Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 20

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 20
20 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F á orð hafa verið mönnum tamari á síðustu mánuðum en gegnsæi og upplýsingamiðlun. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum að ærin ástæða er til að gefa þessum hugtökum skýrt innihald í verki. Í reynd hafa mál hins vegar þróast á allt annan veg. Smátt er gert með það sem sagt er. Taka má dæmi á þremur sviðum: Í fyrsta lagi má nefna álitaefni varðandi bankaleynd. Lögmæt sjónarmið um persónuvernd og viðskiptavernd liggja að baki þeirri trúnaðarskyldu sem bankamenn hafa gagnvart málefnum viðskiptamanna. Hún hefur þó aldrei verið hugsuð til að hindra framgang réttvísinnar. Henni er heldur ekki ætlað skýla brota- lömum í viðskiptasiðferði. Bankahrunið vakti eðlilega spurningar um hvort opna ætti fyrir frekari aðgang að upplýsingum í fjármálastofnunum út frá sjónarmiðum um viðskiptasiðferði. Hvað hefur gerst? Staðreyndirnar blasa við: Sérvöldum og takmörkuðum upplýsingum hefur verið komið á framfæri innan úr gömlu bönkunum. Almenningur hefur hins vegar ekki haft jafnan og almennan aðgang að þeim. Upplýsinga- miðlun af þessu tagi byggir ekki upp traust. Satt best að segja á hún ekkert skylt við gegnsæi og er ekki til marks um opna stjórnsýslu. Fremur má kalla þetta klíkuskapar- miðlun á upplýsingum. Meðan annað er ekki upplýst bera skila- nefndirnar ábyrgð á þessu ástandi. Þessi háttsemi byrjaði í tíð fyrri ríkisstjórnar en hefur síðan færst í aukana. Í annan stað má nefna afskriftir og ríkisstyrki: Afskriftir ríkisbankanna til fyrirtækja sem ekki fara í gjaldþrotameðferð eru jafngildi ríkisstyrkja. Þær vaxa nú hratt og fara ekki fram með gegnsæjum hætti. Af þessu leiðir að mjög erfitt er um vik að glöggva sig á samkeppnishömlum á markaðnum sem hljótast af opinberum ráðstöfunum. Ákvarðanir fjármálaráðherra um að styrkja suma sparisjóði og smærri fjármálafyrirtæki á vildarkjörum og setja aðra í þrot voru ekki teknar með gegnsæjum hætti. Afstaða almennings til þeirra ráðstafana verður því að byggjast á pólitísku trausti einu saman en ekki beinhörðum upplýsingum. Það er í slíkum jarðvegi sem spilling skýtur rótum. Í þriðja lagi má nefna þann leyndarhjúp sem er yfir öllum samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig tók sjóðurinn án skýringa pólitíska afstöðu í innbyrðis deilu stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar um aðstoð við skuldug heimili. Þar tók hann stöðu á móti Framsóknarflokknum og með hinum stjórnarflokk- unum. Án frekari upplýsinga virðist þessi athöfn vera íhlutun um innanríkismál umfram það sem ráð er gert fyrir í birtu sam- komulagi milli sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Svo virðist sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi einnig komið að ákvörðunum sem leiddu til síðustu aðgerða ríkisstjórnarinnar varðandi sparisjóðina. Engin opinber grein hefur þó verið gerð fyrir samráði stjórnvalda og sjóðsins um þau mál. Þá hvílir leynd yfir allri upplýsingagjöf stjórnvalda til sjóðsins um ríkisfjármála- aðgerðirnar. Allt bendir þetta til að menn hafi lítið lært. Þó að aukinn kraft- ur hafi færst í stjórnmálaumræðuna hafa þessi mál fremur færst til verri vegar eftir stjórnarskiptin. Flestir væntu þó annars af núverandi forsætisráðherra. Sú hefur ekki orðið raunin. Gegnsæi og upplýsingamiðlun: Til verri vegar ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Jónas Fr. Jónsson skrifar um banka- hrunið Um miðjan nóvember 2007, eða tæpu ári fyrir bankahrunið, á fundi í samráðs- hópi þriggja ráðuneyta, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits um fjármálastöðug- leika, lagði ég fram ábendingar um nauð- synlega stefnumörkun æðstu stjórnvalda varðandi viðbúnað fjármálakerfisins. Til- efnið var nýafstaðin norræn viðbúnaðaræfing og lausafjárþrengingar í heiminum. Meðal atriða sem ég tiltók voru: ■ Ákveða þyrfti, miðað við vilja og getu hins opin- bera, hvert