Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 18
18 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 216 Velta: 119 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 33 +0,78% 635 +0,14% MESTA HÆKKUN ÖSSUR 3,16% FØROYA BANKI 2,19% MESTA LÆKKUN MAREL FOOD SYST. 0,69% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 260,00 +0,00% ... Bakkavör 1,40 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +1,27% ... Icelandair Group 7,00 +0,00% ... Marel Food Systems 46,60 -3,72% ... Össur 88,90 -0,11% Útflutningur frá Japan dróst saman um 49,4 prósent í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, sam- kvæmt nýbirtum gögnum japanska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er umfram svörtustu spár en tölur sem þessar hafa aldrei áður sést þar í landi. Viðskipta- ráðuneytið hóf að halda utan um þessar tölur árið 1980. Kreppa í helstu viðskiptalöndum Japans, ekki síst í Bandaríkjunum og Evrópu, skýrir samdráttinn, sem hefur komið harkalega niður á bíla- og raftækjaframleiðendum. Það hefur svo skilað sér í snörp- um samdrætti í japönsku hagkerfi sem dróst saman um 12,1 prósent á síðasta ársfjórðungi. - jab Aldrei meiri samdrátturHvar er hægt að skera? Ljóst má vera að úr vöndu er að ráða fyrir ríkis- valdið þegar kemur að sparnaði og niðurskurði á fjárlögum sem þanist hafa út ár frá ári. Á Netinu er hins vegar að finna mjög gagnlegt tól þar sem útgjöld í hverjum málaflokki er að finna í myndrænni útfærslu (DataMarket, http://apps.datamarket.net/fjarlog/). Þar er til dæmis fljótséð að skammt dugar upp í fjárlagahallann niðurskurður í utanríkis- ráðuneytinu sem stundum hefur verið nefndur. Heildarútgjöld þar nema 12 milljörðum króna, þrír til ráðuneyta. Samkvæmt áætlun verður fjárlagahalli ársins 153 milljarðar króna. Líklegt má þó teljast að margt smátt geti gert eitt stórt þegar lagst er yfir málin og ýmis gæluverkefni „heima í héraði“ skoðuð nánar. Fjármálaráðuneytið hlýtur að fagna öllum tillögum og um að gera að sem flestir skoði. Dauðadæmt mál Það er enda víðar en hér sem leitað er leiða til að spara í rekstri hins opinbera. Í Bretlandi ná menn ekki upp í nefið á sér yfir 4.500 punda styrk ríkisins (um 770 þúsund krónur) til tveggja miðla sem segjast nýta féð til að hjálpa syrgjandi fólki að ná sambandi við látna ástvini. Miðlarnir, sem raunar eru par, að sögn The Daily Mail, reka skóla um andleg málefni og fer styrkurinn, sem er hluti af áætlun ríkisins um að láta fé renna í atvinnuuppbyggingu (Want2Work), í að kenna fólki að ná sambandi yfir í andaheiminn. Gagnrýnendur hafa hins vegar hneykslast mjög á styrkveitingunni, sér í lagi á tímum þar sem fólk er í stórum stíl að missa vinnuna. Parið segir hins vegar 770 þúsund kallinn lítið gjald ef takist að færa syrgjandi fólki hugarró. Peningaskápurinn ... Fjármálafyrirtækið Auður Capi- tal skilaði 56 milljóna króna hagn- aði á árinu 2008, en það var fyrsta rekstrarár félagsins. Fyrirtækið er skuldlaust, og nemur eigið fé þess um 1,2 milljörðum króna. Auður Capital fékk raunar starfsleyfi í apríl, svo þetta er afkoman eftir átta mánaða rekst- ur, segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- sviðs. „Í fjárfestingum okkar, bæði til að ávaxta eigið fé og viðskiptavina okkar, kom það sér vel að vera bæði óháður og áhættumeðvitað- ur,“ segir Þóranna, spurð hvernig félaginu takist að skila hagnaði eftir slíkt umbrotaár. „Við gátum tekið ákvarðanir út frá okkar bestu sannfæringu, án þess að þurfa að bíða eftir að ein- hver sem við höfðum hagsmuni gagnvart hækkaði eða lækkaði,“ segir Þóranna. Stjórn Auðar hefur ákveðið að leggja tíu milljóna króna stofn- framlag í góðgerðarsjóð sem feng- ið hefur nafnið AlheimsAuður. Sjóðnum er ætlað að hvetja konur til athafna, sérstaklega á vanþróuð- um svæðum heimsins. Auður Capi- tal mun leggja eitt prósent af hagn- aði félagsins í sjóðinn ár hvert. - bj 56 milljóna hagnað- ur hjá Auði Capital STJÓRN Ný stjórn Auðar Capital var kjörin á stjórnarfundi í vikunni. Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 Gsm: 847-1600 petur@galleriborg.is Erum að undirbúa næsta uppboð. Við tökum lægri sölulaun. Vinsamlegast hafi ð samband við Pétur Þór í síma 511 7010 eða 847 1600 Kristján Davíðsson Seld á 1.200.000 J.S.Kjarval Seld á 456.000 J.S.Kjarval Seld á 972.000 Kristín Jónsdóttir Seld á 1.380.000 Ásgrímur Jónsson Seld á 2.040.000 Gunnlaugur Blöndal Seld á 612.000 Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna yfir 50 pró- senta fjölgun gjaldþrota milli ára. Fyrstu tvo mánuði ársins urðu 149 fyrirtæki gjaldþrota, samanborið við 97 fyrirtæki í fyrra. Grein- ing Íslandsbanka segir að gera megi ráð fyrir að gjaldþrotum haldi áfram að fjölga á þessu ári. Þrota- hrina sé fram undan. Nær þriðjungur gjaldþrota febrú- armánaðar var hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð. Samantekt Hagstofu Íslands sýnir að gjaldþrot í febrúar voru 36 prósentum fleiri en í sama mán- uði ári fyrr. Alls voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar, en það er sex fyrirtækjum meira en í janúar. Í febrúar í fyrra voru 56 fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta. „Gera má ráð fyrir að gjald- þrotum fyrirtækja haldi áfram að fjölga á þessu ári samhliða því sem mikill samdráttur er fram undan í hagkerfinu og eftirspurn og fjár- festingar dragast saman. Spár sem birtar hafa verið um gjaldþrot fyrirtækja gera ráð fyrir að þrota- hrina sé fram undan á árinu,“ segir í samantekt Greiningar Íslands- banka um málið. Af þeim fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta voru 20 í byggingargeiranum, en það eru 30 prósent heildarfjöldans. Fyrir ári urðu níu fyrirtæki í sama geira gjaldþrota. „Fyrstu tvo mánuði árs- ins hafa 38 fyrirtæki í byggingar- iðnaði verið tekin til gjaldþrota- skipta sem er fimmtungur allra gjaldþrota á árinu“, bendir Grein- ing Íslandsbanka á og bætir við að fyrstu tvo mánuði síðasta árs hafi 17 fyrirtæki í byggingariðnaði verið tekin til gjaldþrotaskipta. „Fjár- málakreppan hefur komið afar illa niður á byggingar iðnaði enda hefur fjárfesting dregist mikið saman, meðal annars vegna þess að aðgengi að lánsfé hefur versnað.“ Fyrir utan byggingariðnaðinn urðu í febrúar 15 gjaldþrot í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum farartækjum og 12 í rekstri gisti- og veitingastaða. „Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 149 en fyrstu tvo mánuði ársins 2008 voru gjald- þrotin 97 sem jafngildir tæplega 54 prósenta aukningu milli ára,“ segir í samantekt Hagstofunnar. olikr@markadurinn.is Flest gjaldþrot eru í byggingargeiranum Í BYGGINGU Í nýrri samantekt Hagstofunnar kemur fram að á fyrstu tveimur mán- uðum ársins hafi 54 prósent fleiri fyrirtæki orðið gjaldþrota en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÁRMÁLASTOFNANIR Vel á annan tug tilboða bárust í ýmsar rekstrarein- ingar SPRON áður en frestur rann út klukkan fjögur í gær. „Það eru margir að horfa á verð- bréfin og netbankann,“ segir Hlyn- ur Jónsson, formaður skilanefnd- ar SPRON, spurður um það hvert áhugi tilboðsgjafanna beindist helst. Skilanefndin hóf í í gærkvöldi að meta tilboðin til að finna út hver þeirra væru álitleg og raun- hæf. Tilboðin eru óskuldbindandi í þessari umferð. „Við erum meðal annars að skoða nánar upplýsingar um fjárhagslegan styrk, framtíð- arsýn, starfsmannamál og annað slíkt,“ segir Hlynur. Einingarnar sem um ræðir eru útibú, SPRON verðbréf, netbanki SPRON og Rekstrarfélag SPRON verðbréfasjóða. SPRON Factoring, sem annast kröfukaupaþjónustu fyrir útflytjendur og fleiri, var ekki boðið til sölu að þessu sinni. Hlynur sagðist í gærkvöldi ekkert vilja segja að svo stöddu um innihald þeirra tilboða sem bárust. „Við erum bara að fara yfir þetta núna,“ svarar Hlynur sem aðspurður kveðst eiga von á því að ákvörðun verði tekin skjótt um það við hvaða tilboðsgjafa verður rætt frekar. „Markmiðið er að það komi í ljós á næstu dögum.“ - gar Vel á annan tug tilboða í útibú, netbanka og verðbréfafélag SPRON: Tlilboð valin á næstu dögum STARFSFÓLK SPRON Í SPRON við Skólavörðustíg biðu starfsmenn frekari tíðinda af afdrifum sparisjóðsins fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.