Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 2
2 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR
Einar, eru þríhjól ekki meira
en nóg fyrir börnin?
„Jú, þú þarft ekki bílpróf á þau eins
og á fjórhjólin.“
Fyrirtækið SportX á Akureyri býður til sölu
vélknúin fjórhjól fyrir börn frá þriggja
ára aldri. Einar Magnús Magnússon er
upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Skíðabogar
EFNAHAGSMÁL Starfsmenn skila-
nefnda viðskiptabankanna þriggja
hafa fengið að meðaltali um 3,2
milljónir króna í mánuði í verk-
takagreiðslur. Þetta kemur fram á
minnisblaði sem fulltrúi Fjármála-
eftirlitsins (FME) kynnti viðskipta-
nefnd Alþingis í gær.
Þar kemur fram að kostnaður við
uppskipti bankanna stefnir í að ná
einum milljarði króna um næstu
mánaðamót, segir Álfheiður Inga-
dóttir, formaður viðskiptanefnd-
ar. Kostnaðurinn fellur á ríkissjóð,
ýmist beint eða í gegnum FME.
„Mér finnst þetta vel í lagt,“
segir Álfheiður, spurð hvort hún
telji verktakagreiðslur til nefndar-
manna eðlilegar. Greiðslurnar séu
á ábyrgð FME, sem samið hafi við
nefndarmenn.
Meirihluti kostnaðarins tengist
vinnu endurskoðunarfyrirtækja og
annarri aðkeyptri vinnu.
Verktakagreiðslur til skila-
nefndarmanna numu 238 milljón-
um króna í lok febrúar. Nefndirn-
ar höfðu þá verið að störfum í um
fimm mánuði. Fimm eru í hverri
nefnd, ýmist lögmenn eða endur-
skoðendur. Þeir taka við greiðsl-
unum í gegnum fyrirtæki sín.
Innifalið í 3,2 milljóna króna
greiðslu er 24,5 prósenta virðis-
aukaskattur. Þegar hann hefur
verið dreginn frá standa eftir um
2,4 milljónir króna. Af því þarf svo
að greiða tekjuskatt, tryggingar-
gjald, orlof og í lífeyrissjóð.
„Þetta er auðvitað í hærri kant-
inum,“ segir Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra. Sérstaklega sé
horft til þess að um langtímaverk-
efni sé að ræða.
Hann segir
greiðslurnar þó
ekki út úr korti
miðað við vinnu
lögfræðinga og
endurskoðenda
tengda þrota-
búum almennt.
F y r i r r í k ið
skipti meiru
hvað komi út
úr búinu en
greiðslur ti l
skilanefndar-
manna, enda séu greiðslur til
þeirra dvergvaxnar í saman-
burði við það sem komið gæti út
úr bönkunum.
Viðskiptanefnd Alþingis fjall-
aði í gær um frumvarp um slit við-
skiptabankanna, en náði ekki að
ljúka umfjöllun sinni um það. Þar
er meðal annars ætlunin að fella
kostnað vegna skilanefndanna
sem til fellur eftir lagabreyting-
arnar á þrotabú bankanna, eins og
venjan er í gjaldþrotamálum.
Þá verður fellt út lagaákvæði
sem bannar málsókn gegn bönk-
unum, og er full samstaða um það
í nefndinni, segir Álfheiður.
brjann@frettabladid.is
Nefndarmenn fá 3,2
milljónir á mánuði
Kostnaður við uppskipti viðskiptabankanna þriggja verður kominn í milljarð
króna um mánaðamót. Hver skilanefndarmaður fær að meðaltali um 3,2 millj-
ónir á mánuði í verktakagreiðslur. Í hærri kantinum, segir viðskiptaráðherra.
FRUMVARP Ekki tókst að ljúka umfjöllun um frumvarp sem færa mun kostnað við
uppgjör viðskiptabankanna í þrotabú þeirra á fundi viðskiptanefndar í gær. Stefnt er
að því að frumvarpið verði að lögum fyrir þinglok. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
ÁRNI TÓMASSON
Formaður skila-
nefndar Glitnis.
