Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 33

Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2009 7formúla 1 ● fréttablaðið ● Miklar endurbætur hafa verið gerðar á öryggi ökumanna og áhorfenda í Formúlu 1 um árin. Dauðaslys og alvarleg meiðsli voru tíð hér á áður fyrr en sem betur fer er slíkt orðið afar fátítt í kapp- akstri í dag. Síðasta banaslysið í F1 var dauði Ayrtons Senna á Imola í San Marino-kappakstrinum 1994. Á hverjum mótsstað er sjúkra- skýli, læknar í viðbragðsstöðu og miklar varúðarráðstafanir gerð- ar til að forða slysum. Einnig eru bílarnir byggðir þannig að mikla krafta þarf til að opna búr öku- mannsins við árekstur. Flestir standa því heilir upp úr bílunum eftir hryllilegustu árekstra. - bþh Meira öryggi Jackie Stewart gerði margt til að koma öryggissjónarmiðum að í Formúlunni. Hér leiðbeinir hann Niko Rosberg. Formúlu 1-bíll er flókin smíði og skartar hvert eintak nýstárlegum búnaði í hvert sinn. Einn sá fær- asti þykir Adrian Newey sem vann fyrir Williams-liðið á tíunda ára- tugnum. Þá kynnti hann til sög- unnar ýmsan tæknibúnað til að auka möguleika liðsins í slagnum um titilinn, sem það hlaut síðan árin 1992 og 1993. Meðal þess var gripstýringin, en sú tækni tak- markar aflið sem fer út í hjólin þegar gefið er í svo ekki sé spól- að. Sá búnaður er bannaður nú á árinu 2009. Adrian Newey vann fyrir McLaren fram á nýja öld en starfar nú hjá Red Bull. - bþh Nýjasta tækni Ökumenn Red Bull ásamt yfirmönnum. Þegar Formúla 1 mótaröðin var stofnuð árið 1950 hófu nokkur lið frá nokkrum löndum þátttöku í mótinu. Ferrari var meðal þeirra og er því elsta starfandi liðið í mótinu í dag. Þá tíðkaðist að ein- kenna bílana eftir því hvaðan þeir voru. Ítalskir bílar urðu rauðir, breskir grænir og þýskir gráir eða silfraðir. Ferrrari voru því ekki einu rauðu bílarnir á braut- inni heldur voru þar einnig bílar frá Alfa Romeo, Lancia og Mas- erati. Í þessu samhengi má tengja silfrið við Mercedes Benz sem út- vega McLaren-vélar í dag og eiga meðal annars hlut í liðinu. - bþh Einkennislitur Ferrari-liðsins Litir liðanna réðust ekki af helstu styrktaraðilum heldur einkennislit heimalandsins. Red Bull hefur tilkynnt opinberlega í Melbourne að liðið hyggist kæra bíl Brawn-liðsins ef bíll þess kemst í gegnum skoðun hjá FIA á fimmtudaginn. „Loftdreifirinn aftan á Brawn-bílnum er ólöglegur að okkar mati. Við munum kæra notkun á honum ef honum verður ekki breytt fyrir skoðun bíla hjá FIA. Brawn græðir hálfa sekúndu á hring með þessari útfærslu,“ sagði Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull, um málið. Forráðamenn Brawn telja ekkert ólöglegt við bílinn og segjast hafa túlkað reglurnar á annan hátt en önnur keppnislið. Loftdreifirinn er einn mikilvægasti þáttur yfirbyggingar bílsins. Hann tekur við loftinu sem fer undir bílinn og losar það undan honum. Um þenn- an hluta bílsins eru ekki síður stífar reglur enda er loftflæðið undir bílinn jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara en loftið yfir honum. Red Bull hótar Brawn Brawn-liðið hefur gert góða hluti á æfingum í vetur. BÍLAKJARNINN Stórmarkaður með notaða bíla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.