Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. Íslensk fyrirtæki hafa ekki farið varhluta af aukinni óvissu í starfs- umhverfi sínu. Samdráttur í sölu, minnkandi framlegð og versnandi lausafjárstaða skapa aðstæður sem reynir á hæfni og getu stjórn- enda til að taka skjótar og mark- vissar ákvarðanir. Til að fyrir- tæki geti brugðist hratt við þurfa þau greiðan aðgang að upplýsing- um um rekstur sinn. Framsetning þeirra verður að vera með þeim hætti að notendur þeirra geti nýtt þær til að öðlast góða yfir- sýn yfir málin og tekið upplýstar ákvarðanir. Markviss notkun upp- lýsinga getur hjálpað stjórnend- um að koma auga á hvar hagræða megi í rekstrinum og greina sókn- arfæri til að auka sölu. Þá getur rétt greining upplýsinga aðstoð- að stjórnendur við að auka hreint veltufé úr rekstri með tilteknum aðgerðum. Stjórnendur verja nú stórum hluta tíma síns í að leita leiða til að skera niður rekstrarkostnað og finna hagkvæmari leiðir til að reka fyrirtæki. Gjarnan er byrjað á sýnilegum þáttum. Fjárfesting- um er slegið á frest og dregið er úr ýmsum kostnaði, eins og þeim sem snýr að skrifstofu og stjórn- un. Dugi það ekki til er einnig oft dregið úr launakostnaði með fækkun starfsfólks. Þótt ofan- greindar aðgerðir geti skilað ár- angri þá eiga þessar hagræðing- arleiðir það sammerkt að verið er að ráðast á sýnilegan hluta kostn- aðar og framtíðarútgjalda, þ.e. auðveldustu viðfangsefnin. Í fyrirtækjarekstri liggur oft töluverður dulinn kostnaður í brothættum vinnuferlum, skorti á yfirsýn og ónógu aðgengi að upp- lýsingum. Ofangreindir þættir geta svo leitt til þess að slæmar ákvarðanir eru teknar sem leiða af sér kostnað og óhagræði. Það á jafnt við í fyrirtækjarekstri og í öðrum viðfangsefnum: það sem er erfitt að fást við er oft látið liggja milli hluta. Rétt notkun upplýsingatækni gegnir hér stóru hlutverki og þá einkum viðskipta- og greindar- lausnir (e. Business Intelligence Systems). En getur ávinningur af nýtingu viðskipta- og greind- arlausna verið mikill á óvissutím- um? Hér verður stuttlega vikið að því hvernig stuðla megi að raun- verulegum árangri í rekstri og leita markvisst svara við áleitn- um spurningum með beitingu slíkra tóla. Til að aðlaga rekstur fyrirtækja að breytingum í starfsumhverfi er oft þörf á að endurskoða ferla og innviði. Aðgengi að góðum upplýs- ingum geta aðstoðað við að greina hvar gera megi betur. Sem dæmi þá geta öflugir mælikvarðar um skilvirkni birgðastjórnunar, ald- ursgreiningu birgða og kostnað við birgðahald gefið skýrar vís- bendingar um hvort kostnaður sé að safnast upp í birgðahaldi og hvort draga megi úr fjárbind- ingu vegna lagers með söluhvetj- andi aðgerðum og/eða breyttum áherslum í innkaupum og fram- leiðslu. Ítarlegar söluupplýsing- ar þar sem greina má framlegð á vörum og viðskiptavinum geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvaða vörur seljast mest, fram- legð þeirra og hverjir kaupa. Jafn- framt má greina göt í vöruvali viðskiptavina og sjá þar með sölu- tækifæri sem ellegar væri erfitt að greina beint í upplýsingakerf- um fyrirtækja. Með markvissri beitingu viðskipta- og greindar- lausa má leita svara við spurning- um á borð við: • Hvaða vörur hreyfast mest/ minnst? • Hver er aldurssamsetning birgða (m.v. síðustu innkaup/síð- ustu hreyfingu)? • Hver er arðsemi fjármagns bundið í birgðum? • Hver er vörusalan og vörufram- legð á vöruflokki/vöru? • Hvaða afslátt erum við að veita og til hverra? • Hvernig er kostnaður að þró- ast? • Hver er arðsemi af rekstrinum?? Af eigin fé? • Hver er biðtími útistand- andi krafna? Hver er veltuhraði birgða? • Hver er skuldsetning fyrirtæk- isins, miðað við eignir? Miðað við skuldir og eigið fé? Rekstur flestra stærri fyrirtækja er með þannig flækjustig að ein- stakir stjórnendur eiga erfitt með að hafa yfirsýn yfir alla þætti hans. Með aðstoð öflugra við- skipta- og greindarlausna verður það gerlegra. Tæknin er orðin þannig að flestar viðskiptalausnir hafa not- endavænt viðmót þannig að not- endur geta á stuttum tíma náð leikni í notkun þeirra. Með því að útbúa sniðmát fyrir staðlað- ar skýrslur verður upplýsinga- vinnsla innan fyrirtækja á allan hátt skilvirkari. Stutt notenda- námskeið dugar til að gera not- endur sjálfbjarga. Mörg fyrirtæki á Íslandi hafa þegar fjárfest í búnaði sem þarf til að setja upp öflugt greindar- lausnaumhverfi. Þorri íslenskra fyrirtækja hefur