STEINAR ÞÓR
GUÐGEIRSSON For-
maður skilanefndar
Kaupþings.
LÁRUS FINNBOGA-
SON Formaður
skilanefndar Lands-
bankans.
EFNHAGSMÁL Stjórnvöld í Rússlandi
hafa óskað eftir nánari upplýs-
ingum vegna 500 milljóna dollara
láns sem Íslendingar vilja fá frá
Rússum. Þetta kom fram í vefút-
gáfu viðskiptatímaritsins Forbes
í gær. Er þetta haft eftir Konstan-
tin Vyshkovsky, yfirmanni lána-
deildar fjármálaráðuneytisins.
Vyshkovsky segir þörf á þessum
upplýsingum áður en ákvörðun
er tekin um lánið sem svarar til
um 60 milljarða króna. „Við vilj-
um vita hvaða samkomulagi hefur
verið náð við aðra lánardrottna,“
segir Vyshkovsky við Forbes. - gar
Viðskiptatímaritið Forbes:
Ísland vill enn
fá Rússalánið
MOSKVA Rússar vilja meiri upplýsingar
áður en þeir lána 500 milljónir Banda-
ríkjadala.
KASAKSTAN, AP Geimfar sem bar
bandaríska milljarðamæringinn
Charles Simonyi af stað til stjarn-
anna lagði klakklaust af stað frá
Norður-Kasakstan í gær.
Somonyi, sem er sextugur hug-
búnaðarhönnuður, greiddi um 35
milljónir Bandaríkjadala fyrir
ferðina, sem jafngildir um 4,1
milljarði króna.
Förinni er heitið til alþjóðlegu
geimstöðvarinnar, en um tvo
daga tekur að koma geimfarinu
að stöðinni. Þetta er önnur ferð
Simonyi með rússneskri geim-
flaug. Auk hans var einn rúss-
neskur geimfari og einn banda-
rískur með í för. - bj
Geimferðalangur af stað:
Geimskotið
gekk að óskum
GEIMFERÐ Bandaríski geimferðalangur-
inn Charles Simonyi virtist klár í slaginn
áður en lagt var af stað í langferðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LONDON, AP Bresk stjórnvöld hafa
fyrirskipað lögreglurannsókn á
ásökunum fyrrverandi fanga í
Gvantanamo-fangabúðunum á Kúbu
þess efnis að fulltrúar bresku leyni-
þjónustunnar hafi verið viðriðnir
pyntingar hans í öðrum löndum.
Fanginn, Binyam Mohamed, full-
yrðir að hann hafi verið pyntaður
um sjö ára skeið í Marokkó, Pak-
istan og Afganistan. Það hafi verið
gert með fullri vitund að minnsta
kosti eins fulltrúa bresku leyni-
þjónustunnar MI5 og að leyni-
þjónustan breska hafi enn fremur
látið kvölurum hans í té spurning-
ar sem nota ætti við yfirheyrslur
yfir honum.
Fulltrúar leyniþjónustunnar
hafna því að hafa ógnað honum eða
þrýst á að hann talaði.
Í yfirlýsingu frá Mohamed seg-
ist hann fagna því að málið skuli
rannsakað en þó verði að forðast
að gera þennan tiltekna fulltrúa
leyniþjónustunnar að blóraböggli
fyrir möguleg lögbrot stofnunar-
innar. Hann hafi aðeins verið að
hlýða skipunum.
Mohamed var handtekinn í Pak-
istan árið 2002 grunaður um að
tengjast hryðjuverkastarfsemi.
Hann losnaði úr Gvantanamo-búð-
unum í janúar á þessu ári og hefur
síðan verið að jafna sig á óþekktum
stað í Bretlandi. - sh
Breska leyniþjónustan sökuð um að eiga þátt í pyntingum:
Meintar pyntingar í rannsókn
GVANTANAMO Mohamed dvaldi lengi í
Gvantanamo-fangabúðum Bandaríkja-
manna á Kúbu.
