Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 12
12 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og Sjóræningjar taka tvö skip Sómalskir sjóræningjar tóku í gær tvö evrópsk skip sem sigldu hundruð kílómetra undan ströndum landsins. Annað skipið var 9.000 tonna grískt tankskip með 19 manna áhöfn. Hitt var norskt 23.000 tonna tankskip með 27 manna áhöfn. SÓMALÍA HEILBRIGÐISMÁL Fimmtíu MS- sjúklingar, á mismunandi stig- um hafa fengið Tysabri lyfja- gjöf. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jón- assonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller á Alþingi á mið- vikudag. Með- alaldur þeirra sem eru í meðferð er 45,5 ár. Ögmundur sagði að tafir hafi orðið á því að hefja lyfjagjöf vegna dauðsfalla eftir Tysabri notkun erlendis. Þá hafi þrír sýnt ofnæmisviðbrögð við lyfinu hér á landi. - ss Heillbrigðisráðherra: 50 hafa fengið Tysabri lyfið ÖGMUNDUR JÓNASSON VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir eru nú meira en 17 þúsund talsins, samkvæmt nýjustu tölum Vinnu- málastofnunar. Atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu eru rúm- lega 11.500. Næstmesta atvinnu- leysið er á Suðurnesjum, eða ríf- lega 1.800 manns. Nýsköpunin blómstrar meðal atvinnulausra sem reyna nú að skapa sér vinnu sjálfir. Félagsmiðstöðin Deiglan er til húsa í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði en atvinnulausir eru vel yfir þúsund þar í bæ. Í Lækj- arskóla hittist reglulega hópur hönnuða og handverksmanna sem hefur það að markmiði að búa til vöru og selja. Ýmsar góðar hug- myndir eru í Deiglunni; að hanna minjagripi fyrir erlenda ferða- menn og koma eigin hönnun í framleiðslu í samstarfi við hand- verksmenn. „Við sem erum hönnuðir vilj- um komast í samstarf við aðra í framleiðslu og vinnu þannig að úr verði atvinnuskapandi verk- efni, ekki bara fyrir okkur held- ur líka aðra. Okkur vantar tengsl við fólk í sem flestum geirum. Nú er tíminn til að opna skúffurn- ar og rífa upp hugmyndirnar,“ segir Matthildur Jóhannsdóttir iðnhönnuður. Hún vinnur meðal annars að því að koma í fram- leiðslu umhverfisvænum göngu- staf sem sáir fræjum um leið og gengið er. Brynhildur Barðadóttir er verkefnisstjóri í Deiglunni. Hún segir að aðsóknin hafi farið hægt af stað eins og búist hafi verið við en nú hafi starfsemin tekið vel við sér, fjölmörg námskeið séu í boði og hópar sem hittist reglulega. Deiglan sé líka samverustaður, þangað komi margir til að fá sér kaffi og spjalla við aðra. Þannig kvikni margar hugmyndir. „Við erum að aðstoða fólk við að koma í framkvæmd hugmyndum til atvinnusköpunar og líka að ein- angra sig ekki,“ segir Brynhildur og telur marga koma í Deigluna af forvitni og til að kanna hvað sé í boði. Aðrir komi til að ná sér í sundkort og bókasafnskort fyrir atvinnulausa. „Sporin hingað inn eru misjafnlega þung. Sumum reynist erfitt að koma og öðrum ekki,“ segir hún. Í Deiglunni er boðið upp á margs konar starf og námskeið, til dæmis klippimyndagerð, prjónakennslu og margt annað. Þá er Félagsmiðstöðin Vestur- götu 7 í Reykjavík öllum opin og geta ekki síst atvinnulausir not- fært sér allt það sem þar er í boði. „Maður er manns gaman,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, verk- efnastjóri þar, og skorar á fólk að kíkja við. ghs@frettabladid.is Rífa hugmyndirnar upp úr skúffunum Atvinnulausir eru nú yfir 17 þúsund talsins. Hugmyndirnar blómstra og ný- sköpunin sprettur fram. „Nú er tíminn til að opna skúffurnar og rífa upp hug- myndirnar,“ segir iðnhönnuður sem leiðir nýsköpunarhóp í Deiglunni. BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Impru, María Sjöfn Davíðsdóttir iðnhönnuður, Matt- hildur Jóhannsdóttir iðnhönnuður, Helgi K. Pálsson innanhússarkitekt og Þóra Ben málari hittast reglulega í Deiglunni til að ræða hönnun og atvinnusköpun og bera saman bækur sínar. Þau ætla að skapa atvinnu fyrir sig og aðra og vilja komast í samstarf við handverksfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sporin hingað inn eru misjafnlega þung. BRYNHILDUR BARÐADÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI EFNAHAGSMÁL Sextán húsgrunnar sem voru sagðir marka tímamót í byggingarsögu Fáskrúðsfjarðar þegar framkvæmdir hófust við þá, hafa nú verið settir á nauðungar- sölu. Grunnarnir voru skráðir á Fjárfestingarfélag Austurbyggðar