áhyggjum Moody´s af Icesave. „Mér finnst að eftirlitsstofn- anirnar hafi ekki staðið sig sem skyldi,“ sagði Jóhanna á fundi með blaðamönnum í gær. Hún vildi ekki svara hvort eðlilegt hafi verið af Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur utanríkisráðherra að kynna ágæti íslensku bankanna á fund- um í Kaupmannahöfn og New York, nokkrum vikum eftir að þau heyrðu af minnisblaði Seðlabankans. „Þau tóku ákvarðanir um að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Jóhanna sem telur að Seðlabankinn og FME hefðu átt að leggja fram áætlun um aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við þeim viðvörunum sem fram komu í minnisblaðinu. - bþs Forsætisráðherra undrast aðgerðir í kjölfar minnisblaðs um ástand bankanna: Stjórnvöld vantaði aðgerðaáætlun JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR forsætis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fjölga starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara. Verða þeir tuttugu í stað níu, eins og fyrri áform gerðu ráð fyrir. Þá mun embættið njóta liðsinn- is fjögurra til fimm erlendra sér- fræðinga undir handleiðslu Evu Joly, sérfræðings á sviði alþjóð- legrar fjármálaspillingar. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra upplýsti á fundi í gær að fyrir lægi að kostnaður við emb- ættið ykist við þetta úr rúmum sjötíu milljónum króna í um 170 milljónir. Ótalinn væri þá kostn- aðaraukinn vegna erlendu starfs- mannanna. - bþs Embætti sérstaks saksóknara: Starfsmönnum fjölgað í tuttugu ALÞINGI Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir stefnt að þingslitum ein- hvern tíma í næstu viku. Þingið starf- ar með hefð- bundnum hætti í dag en óvíst var í gær hvort þingfundur verði á morg- un. Þá hefjast landsfundir Samfylkingarinnar og Sjálfstæð- isflokks. Vegna þeirra verður ekki þingað á föstudag en þráður- inn tekinn upp á ný eftir helgi. „Við reynum að klára eins hratt og hægt er en án þess þó að það bitni á málefnunum,“ segir Guð- bjartur. - bþs Forseti Alþingis: Þingi verði slit- ið í næstu viku GUÐBJARTUR HANNESSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvols- velli fann um miðnætti í fyrra- kvöld kannabisverksmiðju í iðn- aðarhúsnæði í Þykkvabæ. Þar voru um 500 plöntur í ræktun, bæði fullvaxnar en einnig svo- kallaðir græðlingar sem eru plöntur skemur á veg komnar. „Það má segja að þetta hafi litið út fyrir að vera mjög fag- mannleg ræktun,“ segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Hann segir að hús- næðið hafi verið undir smásjánni hjá lögreglunni á Hvolsvelli og rannsóknardeildinni á Selfossi um nokkurt skeið. Málið er nú í rannsókn en Sveinn telur að þarna séu aðkomumenn að verki sem talið hafi að þeir fengju frekar frið frá yfirvaldinu við þessa svörtu iðju væru þeir í fjarlægð frá höfuðborginni. - jse Lögreglan á Hvolsvelli: Kannabisrækt- un í Þykkvabæ EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sat fundina sem urðu að efni í ferðaskýrslu um bágborna stöðu íslensku bankanna í Lundúnum í febrúar í fyrra. Þetta segir Ingimundur Friðriksson, þáverandi bankastjóri. Davíð til liðsinnis var sérfræðingur úr bankanum, og ræddu þeir við fulltrúa matsfyrir- tækja og erlendra viðskiptabanka. Aðrir úr banka- stjórn voru ekki með. Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri sagði í blaðinu í gær að honum væri ekki kunnugt um hverj- ir hefðu setið fundinn. Arnór sagði einnig að hann vildi ekki svara fyrir gjörðir þáverandi bankastjórn- ar, er hann var spurður hví bankinn hefði afnumið bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, stuttu eftir að skýrslan var rituð. Bindiskylda þýðir að hluti innlána banka er lögð inn á reikning hjá Seðla- bankanum og dregur úr getu banka til útlána. Spurð- ur um þetta vísar Ingimundur í fréttatilkynningu um ákvörðunina, þar sem segir að tilgangurinn hafi verið að samræma reglur bankans erlendum reglum. Ingimundur vill heldur ekki svara fyrir annað sem kemur skýrslunni við, svo sem hvers vegna bankinn lagðist ekki gegn útrás Landsbankans til Hollands með Icesave. Moody‘s matsfyrirtækið lýsti á fund- inum sérstökum áhyggjum af þeim reikningum, en fulltrúi Seðlabankans reyndi að eyða efasemdunum. Boðið var upp á reikningana þremur mánuðum síðar. - kóþ Fyrrum seðlabankastjóri vill ekki ræða um ferðaskýrslu formanns bankastjórnar: Davíð var sá eini úr bankastjórn sem sat fundina í Lundúnum FYRRUM BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS Ingimundur segist ekki hafa verið á fundinum og hann vill ekki ræða um ferða- skýrsluna, né viðbrögð bankans við henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.