SKOÐANAKÖNNUN Alls 46,6 prósent segjast nú vilja
að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. 53,4
prósent eru því mótfallin. Vikmörk í nýrri könnun
Fréttablaðsins eru 3,9 prósentustig og er því ekki
marktækur munur á milli þeirra sem eru fylgjandi
og mótfallnir því að sótt verði um.
Nánast engin breyting er á afstöðu fólks frá
síðustu könnun blaðsins fyrir tveim vikum þegar
45,5 prósent voru fylgjandi því að sækja um aðild og
54,5 prósent voru því mótfallin.
Líkt og í síðustu könnun er nánast enginn munur
á afstöðu fólks eftir kyni, en íbúar á höfuðborgar-
svæðinu eru því heldur meira fylgjandi að sótt verði
um aðild.
Tæplega 80 prósent kjósenda Samfylkingar eru
hlynnt aðildarviðræðum og tæplega 50 prósent kjós-
enda Framsóknarflokks. Rúmlega 40 prósent kjós-
enda Vinstri grænna og þeirra sem ekki gefa upp
stuðning við flokk eru aðildarviðræðum fylgjandi.
Minnstur er stuðningur við aðildarviðræður meðal
kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en tæp 24 prósent
eru því fylgjandi nú að sótt verði um aðild.
Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 25. mars
og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfalls-
lega eftir búsetu. Spurt var: Á Ísland að sækja
um aðild að Evrópusambandinu. 79,4 prósent tóku
afstöðu til spurningarinnar. - ss
Könnun Fréttablaðsins um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
Afstaða til ESB helst stöðug
Já
Nei
Á að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
fe
b.
06
ja
n.
07
se
p.
07
fe
b.
08
ok
t.0
8
nó
v.
08
ja
n.
09
fe
b.
09
m
ar
.0
9
25
.m
ar
.0
9
80
70
60
50
40
30
34,3
65,7
31,2
68,8
53,9
46,1 46,6
53,4
LÖGREGLUMÁL Piltarnir þrír sem
handteknir voru í fyrradag vegna
umfangsmikillar kannabisræktun-
ar í Þykkvabæ, sættu yfirheyrsl-
um hjá lögreglu í gær. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins er
grunur um að þeir hafi náð að
selja eitthvað af ræktuninni áður
en lögreglan upprætti hana.
Nokkrir þeirra hafa komið við
sögu lögreglu áður vegna fíkni-
efnamála. Þeir reyndust samvinnu-
fúsir við yfirheyrslur í gær. Ekki
var gerð krafa um gæsluvarðhald
yfir þeim og var þeim sleppt eftir
skýrslutökur í gærkvöldi.
- jss / sjá síðu 8
Kannabisræktun í Þykkvabæ:
Grunaðir um
að hafa selt efni
Lán fyrir afborgun láns
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti
í gær að taka hálfan milljarð króna
að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga
til 15 ára. Lánið er tekið til að greiða
afborgun af skammtímaláni sem
einnig er hjá Lánasjóðnum.
HAFNARFJÖRÐUR
IÐNAÐARMÁL Hvalfjarðarsveit og
Hafnarfjörður eru efst á blaði
varðandi staðsetningu gagnavers
eða netþjónabús sem undirbún-
ingsfélagið Titan Global hefur
í hyggju að reisa hér á landi.
Skessuhorn greinir frá þessu.
Stefnt er á að framkvæmdir
geti hafist í byrjun næsta árs.
Jónas Tryggvason, framkvæmda-
stjóri félagsins, segir að netþjóna-
bú verði risið á báðum stöðum
innan fimm ára. Áætlað er að
um 100 manns starfi við hvort
bú. Staðsetning iðnaðarlóða í
Hvalfjarðarsveit og Hafnarfirði
ræður mestu um að þessi sveitar-
félög eru efst á blaði. - shá
Hvalfjörður og Hafnarfjörður:
Gagnaver reist í
byrjun árs 2010
%
SPURNING DAGSINS