Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2009 7formúla 1 ● fréttablaðið ● Miklar endurbætur hafa verið gerðar á öryggi ökumanna og áhorfenda í Formúlu 1 um árin. Dauðaslys og alvarleg meiðsli voru tíð hér á áður fyrr en sem betur fer er slíkt orðið afar fátítt í kapp- akstri í dag. Síðasta banaslysið í F1 var dauði Ayrtons Senna á Imola í San Marino-kappakstrinum 1994. Á hverjum mótsstað er sjúkra- skýli, læknar í viðbragðsstöðu og miklar varúðarráðstafanir gerð- ar til að forða slysum. Einnig eru bílarnir byggðir þannig að mikla krafta þarf til að opna búr öku- mannsins við árekstur. Flestir standa því heilir upp úr bílunum eftir hryllilegustu árekstra. - bþh Meira öryggi Jackie Stewart gerði margt til að koma öryggissjónarmiðum að í Formúlunni. Hér leiðbeinir hann Niko Rosberg. Formúlu 1-bíll er flókin smíði og skartar hvert eintak nýstárlegum búnaði í hvert sinn. Einn sá fær- asti þykir Adrian Newey sem vann fyrir Williams-liðið á tíunda ára- tugnum. Þá kynnti hann til sög- unnar ýmsan tæknibúnað til að auka möguleika liðsins í slagnum um titilinn, sem það hlaut síðan árin 1992 og 1993. Meðal þess var gripstýringin, en sú tækni tak- markar aflið sem fer út í hjólin þegar gefið er í svo ekki sé spól- að. Sá búnaður er bannaður nú á árinu 2009. Adrian Newey vann fyrir McLaren fram á nýja öld en starfar nú hjá Red Bull. - bþh Nýjasta tækni Ökumenn Red Bull ásamt yfirmönnum. Þegar Formúla 1 mótaröðin var stofnuð árið 1950 hófu nokkur lið frá nokkrum löndum þátttöku í mótinu. Ferrari var meðal þeirra og er því elsta starfandi liðið í mótinu í dag. Þá tíðkaðist að ein- kenna bílana eftir því hvaðan þeir voru. Ítalskir bílar urðu rauðir, breskir grænir og þýskir gráir eða silfraðir. Ferrrari voru því ekki einu rauðu bílarnir á braut- inni heldur voru þar einnig bílar frá Alfa Romeo, Lancia og Mas- erati. Í þessu samhengi má tengja silfrið við Mercedes Benz sem út- vega McLaren-vélar í dag og eiga meðal annars hlut í liðinu. - bþh Einkennislitur Ferrari-liðsins Litir liðanna réðust ekki af helstu styrktaraðilum heldur einkennislit heimalandsins. Red Bull hefur tilkynnt opinberlega í Melbourne að liðið hyggist kæra bíl Brawn-liðsins ef bíll þess kemst í gegnum skoðun hjá FIA á fimmtudaginn. „Loftdreifirinn aftan á Brawn-bílnum er ólöglegur að okkar mati. Við munum kæra notkun á honum ef honum verður ekki breytt fyrir skoðun bíla hjá FIA. Brawn græðir hálfa sekúndu á hring með þessari útfærslu,“ sagði Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull, um málið. Forráðamenn Brawn telja ekkert ólöglegt við bílinn og segjast hafa túlkað reglurnar á annan hátt en önnur keppnislið. Loftdreifirinn er einn mikilvægasti þáttur yfirbyggingar bílsins. Hann tekur við loftinu sem fer undir bílinn og losar það undan honum. Um þenn- an hluta bílsins eru ekki síður stífar reglur enda er loftflæðið undir bílinn jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara en loftið yfir honum. Red Bull hótar Brawn Brawn-liðið hefur gert góða hluti á æfingum í vetur. BÍLAKJARNINN Stórmarkaður með notaða bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.