Fréttablaðið - 27.03.2009, Síða 3

Fréttablaðið - 27.03.2009, Síða 3
27. mars 2009 Kæri lesandi, SEATTLE – NÝR OG SPENNANDI ÁFANGASTAÐUR Mér er sérstakt ánægjuefni að skýra frá því að 22. júlí mun Icelandair hefja beint áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Velgengni Icelandair byggir á stöðugri útsjónarsemi, þróun og aðhaldi. Áætlunarflug til Seattle gefur félaginu ný og ábatasöm sóknarfæri þar sem hið öfluga og einstaka leiðakerfi Icelandair, styrkur félagsins og sveigjanleiki, gera okkur kleift að bjóða stystu flugleiðina milli Skandinavíu og Seattle og hagkvæman kost fyrir farþega frá öðrum áfangastöðum Icelandair í Evrópu. ALLT AÐ 100 NÝ STÖRF Á ÍSLANDI Jafnframt er það mikið ánægjuefni að við gerum ráð fyrir að hundrað nýrra starfsmanna fái starf hér á Íslandi í tengslum við flug til Seattle auk þess sem aukinn ferðamannastraumur skapar mikilvæg störf um allt land. Á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðar skiptir höfuðmáli að snúa vörn í sókn. Þess vegna var sú ákvörðun tekin að hefja áætlunarflug til Seattle og þess vegna horfum við hjá Icelandair björtum augum til framtíðarinnar. Kær kveðja, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair ICELANDAIR REYKJAVÍKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVÍK SÍMI 50 50 300, FAX 50 50 766

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.