Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 27
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009
GEÐHJÁLP
í 30 ár
Vöxtur geðheilbrigðisþjón-
ustu á Íslandi hefur að mati
Sigmundar Sigfússonar
geðlæknis verið nokkuð jafn
fyrir utan bakslag sem varð við
sameiningu í kringum síðustu
aldamót og lokun dagdeildar á
Akureyri nú í febrúar.
„Ef tekin eru þrjátíu ár í þróun
geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi
þá var nokkuð jafn vöxtur fram
undir árið 2000, ef við tölum bæði
um geðdeild Landspítalans og
hér fyrir norðan. Síðan var farið
að skera niður fyrir sunnan og
þá beið þjónustan þar töluverða
hnekki. Það var þó ekki fyrr en í
febrúar að dagdeildinni var lokað
tímabundið á Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri,“ segir Sigmundur Sigfús-
son, forstöðulæknir geðdeildar á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, spurður út í íslenska geðheil-
brigðisþjónustu síðustu ára.
JAFN VÖXTUR EN SVO BAKSLAG
„Þegar geðdeild Borgarspítal-
ans var sameinuð geðdeild Land-
spítalans fækkaði plássum og
var það í raun og veru mikið áfall
fyrir þessa þjónustu sem hafði
fengið að vaxa jafnt og þétt fram
að því,“ segir Sigmundur alvöru-
gefinn og heldur áfram: „Við hér
fyrir norðan höfum hins vegar
alltaf verið nokkuð vel sett. Hér
er mun færra fólk og góðir sam-
starfsaðilar bæði í félagsþjón-
ustu sveitarfélaga og heilsugæsl-
unni. Þjónustan er því einfaldari í
sniðum og skýrara hvert skal leita
aðstoðar. Reykjavík varð langt á
eftir í þróun heilsugæslustöðva
miðað við landsbyggðina og fólk
galt fyrir það.“
Sigmundur starfaði á geðdeild
Landspítalans þangað til hann
fór norður árið 1984 og fann tölu-
verðan mun á starfinu. „Mun ein-
faldara var að eiga samstarf við
þá aðila sem þjónuðu líka okkar
skjólstæðingum hér fyrir norðan
og vil ég meina að þar hafi skipu-
lagið sitt að segja, en auðvitað
fámennið líka.
SMÆRRI EININGAR Í ÞJÓNUSTU
Fólk kemur fyrr til okkar og hef
ég bent á að fyrir sunnan mætti
hverfaskipta meira og hafa þjón-
ustueiningar til að gera þetta við-
ráðanlegra,“ segir hann og nefn-
ir að hann þyki stundum sérvit-
ur í þessum málum. „Ég myndi
vilja fá eins konar samfélagsgeð-
heilbrigðisstöðvar tengdar heilsu-
gæslunni víðar en í Reykjavík og
á Akureyri. Hef ég gert tillögur
um að tengja þjónustuna stöðum
þar sem eru 15-20.000 manna
upptökusvæði og skipta svæð-
um þannig niður á höfuðborgar-
svæðinu líka. Þetta er fyrirmynd
frá Norðurlöndunum og reynd-
ar Bretlandi líka, að hafa göngu-
og dagdeildir ekki endilega á spít-
alalóðum. Auðvitað ætti að byrja
Þykir eðlilegt að leita hjálpar
Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
FRAMHALD Á SÍÐU 6
Viðhorf í garð geðsjúk-
dóma hefur batnað að
mati Sigmundar.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
RÉTTINDI FATLAÐRA
Talsmenn flokkanna ræða lög-
gjöf um málefni fatlaðra.
Síður 8-9
ANDLEG SJÁLFSVÖRN
Sigursteinn Másson fer yfir
grunnþætti andlegrar heilsu
í fyrirlestrum á vegum Geð-
hjálpar. Síða 2
ÞROTLAUS VINNA
SKILAR SÉR AÐ LOKUM
Vala Lárusdóttir segir stuðn-
ing aðstandenda geðsjúkra
og fagaðila mikilvægan.
Síða 11
DÝRMÆTT STARF
Valgerður Baldursdóttir, yfir-
læknir á Reykjalundi, telur
að bráðavinna hafi verið efld
undanfarin ár. Síða 7