Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 58
26 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla í undankeppni EM kvenna í hand- bolta sem fer fram í Danmörku og Noregi á næsta ári. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í riðli með Frakklandi, Austurríki og annaðhvort Bretum eða Finn- landi. Síðastnefndu tvö liðin mæt- ast í umspili í september um hvort liðið kemst í undankeppnina sem hefst svo í október. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í sjálfa úrslitakeppnina. „Ég er bara nokkuð ánægður með þennan riðil,“ sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari í sam- tali við Fréttablaðið. „Frakkar eru með sterkasta liðið í þessum riðli og Austurríki er einnig með gott lið. Við mættum þeim hins vegar fyrir tveimur árum og unnum þá,“ bætti hann við. „Hins vegar hefur sá sigur litla þýðingu nú. Austurríska liðið hefur verið að ganga í gegnum breyting- ar og því erfitt að meta stöðu liðs- ins nú. En þetta er ein af stórþjóð- unum í handboltanum og verður alls ekki auðvelt að mæta þeim eða Frökkum.“ Þessi lið kepptu nú í desember á EM í Make- dóníu en bæði töpuðu þau öllum sínum leikjum í sínum riðlum. Frakk- land varð í fjórtánda sæti mótsins og Austurríki í því fimmtánda af þeim sextán þjóðum sem tóku þátt. Breytt fyrir- komulag er á undankeppn- inni nú og er það í sam- ræmi við und- ankeppni EM 2010 í handbolta karla. Leikið verður heima og að heiman gegn öllum liðum. „Ég tel þetta vera góðan riðil vegna þess að möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi að komast á okkar fyrsta stórmót í hand- bolta kvenna. Þá verð ég að segja að við erum heppin með andstæðinga að því leyti að við þurfum ekki að leggj- ast í löng ferðalög, eins og til Austur-Evrópu,“ sagði Júlíus enn fremur. - esá Dregið í riðla í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í handbolta: Möguleikarnir eru fyrir hendi JÚLÍUS JÓNASSON Landsliðsþjálfaranum líst vel á íslenska riðilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnar Nielsen átti stórleik er Færeyjar unnu 2-1 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í knattspyrnu í Kórnum um helgina. Þetta var hans fyrsti A-landsleikur með Færeyjum og sýndi hann mörg glæsitilþrif. Var hann án nokkurs vafa besti maður vallarins. Það vita það hins vegar fáir að Gunnar á íslenska móður og talar góða íslensku. Hann er þó uppalinn í Færeyjum og segir það aldrei hafa komið til tals að spila með unglingalandsliðum Íslands. „Ég ólst upp í Færeyjum og er Færeyingur í húð og hár,“ sagði Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Ég fór svo fimmtán ára gamall til Danmerkur og þaðan til Englands þar sem ég hef verið hjá Blackburn og nú síðast Manchester CIty.“ Hann komst afar nálægt því að halda hreinu í sínum fyrsta landsleik en Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark Íslands í uppbótartíma. „Já, auðvitað var það alveg gríðarlega svekkjandi. En við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Mér fannst við spila nokkuð vel en vorum líka svolítið heppnir. Við skoruðum tvö mörk og vörðumst vel og því heppn- aðist þetta vel þegar á heildina er litið.“ Gunnar fór frá danska liðinu BK Frem til Blackburn í júlí árið 2007. Hann náði þó ekki að vinna sér sæti í aðal- liðinu og var lánaður til Motherwell í ágúst 2008. Mark Hughes var knattspyrnu- stjóri Blackburn þegar Gunnar var keyptur til félagsins. Þegar Hughes fékk markvarðarþjálfara félagsins með sér til Manchester City eftir að hann tók við stjórninni þar fylgdi Gunnar í kjölfarið. „Markvarðaþjálfarinn Kevin Hitchcock vildi fá mig til City. Nú erum við fjórir markverðir þar að berjast um stöðu í leikmannahópnum,“ sagði Gunnar en samkeppnin er hörð. Auk hans eru þeir Shay Given, Joe Hart og Kasper Schmei- chel hjá félaginu. „Það er líklegt að ég verði lánaður til annars félags í sumar og eftir það verður framhaldið að koma í ljós. En ég er bara 22 ára gamall og á nóg eftir – ég ætla mér að ná langt.