og lýstar kröfur í þá nema um 10 milljónum króna. Félagið fékk 26 lóðum úthlutað árið 2006 og þótti það til marks um uppbyggingu á Austurlandi. Í Austurglugganum segir að hús- næðisframboð á Fáskrúðsfirði sé fremur lítið og innan við tugur eigna sé á söluskrá. Fleiri fast- eignaverktakar sem störfuðu á Austurlandi séu í vandræðum. - kóp Fáskrúðsfjörður: Nauðungarsala á húsgrunnum SÖFNUN Um fimmtán milljónir króna söfnuðust í sameiginlegri landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar. „Við erum sátt við að ná helm- ingnum af upphaflega markmið- inu,“ segir Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossinum. Um síma- söfnun var að ræða þar sem 100 krónur drógust frá símreikningi við innhringingu. „Við stefndum á 100 krónur á haus en það náð- ist ekki alveg. Aðferðin er ekki sú fljótvirkasta en okkur langaði til að sem flestir sæju sér fært að gefa. Það komu um 50 þúsund símtöl sem okkur þykir harla góð þátttaka.“ - she Safnað til innanlandsaðstoðar: Gáfum fimmtíu krónur á haus DÓMSMÁL Byggingarfélag náms- manna hefur verið dæmt í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrum rekstrarstjóra ríflega tvær milljónir króna, auk hálfr- ar milljónar í málskostnað. Þá er viðurkennd skylda félagsins til að greiða fyrrum rekstrarstjóranum laun, orlofslaun og bifreiðahlunn- indi, svo og bætur vegna tapaðra lífeyrisréttinda. Mál þetta er risið í framhaldi af meintu fjársvikamáli varð- andi byggingarfélagið, sem er til rannsóknar hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Í apríl á síðasta ári tilkynnti lögmaður byggingarfélagsins rekstrarstjóranum að stjórn félagsins hefði ákveðið að rifta ráðningarsamningi við hann fyrirvaralaust. Hið sama átti við um framkvæmdastjóra bygg- ingarfélagsins, sem er bróðir rekstrarstjórans. Þetta var gert í kjölfar skoðunar KPMG endur- skoðunarskrifstofu á innri skoðun á rekstri félagsins. Þar kom meðal annars í ljós að þeir bræður áttu ráðgjafarfyrirtæki saman, sem aftur vann fyrir verktakafyrir- tæki sem fengu stór verkefni hjá byggingarfélaginu án útboða. Uppsögn rekstrarstjórans gekk gegn starfssamningi sem gerður hafði verið við hann og því vann hann málið. - jss Byggingarfélag námsmanna dæmt til greiðslu vegna fyrirvaralausrar uppsagnar: Brottrekinn fær tvær milljónir STÚDENTAÍBÚÐIR Verktakar höfðu fengið stór verkefni nokkur undanfarin ár án útboða. STÆRSTA EGGIÐ Maður heldur á því sem talið er vera stærsta egg sem verpt hefur verið hér á jörðu. Eggið er frá því snemma á 17. öld úr Stóra fílafuglinum útdauða. Það verður selt á uppboði í Lundúnum á næstunni. Fyrsta boð er um 700 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta utan þings og fáir gegna trúnaðarstörfum utan stjórnmálaflokkanna. Þetta kemur fram í upplýsingum sem birtar hafa verið um hagsmuna- tengsl ráðherra og trúnaðarstörf utan þings. Enginn ráðherranna þiggur fjárhagslegan stuðning, gjafir eða boðsferðir og enginn þeirra hefur heldur fengið eftirgjöf skulda. Aðeins Katrín Jakobsdótt- ir þiggur laun meðfram ráðherra- störfum en hún fær greitt fyrir stöku námskeið og fyrirlestra um bókmenntir við Háskóla Íslands. Fjórir ráðherrar gegna stjórnar- setu eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir hagsmunasamtök eða opin- berar stofnanir, án þess að þiggja laun fyrir. - shá Ríkisstjórnin svarar: Þiggur ekki fé, gjafir eða ferðir STJÓRNIN Enginn tíu ráðherra hefur hags- munatengsl utan þings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÖNNUN Vinningstillaga úr alþjóð- legri samkeppni í fyrrasumar um hönnun á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands verður sýnd á Háskólatorgi í dag. Að því er segir í tilkynningu sigraði tillaga frá BIG frá Dan- mörku ásamt Arkiteó, Einrúmi og Andra Snæ Magnasyni. „Þar sem þörf er á sól dregur bygging- in sig í hlé – og hleypir birtu inn á torgið. Þar sem þörf er á skjóli skýtur byggingin fram skúta og skapar líf á Lækjartorgi. Þar sem þjóð- hátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur á Arnarhóli, myndar byggingin boga og hvelfingu sem getur nýst sem svið á tylli- dögum,“ segir meðal annars um vinningstillöguna. - gar Samkeppni um Landsbanka: Vinningstillaga loksins til sýnis VINNINGSTILLAGA Glæstar höfuðstöðvar sem nú hvíla ofan í skúffu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.