væri hámark mögulegs stuðnings hins opinbera í formi eiginfjárframlags, lausafjárstuðn- ings eða ábyrgðar á innstæðum. ■ Ákveða þyrfti hvort draga ætti landfræðileg mörk vegna mögulegs stuðnings (þ.e. ef til kæmi, hvort bjarga ætti dótturfélögum, sem voru rúmlega 40% af efnahag bankanna). ■ Huga þyrfti að löggjöf um Tryggingasjóð inn- stæðna í ljósi þess að erlend innlán væru orðin meirihluti innlána íslensku bankanna. ■ Huga þyrfti að lagaheimildum svo að opinberir aðilar gætu gripið tímanlega og á afgerandi hátt inn í rekstur fjármálafyrirtækis. Ég rifja þetta upp vegna tilrauna Jóhönnu Sigurð- ardóttur til að brennimerkja erftirlitsaðila á fjár- málamarkaði, Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, sjálfsagt í þeim tilgangi að hvítþvo stjórnmálamenn af fjármálaáfallinu. Frekari ábendingar um nauð- synlegan viðbúnað liggja fyrir, bæði fyrir og eftir þennan tíma. Ástand og áhættu einstakra fyrirtækja og fjármálakerfa þarf sífellt að endurmeta. Stór áhætta í fjármálakerfinu var möguleiki hins opinbera til að veita fjármálafyrirtæki fjárhagsaðstoð í erlendri mynt, kæmi til erfiðleika. Þetta var flestum ljóst. Jafnframt var vitað að því lengur sem lausafjárkrísan í heiminum varði, ykist áhættan. Til að bregðast við þessu mátti annars vegar styrkja gjaldeyrisforða landsins en hins vegar styrkja lagaheimildir stjórnvalda til tíman- legra inngripa í rekstur fjármálafyrirtækja. Hið fyrrnefnda var ekki gert og hið síðarnefnda ekki fyrr en í október sl. Þegar lagaheimildir lágu fyrir greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankanna, við- hélt bankastarfsemi á Íslandi og dró úr þjóðhags- legu tjóni. Uppbygging og rekstur bankanna byggði á við- skiptaákvörðunum stjórnenda og eigenda þeirra. Hálfsársuppgjör bankanna, árituð af endurskoð- endum, bentu ekki til bráðavanda og lánshæfismat þeirra var ágætt. Í lok september dýpkaði lausafjár- krísan í heiminum og varð að verstu fjármálakreppu frá 1930 með ófyrirsjáanlegu tjóni fyrir fjármála- kerfi heimsins, sem þeir geta kynnt sér sem vilja. Íslensk stjórnvöld sáu slíkar hamfarir ekki fyrir, ekki frekar en stjórnvöld annarra ríkja. Öfugt við það sem gerðist í öðrum löndum hafði íslenska ríkið ekki fjárhagslegt bolmagn til að bjarga bönkunum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaáhættur og stefnumörkun JÓNAS FR. JÓNSSON SPOTTIÐ Jafnaðarmannleg yfirboð Ögmundur Jónasson hefur afsalað sér ráðherralaunum, í ljósi þess að hann er að krefjast launalækkunar hjá starfsmönnum að hans sögn. Einhverjum finnst þetta í takt við kröfu um að ráðamenn þjóðarinnar lifi frekar í takt við almenning í land- inu en útrásarvíkinga. Ekki þó ritstjóra Herðubreiðar. Honum finnst ráðherrann, með því að þiggja lægri laun en honum ber, ná nýjum hæðum í „ódýrri yfirboðs- og yfirborðspólítík mánuði fyrir kosningar“. Sú var tíðin að yfirboð fyrir kosningar var það kallað að slöngva út milljörðum í fram- kvæmdir í eigin kjör- dæmi rétt fyrir kosningar, til dæmis í jarðgöng. Nú hefur jafnaðarmaðurinn Karl Th. Birgisson upplýst okkur um annað. Sameiginlegur göngutúr? Vinstri græn héldu nýverið landsfund sinn undir yfir- skriftinni: Vegur til fram- tíðar varðaður. Í gær setti Sjálfstæðisflokkurinn sinn landsfund og yfirskriftin er: Göngum hreint til verks. Nú er bara spurning hvort þeir síðarnefndu ganga eftir hinum nývarðaða vegi þeirra fyrrnefndu. Ný stjórn, eða göngutúr? Afsökunarbeiðnin Margir hafa kallað eftir afsökunar- beiðni fjölmiðla í aðdraganda hruns- ins. Gagnrýnislaus jásöngur þeirra hafi ýtt undir græðgisvæðinguna án nokkurs aðhalds. Og í gær baðst Morgunblaðið afsökunar. Reyndar ekki á samfélagshruninu, heldur á því að í sömu frétt á mbl.is hefði verið sagt frá brotthvarfi Geirs H. Haarde af Alþingi og því að Helgi Hjörvar hefði fengið blindra- hund sér til aðstoðar. Á því höfðu einhverjir hneykslast, þar með talið ritstjóri Herðubreiðar, sem geta tekið gleði sína við afsökunarbeiðnina. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.