þegar keypt Mic- rosoft-búnað sem samanstendur af viðskiptakerfi (m.a. Micros- oft Dynamics AX eða NAV, SQL grunni, Sharepoint vefgátt og ýmsum notendakerfum (Word, Excel, o.fl.). Þeirri fjárfestingu fylgja flest tilskilin leyfi sem til þarf til að nota Microsoft BI lausn- ir. Sú margvíða greining sem s.k. OLAP teningar Microsoft bjóða upp á gerir notendum kleift að fá innsýn í gögn á hraðan, skilvirkan og gagnvirkan hátt. Á grundvelli teninganna má útbúa skýrslur og mælaborðssýnir sem draga enn betur fram kjarnaatriðin í rekstri fyrirtækja. HAMAST Í TÖLVUNNI Greinarhöfundur veltir upp möguleikum á sviði upplýsingatækninnar til að koma á umbótum í rekstri og kostn- aðargreiningu í fyrirtækjum. Sjaldan hafi þörfin verið jafnmikil og nú. MARKAÐURINN/VALLI Sparnaðarleiðir og sóknarfæri Art Schalk framkvæmdastjóri hjá Annata. O R Ð Í B E L G Vísitala neysluverðs er mælikvarði á verðbreytingar neysluvara og í dag- legu tali nefnd verðbólguvísitalan, enda mælir hún verðbólgu eða - hjöðnun eftir atvikum. Hagstofan annast mælingu á vísitölunni og birtir niðurstöðurnar mánað- arlega. Síðast var verðbólgu- mæling birt í gær og hafði lækkað nokkuð milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga er nú 15,2 prósent. Hagstofan kannar verð á um 800 vöru- og þjónustuliðum og innan hvers liðar er kannað verð í mismunandi verslunum og á mismunandi vörumerkjum. Í fróðleiks- molum greiningardeildar Kaupþings kemur fram að mánaðarlegar verð- skráningar eru því um 14 þúsund talsins. „Val á vöru- og þjónustu- liðum, verslunum og vörumerkj- um byggir á neyslukönnunum sem framkvæmdar eru reglulega meðal almennings. Meðal mikilvægra liða í vísitölunni eru húsnæði, bifreiðar, matvara, rafmagn og hiti.Hver vöru- og þjónustutegund fær vægi í hlutfalli við hve stór hluti hún er af neyslu þjóðarinnar.“ O R Ð S K Ý R I N G I N Vísitala neysluverðs Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í um- hverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólík- legt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá. Markaðurinn hefur undir höndum samskipti fulltrúa kröfuhafa SPRON frá því fyrir helgi þegar í það stefndi að SPRON og sparisjóðabankinn yrðu tekn- ir yfir. Ljóst er að mikillar reiði gætir í þeirra hópi þar sem ekki hafi verið full- reynt með samninga um niðurfellingu skulda og breytt lánakjör sem þeir telja að aukið hefðu líkur á betri heimtum á kröfum þeirra. Þrátt fyrir að kröfuhaf- arnir hafi lýst yfir vilja til að ljúka samn- ingum innan ásættanlegs tíma var ráð- ist í yfirtökuna. Forsvarsmenn þessara sömu banka ákveða lánakjör til hverra þeirra íslensku fyrirtækja sem til þeirra kynnu að leita þegar fram líða stundir. Þá má gera ráð fyrir því að fram- ferði ríkisins í garð erlendra kröfuhafa bankanna hafi áhrif þegar upprunalönd þessara sömu kröfuhafa taka afstöðu til þess hvort lána eigi ríkinu til uppbygg- ingarstarfs hér og þá á hvaða kjörum. Óhemjumikilvægt er að vel takist til í þessum samskiptum. Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku ann- ars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári. Þetta eru þau mál sem mikilvægast er að taka á núna um leið og lokið er við efnahagsreikninga bankanna svo þeir fái stutt við atvinnu- lífið í landinu. Þannig verður betur tekist á við vaxandi atvinnuleysi en með þeim áherslum sem manni sýnast nú að hluta ráðandi í land- stjórninni, að koma á margvíslegri lagasetningu sem menn ímynda sér að komið hefði að gagni fyrir fjórum árum þegar vöxtur bank- anna var hvað mestur og athafnamenn fóru mikinn í fjármagnsflutn- ingi milli landa. Þannig getur verið góðra gjalda vert að breyta lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda til að styrkja skattframkvæmd og hamla gegn undanskoti skatta. Aukin skattheimta á fólk og fyrirtæki í umhverfi dagsins er hins vegar dálítið eins og að heimta að sjúkling- arnir á lungnadeildinni sjái þar um þrifin líka með súrefniskútinn í eft- irdragi. Rannsóknir hafa enda sýnt að skattahækkanir á krepputímum draga fremur úr skatttekjum en auka. Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur lík- lega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli. Afstaðan til Evrópusambandsins og samstarfs við aðrar þjóðir virðist flækjast fyrir hluta landsmanna. Taka þarf á því sem máli skiptir Óli Kristján Ármannsson Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.