Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 11geðhjálp ● Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Ástvinur Völu Lárusdóttur sjúkra- liða veiktist skyndilega árið 2003 og var skömmu síðar greindur með geðklofa. Við tók innlögn á geðdeild og löng og ströng endur- hæfing. Í dag er ástvinur hennar búinn að ná góðum tökum á sjúk- dómnum og er virkur þátttakandi í samfélaginu. Veikindin höfðu mikil áhrif á líf Völu og fjölskyldu hennar og þurfti hún í raun að kynnast ást- vini sínum upp á nýtt. „Hann fór tvisvar í afneitun eins og algengt er, útskrifaði sig af áfangaheim- ilinu þar sem hann bjó, hætti að taka lyfin og þess háttar. Ég hef þó verið svo heppin að ég hef allt- af getað komist að samkomulagi við hann um að leggjast inn og því ekki þurft að svipta hann sjálf- ræði,“ segir Vala. Tveimur árum eftir að ástvin- ur Völu greindist gerði hann sér fulla grein fyrir því að hann væri með sjúkdóminn og þá fóru hjól- in að snúast. „Oft eru sjúklingar mun lengur í afneitun og það haml- ar bata svo ég get bara talist hepp- in og er afskaplega stolt af honum. Hann hefur verið á réttum lyfj- um í þrjú ár og finnur ekki fyrir neinum einkennum,“ segir Vala. Líf ástvinar hennar er komið í mjög fastar skorður. Hann leigir eigin íbúð, vinnur hálfan daginn og stundar líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku. Auk þess hefur hann verið í fjarnámi síðustu þrjár annir. „Það er ótrúlegt hvað hann hefur náð miklum árangri. Hann hefur sýnt það og sannað að ef sjúklingar vinna í sínum málum geta þeir náð frábærum bata. Lífið er ekki búið þó fólk greinist með alvarlegan geðsjúkdóm. Það þarf bara að læra réttu tökin og lifa með honum.“ Vala segir stuðning aðstandenda og fagaðila skipta miklu en segir þó talsvert vanta upp á stuðn- ing við aðstandendur. „Okkur var ekki boðinn neinn sérstak- ur stuðningur en sóttum þó nám- skeið á Kleppi fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga sem var afskap- lega gagnlegt. Sams konar nám- skeið mætti halda mun oftar.“ - ve Þrotlaus vinna og réttu tökin skila sér Ástvinur Völu hefur náð góðum tökum á erfiðum sjúkdómi og er virkur þátttak- andi í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN A ðstandendur eiga oft um sárt að binda þegar ættingjar veikjast með geðröskun. Geðraskanir hafa ætíð mikil áhrif á fjölskyldulíf og aðstandendur þurfa mikinn stuðning til að takast á við breyttar aðstæður. ALGENG ÁHRIF GEÐRÖSKUNAR Á FJÖLSKYLDU ERU: ● Reiði ● Ráðleysi ● Skömm ● Ótti ● Sorg ● Vanmáttur SUMT AF ÞVÍ SEM GETUR HJÁLPAÐ AÐSTANDENDUM ER: ● Skýrar og greinagóðar upp- lýsingar um geðraskanir. ● Gott samband við fagaðila sem eru í tengslum við þann sem er með geðröskun. ● Raunhæf hjálp til að halda góðum tengslum í fjölskyldunni. ● Viðurkenning á eigin tilfinningum og hjálp við að lesa úr þeim og tak- ast á við þær. ● Samstarf á milli aðstandenda til að miðla reynslu og styrkjandi upplýsingum. Hjá Geðhjálp er bæði starfandi sjálfshjálpar- hópar fyrir aðstandend- ur og notendur og Aðstandendahópur Geðhjálpar sem vill leggja geð- sjúkum lið í baráttu þeirra fyrir bættri þjónustu við þá og aðstandend- ur þeirra. Hjálp fyrir aðstandendur Aðstandendur þurfa mikinn stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.