Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 22

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 22
 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR 2 ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ verður í Regnboganum um helg- ina. Þar verða sýndar þrjár kvikmyndir eftir hinn unga og upprennandi leikstjóra Paolo Sorrentino. Myndirnar heita Honum er ofaukið, Afleiðing ástarinnar og Fjölskylduvinurinn. „Þessi tónleikaröð er tilraun til að ná til nýs hóps áheyrenda, mennta- og háskólanemenda og fólks á þeim aldri. Það er óhætt að segja að það myndist örlítið öðruvísi stemning á svona tónleikum en gerist alla jafna á sinfóníutónleikum, létt og skemmtileg,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Aðrir tónleikarnir í hljómleikaröð sem ber yfirskriftina „Heyrðu mig nú!“ verða haldnir í Háskólabíói klukkan 21 í kvöld. Á dagskránni er Píanókonsert eftir Gershwin og Sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Bernstein. Hljómsveitarstjóri er hinn 29 ára gamli Benjamin Shwartz, aðstoðarhljómsveitar- stjóri San Francisco-sinfóníunn- ar, og einleikari á píanó er hin arg- entínska Karin Lechner. Á undan tónleikunum verður boðið upp á kynningu á verkunum með léttu spjalli og tóndæmum, og eftir á verður slegið upp partíi þar sem áhorfendur geta spurt hljómsveit- arstjóra og -meðlimi spjörunum úr, snakk og gos verður á boðstól- um og plötusnúðurinn DJ Þorbjörn sér um tónlistina. Arna Kristín segir tilgang tón- leikaraðarinnar meðal annars vera þann að brjóta upp hljóm- leikaformið sem margir tengja við sinfóníutónleika. „Í raun má segja að það sé dálítill bíóferða- stíll á þessu,“ segir Arna Kristín. „Það eru ekki númeruð sæti og krakkarnir finna sér bara sæti við hæfi. Kynningin á undan gerir það að verkum að áhorfendurnir fá að vita hvað býr að baki verkun- um, hvaða meiningar höfundurinn og hljóðfæraleikararnir hafa um tónlistina og svo framvegis, og það dýpkar hlustunarskilninginn.“ Að sögn Örnu Kristínar finna meðlimir Sinfóníuhljómsveitar- innar fyrir miklum meðbyr þegar kemur að því að kynna sígilda tónlist fyrir ungmennum. Til að mynda hafi fjöldi fólks mætt á tónleika á Myrkum músíkdög- um nýverið, þar sem ungir lista- menn á borð við Daníel Bjarnason tónskáld og stjórnanda og Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara stigu á svið. „Þar var blístrað og stappað eins og á villtustu rokktónleikum. Við höfum tekið eftir því að unga fólkið virðist vera mjög móttæki- legt og reiðbúið að kynna sér alls kyns tónlist,“ segir Arna Kristín. kjartan@frettabladid.is Tónleikar og eftirpartí Heyrðu mig nú! er yfirskrift föstudagstónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem haldnir verða í kvöld. Ætlunin er að höfða til fólks á mennta- og háskólaaldri sem sækir ekki sinfóníuhljómleika að jafnaði. Arna Kristín segir ungt fólk ungt upp til hópa móttækilegt og reiðubúið að kynna sér alls kyns tegundir af tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skráning hefst 28. mars kl. 12 á Holtavegi og í Sunnuhlíð á Akureyri Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver Sumarbúðir KFUM og KFUK KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Vorhátíð: Jón Víðis, töframaður Hoppukastalagarðurinn - heill ævintýraheimur Andlitsmálun * Candy floss * Kaffitería * Blöðrur Sjá flokkaskrá sumarbúðanna 2009 á kfum.is 56 flokkar í 5 sumarbúðum, 29 leikjanámskeið á 3 stöðum Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.