Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 9geðhjálp ● ● FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN vill beita sér fyrir því að fatlaðir njóti sem bestra kjara og njóti jafnræðis á við aðra. Hann hefur verið í forystu varðandi baráttu fyrir bættum hag fatlaðra. Nægir að benda á stefnumál hans í síðustu kosningabaráttu árið 2007. Sum þeirra loforða hafa komið til fram- kvæmda hjá stjórnvöldum en önnur ekki. Frjálslyndi flokkurinn vill að bann verði sett um mismunun á grundvelli fötlunar, rétt eins og misrétti kynjanna, og að því verði fram- fylgt. Norðmenn hafa þegar lögleitt slíkt hjá sér. Frjálslyndi flokkurinn vill taka undir það sem samningurinn inniber og koma að þeirri vinnu sem til þarf í lagabreytingum á Alþingi til að samræma íslensk lög við samningin Sameinuðu þjóðanna. Frjálslyndi flokkurinn leggur jafnframt áherslu á gott samstarf við hagsmunasamtök fatlaðra í þeirri vinnu til að tryggja þeirra sjónarmið og viðhorf til samningsins. Kolbrún Stefánsdóttir ritari Frjálslynda flokksins. ● ÞINGFLOKKUR SAMFYLKINGAR- INNAR studdi undirritun Samnings Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötl- un. Bæði samningurinn og valfrjáls bókun við hann voru undirrituð af hálfu Íslands 30. mars 2007, hvort tveggja án fyrirvara. Á vegum fé- lagsmálaráðherra starfar nefnd sem gera mun tillögur um hvernig innleiðingu verði háttað og verða drög að tillögum hennar kynnt á fundi Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags Íslands (ÖBÍ) nú um mánaðamót- in en bæði samtökin eiga fulltrúa í nefndinni. Vonast er til að ljúka megi fullgildingu sáttmálans á næsta þingi. Helgi Hjörvar þingmaður. SAMFYLKING FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN ● ALÞINGI BER AÐ LÖGFESTA umræddan samning og ráðast jafnframt í breytingu á lögum um málefni fatlaðra sem eru að mörgu leyti gagnslítil. Þrjár ríkisstjórn- ir hafa nú haft Það verkefni með höndum að koma lögfestingunni í gegn og það er slæmt hvað þetta verk hefur verið neðarlega í for- gangsröðinni. Hér er um að ræða samning sem getur nýst á mörgum sviðum í réttinda- baráttu þeirra sem minna mega sín. Nú er vel möguleiki að undirskrift Íslendinga ein og sér geti orðið til að dómstólar líti til samnings þessa en það er þó eng- inn vafi á að formleg lögfesting styrkir stöðu fatlaðra. Íslensk löggjöf um málefni fatlaðra er veik og það er áhyggjuefni nú þegar ríkisfjármál renna inn í langt skeið samdráttar og niðurskurðar. Meðal þess sem sár- lega vantar í löggjöfina eru viðurlög við því að brotið sé á fólki vegna fötlunar og annarrar mismununar í samfélaginu. Bjarni Harðarson oddviti L-listans í Reykjavík. L-LISTINN FRJÁLST FRAMBOÐ ● SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN TELUR BRÝNT að réttarstaða fatlaðra hér á landi jafnist á við það besta sem gerist ann- ars staðar í heiminum. Sáttmáli SÞ um rétt- indi fatlaðra var undirritaður af hálfu íslenskra stjórnvalda í mars 2007. Síðan þá hefur farið fram ítarleg skoðun á því á vettvangi félags- málaráðuneytisins hvaða breytingar þurfi að gera á íslenskum rétti til að koma til móts við þær kröfur sem sáttmálinn gerir. Slíkar breyt- ingar yrðu gerðar samhliða því að Alþingi myndi fullgilda sáttmálann. Að mati Sjálfstæðisflokksins er brýnt að fá þessar tillögur fram og flokkurinn mun taka þátt í þeirri vinnu sem þarf að fara út í til að gera nauðsynlegar breytingar. Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR ● VIÐ HVETJUM TIL ÞESS að fram- kvæmdaáætlun eða undirbúningi að laga- breytingum vegna innleiðingar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um aðgengi fyrir alla verði flýtt og Alþingi samþykki í framhaldinu samning SÞ um réttindi fatlaðra. Áhuga okkar má meðal annars sjá í fyrirspurnum frá mér og Árna Þór Sigurðssyni um framgang þessa máls. Stefna VG í mannréttindamálum og lýð- ræði fellur vel að Samningi SÞ um réttindi fatlaðra. Þuríður Backman þingkona. VINSTRI HREYFINGIN - GRÆNT FRAMBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 EKKI VERA ÞINN VERSTI ÓVINUR Allir hafa hæfileika. Finndu þína og ræktaðu. Ekki gefast upp. Leitaðu hjálpar ef þú þarft. Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.