Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 10
10 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR Það er eitthvað villt við bláberjasteik – nýjustu lambasteikina frá SS www.ss.is Hann er sérlega lokkandi bláberjakryddlögurinn enda kemur hann þægilega á óvart og gefur lambakjötinu einstakt bragð. Bláberjalambasteik fæst bæði sem helgarsteik eða heilt læri. Prófaðu endilega bláberjasteikina frá SS, hún er jafngóð í ofninn og á grillið. F íto n eh f. / S ÍA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt móður einhverfrar stúlku til að greiða kennara stúlkunnar 9,7 milljónir króna í bætur fyrir skaða sem stúlkan olli honum. Stúlkan, sem er ellefu ára, skellti rennihurð af öllu afli á höfuð kennarans. Hæstiréttur kemst þar með að sömu niðurstöðu og héraðsdómur gerði í mars í fyrra. Atvikið varð á Seltjarnarnesi árið 2005 þegar stúlkan flúði ein- elti samnemenda sinna inn í vinnu- rými kennarans. Þegar kennarinn fór að huga að henni skellti hún rennihurð af öllu afli á höfuð henn- ar. Kennarinn hlaut 25 prósenta varanlega örorku. Kennarinn stefndi bæði stúlk- unni og Seltjarnarnesbæ. Bær- inn var hins vegar sýknaður með þeim rökum að ekki mætti rekja áverkana til þess að rennihurðin í skólanum væri hættuleg sem slík. Móðir stúlkunnar áfrýjaði mál- inu og bar við að einhverfa stúlk- unnar og áhrif hennar á hegðun hafi ekki verið metin með fullnægj- andi hætti við aðalmeðferð málsins í héraði. Því bæri að vísa málinu frá. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að sýknukrafan í aðal- meðferð í héraði hafi ekki nema að litlu leyti byggt á því að stúlk- an væri einhverf og að það ylli því að hún gerði sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Tryggingarfélag móðurinnar mun borga skaðann þar sem hún er með heimilistryggingu. - sh Hæstiréttur úrskurðar að móðir ungrar stúlku greiði fyrir höfuðmeiðsl kennara: Ábyrgð einhverfrar stúlku staðfest MÝRARHÚSASKÓLI Atvikið átti sér stað í skólanum árið 2005. ALLT Á FLOTI Sjálfboðaliðar flytja sand- poka að heimilum á bökkum Rauðár í Norður-Dakótaríki í Bandaríkjunum. Þar hafa flóð komið í veg fyrir atvinnu- starfsemi og skólahald undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Einhvers konar viðskiptahöft á Íslendinga voru ekki til umræðu og það var aldrei á dagskrá að ræða eitthvað slíkt á fundum Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Huw Irranca- Davies, starfs- bróður hennar frá Bretlandi, á dögunum. Hins vegar hefur norski ráðherrann til athugunar hvort Norðmenn muni banna íslensk- um skipum sem veiða makríl að veiða hvaða tegund sem er innan norskrar lögsögu. Þetta kemur fram í svari frá norska sjávarútvegsráðuneytinu til Fréttablaðsins. Þar segir enn fremur að ákvörðun Íslendinga um að úthluta sér markílkvóta einhliða hafi vissulega verið rædd á fundum ráðherranna. Afstaða Norðmanna er sú að ef Íslendingar vilji veiða makríl í sátt við önnur strandríki verði þeir að gera tilkall til ákveðins veiðisvæðis. Slíkt tilkall yrði þó að vera byggt á niðurstöð- um rannsókna sem Íslendingar hafa þó enn ekki gert. Norska sjávarútvegsráðuneytið segir það því skref í rétta átt hjá Íslend- ingum að þeir hafi í hyggju að taka þátt í rannsóknarverkefni með Norðmönnum og Færey- ingum en það felst í því að mæla makrílstofninn. Íslendingar hafa lengi sóst eftir að fá að setjast að samningaborði um ákvörðun makrílkvóta. - jse Norðmenn segja Íslendinga á réttri leið en of skammt komna fyrir makrílveiðar: Pedersen íhugar að setja veiðibann HELGA PEDERSEN NORSKA STRANDGÆSLAN Íslenskir sjómenn sem veiða makríl gætu fengið að kenna á þessum innan norskrar lögsögu ef Helga ákveður að refsa fyrir makrílveiðarnar. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt mann á fimm- tugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu sína. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma þegar konan, sem er frá Venesú- ela, sakaði manninn, sem er flug- maður, um að hafa smyglað sér til landsins í fraktflugvél. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í átta mánaða óskilorðs- bundið fangelsi. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna þess að ekki hafði verið notaður löggiltur dómtúlkur og vísaði málinu aftur heim í hérað. Konunni eru dæmd- ar 400.000 krónur í bætur. - sh Dæmdur fyrir árás á unnustu: Mildari refsing í annarri tilraun Kannabis í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni í fyrrinótt. Við húsleit fundust um 200 kannabisplöntur, þriðjungur þeirra á lokastigi ræktunar. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800 5005. LÖGREGLUFRÉTTIR Læsti höndum í fótlegg Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi í Hæstarétti. Hann læsti höndum sínum um fótlegg lögreglumanns, sem féll í jörðina. DÓMSTÓLAR Fíkniefnaakstur og þjófnaðir Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, fyrir brot á fíkniefnalög- gjöfinni, umferðarlögum og þjófnaði. Hann var sviptur ökuréttindum í fjögur ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.