Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 10

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 10
10 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR Það er eitthvað villt við bláberjasteik – nýjustu lambasteikina frá SS www.ss.is Hann er sérlega lokkandi bláberjakryddlögurinn enda kemur hann þægilega á óvart og gefur lambakjötinu einstakt bragð. Bláberjalambasteik fæst bæði sem helgarsteik eða heilt læri. Prófaðu endilega bláberjasteikina frá SS, hún er jafngóð í ofninn og á grillið. F íto n eh f. / S ÍA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt móður einhverfrar stúlku til að greiða kennara stúlkunnar 9,7 milljónir króna í bætur fyrir skaða sem stúlkan olli honum. Stúlkan, sem er ellefu ára, skellti rennihurð af öllu afli á höfuð kennarans. Hæstiréttur kemst þar með að sömu niðurstöðu og héraðsdómur gerði í mars í fyrra. Atvikið varð á Seltjarnarnesi árið 2005 þegar stúlkan flúði ein- elti samnemenda sinna inn í vinnu- rými kennarans. Þegar kennarinn fór að huga að henni skellti hún rennihurð af öllu afli á höfuð henn- ar. Kennarinn hlaut 25 prósenta varanlega örorku. Kennarinn stefndi bæði stúlk- unni og Seltjarnarnesbæ. Bær- inn var hins vegar sýknaður með þeim rökum að ekki mætti rekja áverkana til þess að rennihurðin í skólanum væri hættuleg sem slík. Móðir stúlkunnar áfrýjaði mál- inu og bar við að einhverfa stúlk- unnar og áhrif hennar á hegðun hafi ekki verið metin með fullnægj- andi hætti við aðalmeðferð málsins í héraði. Því bæri að vísa málinu frá. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að sýknukrafan í aðal- meðferð í héraði hafi ekki nema að litlu leyti byggt á því að stúlk- an væri einhverf og að það ylli því að hún gerði sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Tryggingarfélag móðurinnar mun borga skaðann þar sem hún er með heimilistryggingu. - sh Hæstiréttur úrskurðar að móðir ungrar stúlku greiði fyrir höfuðmeiðsl kennara: Ábyrgð einhverfrar stúlku staðfest MÝRARHÚSASKÓLI Atvikið átti sér stað í skólanum árið 2005. ALLT Á FLOTI Sjálfboðaliðar flytja sand- poka að heimilum á bökkum Rauðár í Norður-Dakótaríki í Bandaríkjunum. Þar hafa flóð komið í veg fyrir atvinnu- starfsemi og skólahald undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Einhvers konar viðskiptahöft á Íslendinga voru ekki til umræðu og það var aldrei á dagskrá að ræða eitthvað slíkt á fundum Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Huw Irranca- Davies, starfs- bróður hennar frá Bretlandi, á dögunum. Hins vegar hefur norski ráðherrann til athugunar hvort Norðmenn muni banna íslensk- um skipum sem veiða makríl að veiða hvaða tegund sem er innan norskrar lögsögu. Þetta kemur fram í svari frá norska sjávarútvegsráðuneytinu til Fréttablaðsins. Þar segir enn fremur að ákvörðun Íslendinga um að úthluta sér markílkvóta einhliða hafi vissulega verið rædd á fundum ráðherranna. Afstaða Norðmanna er sú að ef Íslendingar vilji veiða makríl í sátt við önnur strandríki verði þeir að gera tilkall til ákveðins veiðisvæðis. Slíkt tilkall yrði þó að vera byggt á niðurstöð- um rannsókna sem Íslendingar hafa þó enn ekki gert. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir það því skref í rétta átt hjá Íslend- ingum að þeir hafi í hyggju að taka þátt í rannsóknarverkefni með Norðmönnum og Færey- ingum en það felst í því að mæla makrílstofninn. Íslendingar hafa lengi sóst eftir að fá að setjast að samningaborði um ákvörðun makrílkvóta. - jse Norðmenn segja Íslendinga á réttri leið en of skammt komna fyrir makrílveiðar: Pedersen íhugar að setja veiðibann HELGA PEDERSEN NORSKA STRANDGÆSLAN Íslenskir sjómenn sem veiða makríl gætu fengið að kenna á þessum innan norskrar lögsögu ef Helga ákveður að refsa fyrir makrílveiðarnar. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt mann á fimm- tugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu sína. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma þegar konan, sem er frá Venesú- ela, sakaði manninn, sem er flug- maður, um að hafa smyglað sér til landsins í fraktflugvél. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í átta mánaða óskilorðs- bundið fangelsi. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna þess að ekki hafði verið notaður löggiltur dómtúlkur og vísaði málinu aftur heim í hérað. Konunni eru dæmd- ar 400.000 krónur í bætur. - sh Dæmdur fyrir árás á unnustu: Mildari refsing í annarri tilraun Kannabis í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni í fyrrinótt. Við húsleit fundust um 200 kannabisplöntur, þriðjungur þeirra á lokastigi ræktunar. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800 5005. LÖGREGLUFRÉTTIR Læsti höndum í fótlegg Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi í Hæstarétti. Hann læsti höndum sínum um fótlegg lögreglumanns, sem féll í jörðina. DÓMSTÓLAR Fíkniefnaakstur og þjófnaðir Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, fyrir brot á fíkniefnalög- gjöfinni, umferðarlögum og þjófnaði. Hann var sviptur ökuréttindum í fjögur ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.