Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 35
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 9geðhjálp ●
● FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN vill
beita sér fyrir því að fatlaðir njóti sem bestra
kjara og njóti jafnræðis á við aðra. Hann hefur
verið í forystu varðandi baráttu fyrir bættum
hag fatlaðra. Nægir að benda á stefnumál
hans í síðustu kosningabaráttu árið 2007.
Sum þeirra loforða hafa komið til fram-
kvæmda hjá stjórnvöldum en önnur ekki.
Frjálslyndi flokkurinn vill að bann verði sett
um mismunun á grundvelli fötlunar, rétt eins
og misrétti kynjanna, og að því verði fram-
fylgt. Norðmenn hafa þegar lögleitt slíkt hjá sér. Frjálslyndi flokkurinn
vill taka undir það sem samningurinn inniber og koma að þeirri vinnu
sem til þarf í lagabreytingum á Alþingi til að samræma íslensk lög við
samningin Sameinuðu þjóðanna. Frjálslyndi flokkurinn leggur jafnframt
áherslu á gott samstarf við hagsmunasamtök fatlaðra í þeirri vinnu til
að tryggja þeirra sjónarmið og viðhorf til samningsins.
Kolbrún Stefánsdóttir ritari Frjálslynda flokksins.
● ÞINGFLOKKUR SAMFYLKINGAR-
INNAR studdi undirritun Samnings Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötl-
un. Bæði samningurinn og valfrjáls bókun við
hann voru undirrituð af hálfu Íslands 30. mars
2007, hvort tveggja án fyrirvara. Á vegum fé-
lagsmálaráðherra starfar nefnd sem gera
mun tillögur um hvernig innleiðingu verði
háttað og verða drög að tillögum hennar
kynnt á fundi Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalags Íslands (ÖBÍ) nú um mánaðamót-
in en bæði samtökin eiga fulltrúa í nefndinni. Vonast er til að ljúka megi
fullgildingu sáttmálans á næsta þingi.
Helgi Hjörvar þingmaður.
SAMFYLKING
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN
● ALÞINGI BER AÐ LÖGFESTA
umræddan samning og ráðast jafnframt í
breytingu á lögum um málefni fatlaðra sem
eru að mörgu leyti gagnslítil. Þrjár ríkisstjórn-
ir hafa nú haft Það verkefni með höndum að
koma lögfestingunni í gegn og það er slæmt
hvað þetta verk hefur verið neðarlega í for-
gangsröðinni. Hér er um að ræða samning
sem getur nýst á mörgum sviðum í réttinda-
baráttu þeirra sem minna mega sín. Nú er vel
möguleiki að undirskrift Íslendinga ein og
sér geti orðið til að dómstólar líti til samnings þessa en það er þó eng-
inn vafi á að formleg lögfesting styrkir stöðu fatlaðra. Íslensk löggjöf
um málefni fatlaðra er veik og það er áhyggjuefni nú þegar ríkisfjármál
renna inn í langt skeið samdráttar og niðurskurðar. Meðal þess sem sár-
lega vantar í löggjöfina eru viðurlög við því að brotið sé á fólki vegna
fötlunar og annarrar mismununar í samfélaginu.
Bjarni Harðarson oddviti L-listans í Reykjavík.
L-LISTINN FRJÁLST FRAMBOÐ
● SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
TELUR BRÝNT að réttarstaða fatlaðra hér
á landi jafnist á við það besta sem gerist ann-
ars staðar í heiminum. Sáttmáli SÞ um rétt-
indi fatlaðra var undirritaður af hálfu íslenskra
stjórnvalda í mars 2007. Síðan þá hefur farið
fram ítarleg skoðun á því á vettvangi félags-
málaráðuneytisins hvaða breytingar þurfi að
gera á íslenskum rétti til að koma til móts við
þær kröfur sem sáttmálinn gerir. Slíkar breyt-
ingar yrðu gerðar samhliða því að Alþingi
myndi fullgilda sáttmálann. Að mati Sjálfstæðisflokksins er brýnt að fá
þessar tillögur fram og flokkurinn mun taka þátt í þeirri vinnu sem þarf
að fara út í til að gera nauðsynlegar breytingar.
Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
● VIÐ HVETJUM TIL ÞESS að fram-
kvæmdaáætlun eða undirbúningi að laga-
breytingum vegna innleiðingar Sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um aðgengi fyrir alla
verði flýtt og Alþingi samþykki í framhaldinu
samning SÞ um réttindi fatlaðra. Áhuga okkar
má meðal annars sjá í fyrirspurnum frá mér
og Árna Þór Sigurðssyni um framgang þessa
máls. Stefna VG í mannréttindamálum og lýð-
ræði fellur vel að Samningi SÞ um réttindi
fatlaðra.
Þuríður Backman þingkona.
VINSTRI HREYFINGIN - GRÆNT FRAMBOÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
18
0
8
7
EKKI VERA ÞINN
VERSTI ÓVINUR
Allir hafa hæfileika. Finndu þína og ræktaðu.
Ekki gefast upp. Leitaðu hjálpar ef þú þarft.
Tækið sem enginn verður var við.
be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í
heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega
nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt
og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau
og aðrir taka heldur ekki eftir þeim.
be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði
fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki
Algerlega
ný hönnun
heyrnar-
tækja.
be by ReSound
eru vart greinanleg
í eyrunum
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan
Tímapantanir 534 9600