“ GUNNAR NIELSEN: HÁLFÍSLENSKUR MARKVÖRÐUR HJÁ MANCHESTER CITY Ætla mér að ná langt í knattspyrnunni KÖRFUBOLTI Hildur Sig- urðardóttir, fyrirliði KR, skoraði 30 stig í öðrum leik lokaúrslita kvenna á mánudags- kvöldið en það dugði þó ekki til sigurs í leiknum þar sem Haukar stopp- uðu flest allar aðrar í KR-liðinu og unnu, 68- 84. Staðan er því jöfn í einvíginu. Hildur varð þarna þriðja íslenska konan sem nær því að brjóta 30 stiga múrinn í loka- úrsl itum kven na . Hanna Björg Kjartans- dóttir á metið en hún skoraði 34 stig fyrir Keflavík í sigri á KR í þriðja leik lokaúr- slitanna 1993. Hin sem komst yfir 30 stiga múrinn er Helena Sverrisdóttir sem skoraði 33 stig fyrir Hauka á móti Keflavík í fjórða leik lokaúrslitanna 2007. Helena náði því einn- ig að skora 29 stig í leik í lokaúrslitum en Hildur hafði mest skorað 26 stig í loka- úrslitum fyrir leik- inn á mánudaginn. - óój Hildur Sigurðardóttir í öðrum leik lokaúrslita kvenna: Sú þriðja til að skora 30 stig 30 STIG Hildur Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 2. – 4. apríl í E-sal. Í SÍ o g Ó ly m pí us am hj ál pi ns Íþróttalæknisfræðiráðstefna Meðal fyrirlestra eru: Skyndidauði íþróttamanna Íþróttameiðsl unglinga - brottfall úr íþróttum Ofþjálfun íþróttafólks Meiðsli í handknattleik Íþróttasálfræði fyrir ungt afreksfólk í knattspyrnu Rannsóknir á streitu meðal foreldra iðkenda Að efla hugræna færni gegnum samskipti þín við iðkendur Vinna íþróttasálfræðings með knattspyrnulið Vinna íþróttasálfræðings með einstakling Hugræn færni og árangur í íþróttum Hugarfar sigurvegarans. Aðal fyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Chris Harwood íþróttasálfræðingur frá Loghborough háskólanum í Bretlandi. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á namskeid@isi.is eða hringja í 514-4000 Síðasti dagur til að skrá sig er föstudagur 27. mars. Dagskrá og nánari upplýsingar á www.isi.is Ráðstefnustjóri: Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur Allir velkomnir ! Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Skiptum um bremsuklossa strax í dag hjá Max1. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel. Og ódýrt einnig. Eru bremsurnar búnar? Fáðu fast verð hjá Max1 í dag Skoðaðu verðdæmin hér að neðan. Komdu við hjá Max1 í dag og fáðu þér kaffi. Max1 verðdæmi – bremsuklossaskipti að framan: Toyota Yaris 1,3 Árg. 2002–2007 Varahlutir og vinna: 13.013 kr. Nissan Almera 1,4 Árg. 1995–2007 Varahlutir og vinna: 12.685 kr. VW Golf V Plus 1,4 16v Árg. 2005–2007 Varahlutir og vinna: 14.541 kr. Honda Civic HB 1,6 16v Árg. 1991–1995 Varahlutir og vinna: 14.472 kr. Ford Focus 1,6 Árg. 1999–2004 Varahlutir og vinna: 14.536 kr. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt, vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is > Góðar fréttir af Páli Axel Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, fékk góðar fréttir hjá læknum í gærmorgun þegar hann fór í skoðun vegna hnémeiðsla sem héldu honum frá fyrsta leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Meiðsli hans voru hins vegar ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. „Það er eiginlega undir mér sjálfum komið hvenær ég get farið að spila aftur. Ég reikna nú ekki með mér á morgun (í leik tvö í Stykkishólmi í kvöld), en ég mun meta þetta dag frá degi,“ sagði Páll Axel í samtali við Vísi í gær. Páll Axel var búinn að leika í fimmtíu leikjum Grindvíkinga í röð í úrslitakeppni þegar hann missti af leiknum á mánudags- kvöldið. Iceland Express deild karla Keflavík-KR 75-88 (27-41) Stig Keflavíkur: Jesse Rosa 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sigurður Þorsteinsson 12, Jón N. Hafsteinsson 10, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Gunnar Stefánsson 2. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 35, Jakob Sigurð arson 21, Fannar Ólafsson 9 (11 frák), Darri Hilm arsson 9, Helgi Magnússon 8, Jason Dourisseau 4, Baldur Ólafsson 2. Staðan er 2-0 fyrir KR sem getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli á föstudag. 1. deild karla Haukar-Fjölnir 71-75 (1-2 fyrir Fjölni) Stigahæstir: George Byrd 19, Sveinn Sveinsson 18 - Roy Snallwood 22, Magnús Pálsson 12. Valur-KFÍ 102-84 (2-1 fyrir Val) Stigahæstir: Robert Hodgson 21, Gylfi Geirsson 15 - Craig Schoen 27, Pance Ilievski 15. Valur og Fjölnir spila til úrslita um eitt laust sæti í Iceland Express-deild karla. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í því einvígi fer upp. Fyrsti leikurinn verður í Vodafone-höllinni á föstudagskvöldið. Valsmenn eru komnir í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð en þeir hafa tapað fyrir Stjörnunni (2007) og FSu (2008)síðustu tvö ár. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI KR-ingar gerðu góða ferð í Keflavík í gærkvöld þar sem þeir unnu 88-75 sigur á heima- mönnum og vantar þar með aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í liði KR og skoraði 35 stig. „Munurinn á þessum liðum í þessum leik var klárlega Jón Arnór. Hann bar KR á herðum sér,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. KR-ingar höfðu forystuna frá fyrstu mínútu í leiknum í gær. Varnarleikur þeirra var góður og að sama skapi gekk Keflvíking- um illa að hitta. Staðan í hálfleik var 41-27 fyrir KR og liðið náði að slökkva í Keflvíkingum í hvert einasta skipti sem þeir náðu smá áhlaupum í síðari hálfleiknum. Jón Arnór Stefánsson var sem fyrr segir í algjörum sérflokki hjá KR, en liðið fékk líka dýrmætt framlag frá mönnum eins og Darra Hilmarssyni og Fann ari Ólafssyni af vara- mannabekknum. „Það var fyrst og fremst varnar- leikurinn sem var að skapa þennan sigur hjá ok k u r. Þegar við spil- um svona vörn og skorarar eins og Jón Arnór eru að hitta vel, þá er mjög erfitt að vinna okkur,“ sagði Fannar. Hann er tilbúinn að klára dæmið í þriðja leiknum. „Ef við spil- um svona vörn, erum við mjög erfiðir og við ætlum ekki að fara að taka upp á því núna að tapa fyrsta leiknum á heimavelli,“ sagði Fannar. Keflvíkingar voru líflegri í þessum leik en þeim fyrsta, en það dugði ekki gegn sterku liði KR. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn að Gunnar Einarsson gat ekkert spilað í síðari hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum í tómum vandræðum í sóknarleiknum og hittum ekkert, hvorki fyrir utan né úr vítum fyrr en í restina. Svo var líka slæmt að missa Gunnar í meiðsli,“ sagði Sigurður Ingimundarson og bætti við. „Við þekkjum það að lenda undir í seríu, en við erum ekkert að hugsa um hvað staðan er þegar við förum inn í þessa leiki. Næsti leikur er á föstudaginn og við verð- um betur tilbúnir í hann heldur en þennan – það er klárt,“ sagði þjálf- arinn. baldur@365.is Jón Arnór fór á kostum í Keflavík KR er komið í 2-0 lykilstöðu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Íslandsmeisturunum í Keflavík í gærkvöld. Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig fyrir KR. FRÁBÆR Jón Arnór Stefáns- son skoraði 33 stig fyrir KR í Keflavík í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.